7 okt. 2019Um helgina hófst keppni í 1. deildum karla og kvenna tímabilið 2019-2020 en í 1. deild karla leika 9 lið og 7 lið eru í 1. deild kvenna í ár. Fyrirkomulag mótsins eru með sama móti og undanfarin ár, hjá körlum fara deildarmeistararnir beint upp í Domino's deildina að ári liðnu og næstu fjögur lið leika í úrslitakeppni um hitt lausa sætið í efstu deild. Hjá konunum leika fjögur efstu liðin í úrslitakeppni um eitt laust sæti í Domino's deildinni tímabilið 2020-2021.
Á dögunum á fjölmiðla- og kynningarfundi Domino's deildanna fyrir tímabilið var kynnt spá þjálfara, fyrirliða og formanna liðanna í 1. deildunum fyrir tímabilið og var hún svona samkvæmt þeirra atkvæðum:
Spáin í 1. deild karla
- - - - - - - - - - - - - - -
254 Hamar
196 Höttur
179 Breiðablik
136 Vestri
127 Álftanes
72 Selfoss
65 Sindri
63 Skallagrímur
31 Snæfell
Spáin í 1. deild kvenna
- - - - - - - - - - - - - - - -
186 Njarðvík
176 Fjölnir
132 Tindastóll
106 ÍR
80 Keflavík-b
64 Grindavík-b
28 Hamar
#korfubolti