Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Undanúrslit Domino's deildar karla · KR-ÞÓR Þ. í kvöld - Leikur 3

13 apr. 2019KR og Þór Þ. mætast í kvöld í sínum þriðja leik í undanúrslitum karla í Domino's deildinni. Leikurinn hefst kl. 20:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verður KR með BBQ-borgara á sínum stað frá kl. 18:00 í félagsheimilinu fyrir áhugasama. Staðan í einvígi liðanna er 1-1 og því spennandi leikur framundan í kvöld.​Meira
Mynd með frétt

Martin Hermannsson leikur til úrslita í EuroCup í kvöld

12 apr. 2019Martin Hermannsson og liðsfélagar í Alba Berlin leika annan leik sinn gegn spænska liðinu Valencia í kvöld kl. 18:00 að íslenskum tíma. Staðan í lokaúrslitum keppinnar er 1-0 fyrr Valencia en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki verður EuroCup-meistari 2019. Nái Alba Berlin að sigra í kvöld verður leikið til úrslita í hreinum úrslitaleik í Valencia á mánudaginn. Leikurinn í kvöld fer fram á heimavelli Alba í Mercedes Benz-Arena, sem er sama höll og landsliðið lék í á EuroBasket 2015. Lifand tölfræði er að finna á heimasíðu keppninnar og þeir sem hafa aðgang að Eurosport rásinni geta horft á leikinn beint. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · STJARNAN-ÍR leikur 3 í kvöld

12 apr. 2019Komið er að þriðja leik Stjörnunnar og ÍR í undanúrslitum Domino's deildar karla. Leikurinn fer fram í Mathús Garðabæjar höllinni í Ásgarði kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður á staðnum og sendir beint út frá leiknum. Staðan í einvígi liðanna er 1-1 og sjá má stöðuna, dagskrá einvígja í undanúrslitunum hérna á úrslitakeppnissíðu Domino's deildar karla.Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 11.04.2019

11 apr. 2019Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eftirfarandi mál.​Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · VALUR-KR í kvöld · Leikur 3

11 apr. 2019Í kvöld kl. 18:00 er komið að þriðja leik Vals og KR í undanúrslitum Domino's deildar kvenna. Leikurinn fer fram í Origo-höllinni að Hlíðarenda og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Staðan er 2-0 fyrir Val en það lið sem fyrr nær í þrjá sigurleiki fer áfram í lokaúrslitin í ár.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Keflavík-Stjarnan í kvöld

10 apr. 2019Í kvöld er komið að þriðja leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna. Liðin mætast í Blue-höllinni í Keflavík kl. 19:15 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Stjörnuna en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í lokaúrslitin.Meira
Mynd með frétt

Fjölnir-Grindavík í kvöld · Lokaúrslit 1. deildar kvenna

10 apr. 2019Í kvöld er komið að þriðja leik Fjölnis og Grindavíkur í lokaúrslitum 1. deildar kvenna. Staðan í einvígi liðanna eftir tvo leiki er 2-0 fyrir Grindavík. Fjölnir þarf því að vinna næstu þrjá leiki en sigri Grindavík einn leik til viðbótar fara þær upp um deild og leika í Domino's deildinni að ári. Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram á heimavelli Fjölnis í Dalhúsum í Grafarvogi. Lifandi tölfræði á kki.is. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

1. deildir · Úrslitakeppnir karla og kvenna

9 apr. 2019Úrslitakeppnir 1. deilda karla og kvenna standa nú yfir og eru lokaúrslitin í fullum gangi. Hjá konum hefur Grindavík 2-0 forskot á Fjölni en liðin mætast í Grafarvoginum á morgun miðvikudag kl. 19:15. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki leikur í Domino's deild kvenna á næsta tímabili. Hjá körlunum leika Fjölnir og Hamar til úrslita og mætast liðin í kvöld í leik tvö í Hveragerði kl. 19:15. Fjölnir vann fyrsta leik liðanna en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki leikur í efstu deild að ári.Meira
Mynd með frétt

Undanúrslit Domino's deildar karla · ÞÓR Þ.-KR í kvöld - Leikur 2

9 apr. 2019Undanúrslit Domino's deildar karla halda áfram og í kvöld er komið að leik tvö milli Þórs Þ. og KR þegar liðin mætast í Þorlákshöfn. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport líkt og allir leikir úrslitakeppna karla og kvenna. Staðan í einvígi liðanna eftir einn leik er 1-0 fyrir KR. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í lokaúrslitin í ár. Meira
Mynd með frétt

EuroCup: Martin Hermannsson og Alba Berlin leika til úrslita gegn Valencia

9 apr. 2019Í kvöld fer fram fyrsti leikurinn í lokaúrslitunum í EuroCup þegar Valencia tekur á móti Alba Berlin frá Þýskalandi á Spáni. Þetta er fyrsti leikurinn í seríunni en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki verður EuroCup-meistari 2019. Næsti leikur liðanna fer fram á föstudaginn í Berlín. Verði staðan 1-1 eftir tvo leiki verður leikið í Valencia að nýju í hreinum úrslitaleik á mánudaginn kemur 15. apríl. Martin Hermannsson hefur farið mikinn með liði Alba Berlin í vetur og staðið sig frábærlega í góðu liði Alba, bæði í deild og í evrópukeppninni. Það verður því gaman að fylgjast með leiknum í kvöld og hvernig liðinu mun ganga gegn sterku liði Valencia.Meira
Mynd með frétt

Undanúrslit karla: ÍR-STJARNAN · Leikur 2 í kvöld

8 apr. 2019ÍR og Stjarnan mætast öðru sinni í kvöld kl. 19:15 í Mathús Garðabæjar höllinni. Staðan í einvígi liðanna er 1-0 fyrir Stjörnuna. Stöð 2 Sport verður á staðnum og sýnir beint frá leiknum og lifandi tölfræði er á sínum stað á kki.is. Meira
Mynd með frétt

Undanúrslit Domino's deildar kvenna · Leikir 2 í kvöld

7 apr. 2019Í kvöld er komið að tveim leikjum í undanúrslitum Domino's deildar kvenna þegar KR og Valur og Stjarnan og Keflavík mætast öðru sinni í sínum viðureignum. Valur og Stjarnan leiða sín einvígi 1-0. Báðir leikir kvöldsins verða í beinni á Stöð 2 Sport.Meira
Mynd með frétt

KKÍ óskar eftir liðsmanni!

6 apr. 2019Körfuknattleikssamband Íslands leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi starfsmanni til starfa á skrifstofu sambandsins. Starf á skrifstofu KKÍ er afar fjölbreytt enda starfsemi KKÍ viðamikil og hin ýmsu verkefni sem þarf að sinna hverju sinni. Verkefni sem starfsmaður mun sinna eru meðal annars: Mótamál, dómaramál, fræðslu- og útbreiðslumál, félagaskipti og leikheimildir, almenn skrifstofustörf sem og annað sem tilfellur. Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 05.04.2019

5 apr. 2019Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eitt mál.Meira
Mynd með frétt

Undanúrslit Domino's deildar karla · KR-ÞÓR Þ. í kvöld - Leikur 1

5 apr. 2019Í kvöld er komið að fyrstu viðureign KR og Þór Þorlákshafnar í undanúrslitum Domino's deildar karla. Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram á heimavelli KR í DHL-höllinni í Vesturbænum. Að venju þarf þrjá sigurleiki til að komast í lokaúrslitin gegn annaðhvort Stjörnunni eða ÍR sem leika í hinni undanúrslitaviðureigninni. KR hefur hafið miðasölu á netinu á www.kr.is/midasala og þá mun BBQ-borgararnir vera á sínum stað frá k. 17:30. Meira
Mynd með frétt

1. deild karla · Lokaúrslit 2019

4 apr. 2019Framundan eru úrslit 1. deildar karla um laust sæti í Domino´s deild karla en Fjölnir og Hamar unnu sínar viðureignir gegn Vestra og Hetti í undanúrslitunum. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki leikur í Domino's deildinni að ári ásamt Þór Akureyri sem tryggði sér sæti í efstu deild með deildarmeistaratitlinum í 1. deildinni. Eftirfarandi leikdagar og tímar verða í lokaúrslitum 1. deildar karla:Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Undanúrslitin hefjast í kvöld hjá Stjörnunni og ÍR

4 apr. 2019Í kvöld kl 19:15 fer fram fyrsti leikurinn í Domino's deild karla þegar Stjarnan tekur á móti ÍR í Mathús Garðabæjar höllinni í Garðabæ. Stöð 2 Sport verður á staðnum og sýnir beint frá leiknum. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki leikur til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í ár gegn KR eða Þór Þorlákshöfn sem hefja leik á morgun föstudag.Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 03.04.2019

3 apr. 2019Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eftirfarandi mál.Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni Domino's deildar kvenna · Valur-KR leikur 1 í kvöld

3 apr. 2019Í gær hófst úrslitakeppni Domino's deildar kvenna með leik Keflavíkur og Stjörnunnar og í kvöld er komið að fyrsta leik Vals og KR í hinni viðureign undanúrslitanna. Leikurinn hefst kl. 17:30 í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eins og allir leikir úrslitakeppninnar. Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna · Úrslit 2019

3 apr. 2019Fjölnir og Grindavík mætast í lokaúrslitum 1. deildar kvenna í ár og hefst úrslitarimma liðanna í kvöld kl. 19:15 og fer fyrsti leikurinn fram í Dalhúsum í Grafarvogi. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki vinnur einvígið og þar með sæti í Domino's deild kvenna á næsta keppnistímabili. Leikjadagskrá · Úrslit 1. deildar kvenna​:Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira