Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

EM 2021: SVISS-ÍSLAND í dag kl. 17:00

21 ágú. 2019Landslið karla í körfuknattleik leikur sinn síðasta leik í forkeppninni að undankeppni EM 2021 í kvöld þegar liðið leikur gegn Sviss í bænum Montreux. Leikurin í dag hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður leikurinn sýndur beint á RÚV2. Íslenska liðið er í góðri stöðu fyrir leikinn en sigur gulltryggir efsta sæti riðilsins og sæti í undankeppni EM sem hefst í febrúar 2020. 20 stiga tap eða minna gerir það einnig. Aðeins efsta liðið í riðlinum í forkeppnninni fer áfram í sjálfa undankeppnina.Meira
Mynd með frétt

Fjögur KKÍ-þjálfaramenntunar námskeið á næstunni

20 ágú. 2019Á næstunni fara fram fjögur námskeið sem eru hluti af þjálfaramenntun KKÍ. Um er að ræða KKÍ hluta 1.A (verklegt og bóklegt), 1.b og 2.b (fjarnám) og svo hluta 1.c sem kenndur verður í lok september. KKÍ þjálfari 1.a. fer fram dagana 30. ágúst. - 1. september2019. Námskeiðið er 20 kennslustundir eða 13.5 klukkutímar. Áhersla er lögð á þjálfun minnibolta, byrjenda og barna 12 ára og yngri. Mikil áhersla er lögð á kennslu á helstu grunnþáttum eins og skotum, sendingum, fótavinnu, knattraki og á boltaæfingar. Áhersla er lögð á að kenna yngstu iðkendum grunnþætti í gegnum leiki. KKÍ þjálfari 1.a gildir sem 25% af lokaeinkunn á námskeiðinu. Þjálfarar sem hafa lokið 1.a. eru með leyfi til að þjálfa minnibolta 9 ára og yngri.Meira
Mynd með frétt

Fjölgun í hópi FIBA dómara

19 ágú. 2019FIBA gaf út á dögunum lista yfir alþjóðadómara og -eftirlitsmenn fyrir tímabilið 2019 til 2021 og eru tveir nýir fulltrúar KKÍ á listanum en það eru þeir Ísak Ernir Kristinsson er sem dómari og Jón Bender sem eftirlitsmaður (commissioner).Meira
Mynd með frétt

EM 2021: Landslið karla mætir Sviss á miðvikudaginn í lokaleiknum

19 ágú. 2019Íslenska landslið karla í körfuknattleik er núna á leið sinni til Sviss þar sem liðið leikur sinn síðasta leik í forkeppninni að undankeppni EM 2021. Leikur Sviss og Íslands fer fram í bænum Montreux á miðvikudaginn kemur 21. ágúst og hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á RÚV. Íslenska liðið er í góðri stöðu fyrir leikinn en sigur gulltryggir efsta sæti riðilsins og sæti í undankeppni EM sem hefst í febrúar 2020. Aðeins efsta liðið í riðlinum í forkeppnninni fer áfram í sjálfa undankeppnina. Meira
Mynd með frétt

EM 2021: Stórsigur hjá Íslandi gegn Portúgal

17 ágú. 2019Það var góð stemning í Laugardalshöllinni í dag þegar íslenska karlalandsliðið vann stórsigur á Portúgal 96-68. Ísland leiddi með mest 35 stigum í fjórða leikhluta en nokkrar körfur frá gestunum á lokamínútunum minnkaði muninn.Meira
Mynd með frétt

EM 2021: ÍSLAND-PORTÚGAL á morgun kl. 16:00

16 ágú. 2019Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik leikur seinni heimaleiki sinn að þessu sinni í forkeppni að undankeppni EuroBasket 2021 á morgun. Þá mæta strákarnir okkar sterku liði Portúgals í Laugardalshöllinni og hefst leikurinn kl. 16:00. Sviss lagði Portúgal í fyrsta leik liðanna og Ísland tapaði með einu stigi fyrir Portúgal ytra í leiknum sínum þar á eftir. Síðan vann Ísland lið Sviss hér heima fyrir viku og Portúgal lagði Sviss á miðvikudaginn var. Því er mikilvægur leikur á morgun til að eiga ennþá möguleika á að vinna riðilinn okkar framundan á morgun. Meira
Mynd með frétt

Miðaafhending til korthafa KKÍ fyrir landsleik karla gegn Portúgal

14 ágú. 2019KKÍ auglýsir miðaafhendingu til þeirra sem hafa aðgangskort KKÍ fyrir landsleik karlaliðsins gegn Portúgal í forkeppni EuroBasket 2021. Leikurinn fer fram laugardaginn 17. ágúst kl. 16:00 í Laugardalshöllinni. Allir handhafar aðgönguskírteina/boðskorta KKÍ þurfa að nálgast miða sína fyrirfram eða til hádegis á leikdegi. Vinsamlega komið þessum upplýsingum áfram til þeirra aðila innan þíns félags sem eru korthafar KKÍ korta. Ekki verður hleypt inn á leikdegi gegn framvísun aðgönguskírteina/boðskorta við hurð, heldur verður aðeins tekið við fyrirfram útgefnum miðum á viðburðinn.Meira
Mynd með frétt

EM U16 stúlkna · Evrópumót FIBA 2019 í Sofiu í Búlgaríu

13 ágú. 2019U16 ára lið stúlkna er síðasta yngra landslið KKÍ á þessu ári sem heldur út til að taka þátt á Evrópumóti FIBA sumarið 2019. Stelpurnar og fylgdarlið þeirra hélt út í morgun til Sofiu í Búlgaríu þar sem mótið fer fram. Þær ferðast í dag og hafa daginn á morgun til æfinga og að undirbúa sig fyrir fyrsta leik. Fyrsti leikur stelpnanna fer fram á fimmtudaginn þegar þær mæta Serbíu kl. 13:00 að íslenskum tíma (16:00 úti). Ísland leikur í A-riðli með Slóveníu, Bosníu, Rúmeníu, Svartfjalllandi og Serbíu. Eftir leiki í riðlinum taka svo við leikir í úrslitum og um sæti. Tvö efstu liðin í hverju riðli fara beint í 8-liða úrslit og hin liðin leika um sæti 9.-23.Meira
Mynd með frétt

EM U20 kvenna · Ísland í 10. sæti

12 ágú. 2019​ U20 ára landslið kvenna lauk keppni á sunnudaginn á EM 2019 sem fram fór í Pristhina í Kosóvó. Stelpurnar léku um 9. sætið gegn Úkraínu þar sem andstæðingar þeirra höfðu betur 47:61 og því hafnar liðið í 10. sæti á mótinu í ár. Áður hafði Ísland mætt Grikklandi og heimastúlkum frá Kosovó í úrslitakeppninni um sæti 9-12 á mótinu þar sem okkar stúlkur höfðu sigur fyrir lokaleikinn gegn Úkraínu.Meira
Mynd með frétt

EM 2021: Martin með sigurskotið

10 ágú. 2019Ísland vann Sviss í mögnuðum leik í forkeppni EM 2021 83-82. Eftir jafnan leik þar sem liðin skiptust á að skora kom það í hlut Martins Hermannssonar að taka lokaskot Íslands. Skotið for ofaní og reyndist það síðasta karfa leiksins og Ísland vann með einus tigi 83-82.Meira
Mynd með frétt

EM 2021: ÍSLAND-SVISS í dag kl. 13:00

10 ágú. 2019Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik leikur tvo heimaleiki í ágúst í forkeppni að undankeppni EuroBasket 2021 en þá mæta strákarnir okkar liði Sviss og Portúgal í Laugardalshöllinni. Í dag laugardag 10. ágúst mæta strákarnir okkar liði Sviss kl. 13:00. Sviss lagði Portúgal í fyrsta leik sínum og Ísland tapaði með einu stigi fyrir Portúgal ytra á miðvikudaginn. Því er mikilvægur leikur á morgun til að jafna riðilinn hjá okkar strákum.Meira
Mynd með frétt

Umferð um Laugardal lokar kl. 12:00 nk. laugardag á leikdegi Íslands og Sviss

8 ágú. 2019Umferð um Laugardal lokar kl.12:00 nk. laugardag á leikdegi Íslands og Sviss vegna tónleika Ed SheeranMeira
Mynd með frétt

Skráning í 2. og 3. deild karla

7 ágú. 2019Þessa dagana stendur yfir skráning í 2. og 3. deild karla fyrir komandi keppnistímabil.Meira
Mynd með frétt

EM 2021: Landslið karla mætir Portúgal í dag ytra

7 ágú. 2019Í dag er komið að fyrsta leik landsliðs karla í lokaumferð forkeppninnar að sjálfri undankeppni EuroBasket 2021. Landslið karla mætir Portúgal í dag kl. 17:30 í Sines í Portúgal. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV2 og lifandi tölfræði er að finna á heimsíðu keppninnar: http://www.fiba.basketball/eurobasket/2021/pre-qualifiersMeira
Mynd með frétt

EM U16 drengja · Evrópumót FIBA 2019 í Podgorica, Svartfjallalandi

7 ágú. 2019Í gærmorgun ferðuðust U16 drengir og fylgdarlið til Svartfjallalands þar sem þeir hefja leik á morgun á Evrópumóti FIBA 2019 en strákarnir leika í B-deild ásamt 23 öðrum þjóðum. Fyrsti leikur okkar drengja er á morgun 8. ágúst kl. 11:45 að íslenskum tíma (13:45 úti) þegar þeir mæta Sviss. Ísland leikur í C-riðli með heimamönnum frá Svartfjallalandi, Danmörku, Sviss, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi. Eftir leiki í riðlinum taka svo við leikir í úrslitum og um sæti. 2 efstu liðin í hverju riðli fara beint í 8-liða úrslit og hin liðin leika um sæti 9.-24.Meira
Mynd með frétt

EM U18 drengja · Ísland í 11. sæti

6 ágú. 2019Strákarnir í U18 ára landsliði drengja luku leik á sunnudaginn á EM 2019 sem fram fór í Rúmeníu. Strákarnir léku um 11. sætið gegn Bosníu og unnu flottan sigur í lokaleiknum 80:72. Frábær sigur hjá okkar liði en þessi lið mættust í fyrsta leik riðlakeppninnar þar sem Bosnía vann en núna var komið að okkar drengjum að hefna fyrir það. Áður hafði Ísland mætt Hvít-Rússum í leik um sæti 9-16 og svo Belgíu í leik um sæti 9-12 áður en þeir mættu Bosníu í lokaleiknum um 11. sætið.Meira
Mynd með frétt

Miðaafhending til korthafa KKÍ fyrir landsleik karla gegn Sviss og Portúgal

6 ágú. 2019KKÍ auglýsir miðaafhendingu til korthafa fyrir landsleik karlaliðsins gegn Sviss og Portúgal í forkeppni EuroBasket 2021. Leikirnir fara fram 10. ágúst kl. 13:00 og 17. ágúst kl. 16:00 í Laugardalshöllinni. Allir handhafar aðgönguskírteina/boðskorta KKÍ þurfa að nálgast miða sína fyrirfram eða til hádegis á leikdegi. Ekki verður hleypt inn á leikdegi gegn framvísun aðgönguskírteina/boðskorta við hurð, heldur verður aðeins tekið við fyrirfram útgefnum miðum á viðburðinn. EINNIG ER SKÝRT TEKIÐ FRAM AÐ ENGA MIÐA VERÐUR HÆGT AÐ NÁLGAST EFTIR AFHENDINGARDAGINN SÍMLEIÐIS, MEÐ TÖLVUPÓSTI EÐA ÖÐRUM SKILABOÐUM TIL STARFSMANNA SAMBANDSINS. Hvernig á að ná í miða? Handhafar aðgönguskírteina/boðskorta geta sótt miðana sína rafrænt á netinu fram að leik með því að slá inn kennitölu sína (án bandstriks) á viðeigandi vefslóðunum hér fyrir neðan.Meira
Mynd með frétt

Forkeppni að EM 2021: Landslið karla gegn Portúgal

5 ágú. 2019Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans, Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson, hafa valið þá 12 leikmenn sem mæta Portúgal ytra á miðvikudaginn kemur þann 7. ágúst í bænum Sines. Íslenska liðið hélt út í gærmorgun og ferðaðist til Portúgals og undirbýr sig núna fyrir komandi leik.. Þetta verður fyrsti leikurinn í þessari þriðju og síðustu umferð forkeppninnar að undankeppni EM 2021. Ísland leikur í riðli með Portúgal og Sviss en það lið sem sigrar riðilinn kemst í undankeppnina sjálfa sem fram fer næstu tvo tímabil. Meira
Mynd með frétt

EM U20 kvenna · Evrópumót FIBA 2019 í Prishtina, Kosóvó

2 ágú. 2019Í gærmorgun hélt U20 ára lið kvenna og þjálfarateymi þeirra af stað frá Leifstöð til Kosóvó þar sem liði mun taka þátt í B-deild Evrópumóts FIBA. Liðið kom sér fyrir í gær og hefur daginn í dag til æfinga og undirbúnings. Mótið hefst á morgun 3. ágúst en Ísland leikur í A-riðli með Króatíu og Ísrael. Fjórir riðlar eru með þrem liðum. Fyrsti leikur okkar stúlkna er kl. 14:30 að íslenskum tíma. Eftir leikina í riðlinum fara tvo efstu liðin í riðil með tveim efstu úr hinum riðlunum þrem og leika um sæti 1-8 á meðan hin liðin leika um sæti 9-12.Meira
Mynd með frétt

EM U18 drengja · Evrópumót FIBA 2019 í Oradea, Rúmeníu

26 júl. 2019U18 ára lið drengja fór á miðvikudagsmorgun frá Leifstöð á EM þar sem liðið leikur í B-deildinni þetta árið en mótið fer fram í borginni Oradea í Rúmeníu. Vegna tafa á flugi frá Íslandi misstu þeir af tengiflugi sínu og dvöldu því aukanótt í Amsterdam í fyrradag. Að auki voru öll flug í gær felld niður frá Amsterdam vegna bilunar á flugvellinum sem flækti málið en frekar þegar búið að var leysa upprunalega vandamálið. Allt gekk þetta á endanum eftir í dag með dyggri aðstoð Icelandair og Soffíu Helgadóttur starfsmanns VITA sem var ómetanleg í aðstoð við liðið í þessum raunum. Í gær héldu þeir áfram til Rúmeníu eins og áður segir en mótið sjálft hefst svo á riðlakeppninni núna í dag, föstudag með fyrsta leik gegn Bosníu kl. 11:00 að íslenskum tíma (14:00 úti). Ísland leikur í C-riðli með Bosníu, Ísrael, Lúxemborg, Tékklandi og Noregi. Eftir leiki í riðlinum taka svo við leikir í úrslitum og um sæti.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira