Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Úrslitakeppnin hefst í kvöld

2 apr. 2019Í kvöld er komið að stóru stundinni þegar úrslitakeppni Domino's deildar kvenna fer af stað. Fyrsti leikur Keflavíkur og Stjörnunnar fer þá fram í Blue-höllinni að Sunnubraut í Keflavík kl. 19:15. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í lokaúrslitin gegn Val eða KR sem hefja leik á morgun. Stöð 2 Sport sýnir alla leiki í úrslitakeppni kvenna beint. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Undanúrslitin 2019

2 apr. 2019Í gær réðst það hvaða lið það eru sem mætast í undanúrslitum Domino's deildar karla en tveir oddaleikir fóru fram. Þór Þorlákshöfn og ÍR tryggðu sér þá sæti og raðast liðin því þannig að Stjarnan mætir ÍR og KR fær Þór Þ. Undanúrslitin hefjast á fimmtudag og föstudag hjá körlunum og verður leikjaplanið eftirfarandi: Meira
Mynd með frétt

ODDALEIKIR · 8-liða úrslit Domino's deildar karla í kvöld!

1 apr. 2019Í kvöld er komið að úrslitastundu í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla þegar tveir oddaleikir fara fram. Fyrri leikur kvöldsins er 5. leikur Tindastóls og Þór Þ. fyrir norðan kl. 18:30 og sá síðari er 5. leikur Njarðvíkur og ÍR í Ljónagryfjunni kl. 20:15. Báðir oddaleikir kvöldsins verða sýndir beint á Stöð 2 Sport! Það ræðst því hvaða lið mætast í undanúrslitunum í ár eftir leiki kvöldsins en Stjarnan og KR bíða þar og mun Stjarnan alltaf fá þann andstæðing sem hafnaði neðst í deildinni af þeim fjórum liðum sem kemst áfram í undanúrslitin þar sem þeir urðu deildarmeistarar.Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni Domino's deildar karla: Þór Þ. - Tindastóll í kvöld kl. 20:00

30 mar. 2019Í kvöld er komið að fjórða leik Þórs Þ. og Tindastóls í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla en leikurinn hefst kl. 20:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tindastóll leiðir einvígið 2-1. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í undanúrslitin. 🍕 Domino's deild karla 🏆 8-liða úrslit · Leikur 4 🗓 Laugardaginn 30. mars 🖥 LIFANDI tölfræði á kki.is ⏰ 20:00 🏀 ÞÓR Þ. (1) - TINDASTÓLL (2) ➡️📺Beint á Stöð 2 Sport ⏰ 21:45 🍕Domino's körfuboltakvöld #korfubolti #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Yngri landslið Íslands: U16 og U18 ára liðin · Sumar 2019

29 mar. 2019Þjálfarar U16 og U18 ára liða drengja og stúlkna hafa nú valið sín 12 manna landslið og tilkynnt þeim sem skipuðu 16-17 manna æfingahópa frá febrúar hvaða leikmenn mun vera varamenn liðanna áfram. Allir leikmenn eru hluti af sínum liðum og munu koma til æfinga í vor og æfa áfram í sumar og vera mikilvægur hluti af liðunum. Ef upp koma meiðsli eða forföll eru þeir klárir að koma inn í sín verkefni. Liðin æfðu síðast eina helgi í febrúar og hafa þjálfarar liðanna fylgst með sínum leikmönnum í vetur. Allir þjálfarar liðanna sátu að lokum fund með yfirþjálfara KKÍ og afreksstjóra KKÍ í sérstakri valnefnd þar sem gert var grein fyrir vali hvers liðs og farið yfir einstaka leikmenn, leikstöður og samsetningu liða sem og styrkleika leikmanna áður en endanlegt lið var valið fyrir verkefni liðanna í sumar. Yngri landsliðin koma næst saman eftir lok íslandsmótsins í lok maí til æfinga en þá verður stór fyrsta æfingahelgi allra liða dagana 24.-26. að Ásvöllum í Hafnarfirði. Eftirtaldir leikmenn skipta hvert lið:Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni Domino's deildar karla: Grindavík-Stjarnan og ÍR-Njarðvík sýndir beint á Stöð 2 Sport

29 mar. 2019Í kvöld er komið að enn einni skemmtuninni þegar tveir leikir fara fram í úrslitakeppni Domino's deildar karla og eru tveir leikir á sitthvorum tímanum sýndir í beinni á Stöð 2 Sport. Fyrst er það fjórði leikur Grindavíkur og Stjörnunnar í Mustad-höllinni í Grindavík kl. 18.30. Strax á eftir eða kl. 20:15 hefst svo leikur ÍR-Njarðvíkur frá Hertz-hellinum í Seljaskóla. Að honum loknum verður svo Domino's körfuboltakvöld með uppgjör þessarar umferðar í 8-liða úrslitum karla kl. 22:00.Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni Domino's deildar karla: Keflavík-KR og Tindastóll-Þór Þ.

28 mar. 2019Í kvöld heldur úrslitakeppni Domino's deildar karla áfram og fara fram leikir þrjú milli Keflavíkur og KR og Tindastóls og Þór Þorlákshafnar kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Keflavík og sýnir beint frá Blue-höllinni. TindastóllTV sýnir beint á Youtube-rás sinni frá Sauðárkróki.Meira
Mynd með frétt

Valur er deildarmeistari í Domino´s deild kvenna

27 mar. 2019Bikar fór á loft í Origo-höllinni í gærkvöldi er Valskonur fengu afhentan deildarmeistarabikarinn.Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni Domino's deildar karla: Stjarnan-Grindavík og Njarðvík-ÍR · Leikir 3

27 mar. 2019Í kvöld er komið að þriðju leikjunum milli Stjörnunnar og Grindavíkur og Njarðvíkur og ÍR. Leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Mathús Garðabæjar höllinni og sýnir beint frá Garðabænum. Staðan í einvígum liðanna er 1-1 hjá Stjörnunni og Grindavík og 2-0 hjá Njarðvík og ÍR. Þau lið sem fyrr vinna þrjá leiki fara áfram í undanúrslitin.Meira
Mynd með frétt

Lokaumferð Domino's deildar kvenna í kvöld: KR eða Snæfell í úrslitakeppnina?

26 mar. 2019Í kvöld er komið að lokaumferð deildarkeppni Domino's deildar kvenna. Þá fara fram fjórir leikir kl. 19:15. Valur varð um helgina deildarmeistari og fær afhendan deildarmeistaratitil sinn í kvöld að Hlíðarenda. Ljóst er að Keflavík verður í öðru sæti og með heimaleikjarétt í 4-liða úrslitunum. Stjarnan verður í þriðja sæti þó KR sigri í kvöld og jafni Stjörnuna að stigum á innbyrðis viðureignum liðanna í vetur. Spenna kvöldsins snýst um hvort það verður KR eða Snæfell sem nær fjórða og síðasta sætinu í úrslitakeppninni í kvöld.Meira
Mynd með frétt

Frestað á Ísafirði í kvöld

25 mar. 2019Vegna veðurs er ekki flogið til Ísafjarðar nú seinni partinn og því þarf að fresta leik Vestra og Fjölnis þar til á morgun.Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 25.03.2019

25 mar. 2019Aga- og úrskurðarnefnd komast að eftirfarandi niðurstöðu.Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni Domino's deildar karla: ÞÓR Þ-TIN. og KR-KEF · Leikir 2

25 mar. 2019Í kvöld heldur úrslitakeppni Domino's deildar karla áfram þegar tveir leikir fara fram. Þá mætast öðru sinni Þór Þorlákshöfn og Tindastóll í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn og KR og Keflavík í DHL-höllinni í Vesturbænum. Flautað verður til leiks kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Höfninni og sýnir beint frá leik Þór Þ.-Tindastóls og KRTV.is verður með netútsendingu frá Vesturbænum.Meira
Mynd með frétt

1. deildirnar · Úrslitakeppnin 2018-2019

25 mar. 2019Úrslitakeppni 1. deildar karla og kvenna er komin af stað og um helgina fóru fram leikir í báðum deildum. Hjá körlum mættust Hamar og Höttur öðru sinni fyrir austan á Egilsstöðum þar sem heimamenn sigruðu og staðan í einvígi liðanna því 1-1. Í kvöld mætast svo Vestri og Fjölnir á Ísafirði öðru sinni en staðan er 1-0 fyrir Fjölni. Þau lið sem fyrr vinna þrjá leiki fara áfram í lokaúrslitin. ​Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 23.03.2019

23 mar. 2019Aga- og úrskurðanefnd hefur komist að niðurstöðu í máli nr. 45/2018-2019 sem nefndin tók fyrir.Meira
Mynd með frétt

Seinkun á leik Grindavíkur og Þórs Ak.

22 mar. 2019Seinka þarf leik Grindavíkur og Þórs Ak. í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í kvöld vegna erfiðrar færðar.Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni 1. deildar karla og kvenna · Laust sæti í Domino's deildinni að ári!

22 mar. 2019Framundan eru úrslitakeppnir í 1. deildum karla og kvenna um laus sæti í Domino's deildunum á næsta tímabili. 1. deild karla: Á dögunum tryggði Þór Akureyri sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild karla og þar með sæti að ári í Domino's deildinni. Næstu fjögur lið í deildinni, í sætum 2-5 leika nú um hitt lausa sætið í efstu deild á næsta tímabili. Í undanúrslitunum mætast Fjölnir og Vestri og Hamar og Höttur. Þau lið sem fyrr vinna þrjá leiki fara í úrslitarimmuna. Í gær fór fram fyrsti leikur Hamars og Hattar í Hveragerði og höfðu heimamenn sigur 101:95. Í kvöld mætast svo Fjölnir og Vestri. Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni Domino's deildar karla hefst í kvöld · Tveir leikir kl. 19:15

21 mar. 2019Í kvöld er komið að einum af hápunkti íslensks íþróttalífs ár hvert þegar úrslitakeppnir Domino's deildanna fara af stað en í kvöld er komið að upphafinu hjá körlunum. Í kvöld hefjast 8-liða úrslitin með tveimur leikjum, fyrsta leik Njarðvíkur og ÍR og Stjörnunnar og Grindavíkur. Stöð 2 Sport verður í Ljónagryfjunni og sýnir leik Njarðvíkur og ÍR beint. Lifandi tölfræði verður að venju á sínum stað á kki.is frá leikjum kvöldsins.Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 20.03.2019

20 mar. 2019Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eftirfarandi máli í vikunni.Meira
Mynd með frétt

KKÍ og Errea gera nýjan samning

20 mar. 2019KKÍ og Errea hafa endurnýjað og gert nýjan samning til næstu fjögurra ára, en landslið KKÍ hafa klæðst Errea fatnaði síðan 2014, og munu því gera það áfram út árið 2022. Mikil ánægja er hjá KKÍ með nýja samninginn og hefur samstarfið við Errea á Íslandi reynst KKÍ og leikmönnum þess mjög vel. Errea sér landsliðum KKÍ fyrir keppnisfatnaði sem og æfingafatnaði og ferðafatnaði fyrir verkefni landsliðana að venju.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira