Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Áherslur dómaranefndar

14 okt. 2020Á fundi dómaranefndar með þjálfurum í september kynnti Jón Bender áherslur dómaranefndar fyrir núverandi keppnistímabil ásamt yfirferð Kristins Óskarssonar á reglubreytingum fyrir þetta tímabil.Meira
Mynd með frétt

Niðurstöður Aga- og úrskurðarnefndar 14. október 2020

14 okt. 2020Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í einu agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Dómaranámskeið 17. október · Dagsnámskeið

8 okt. 2020Dómaranámskeið 17. október · Dagsnámskeið Námskeiðið fer fram á netinu og fer fram laugardaginn 17. október og er áætlað að það standi yfir milli kl. 09:30 - 16:00. Þátttakendur taka þátt í fjarnámi á netinu og verður farið yfir kennsluefni leiðbeinanda og þátttakendur leysa verkefni saman í hóp. Mikilvægt er að þátttakendur hafi tölvu með vefmyndavél og nettengingu til að taka þátt. Meira
Mynd með frétt

Tilmæli sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra varðandi íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu

8 okt. 2020Sóttvarnarlæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa sent tilmæli til íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu.Meira
Mynd með frétt

Mótahaldi KKÍ frestað

7 okt. 2020Vegna hertra aðgerða yfirvalda til að sporna við útbreiðslu COVID-19 og tilmæla sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi ákvað stjórn og mótanefnd KKÍ á fundi sínum í dag að fresta mótahaldi í öllum aldursflokkum vegna almannahagsmuna til og með 19. október.Meira
Mynd með frétt

Niðurstöður Aga- og úrskurðarnefndar 07. október 2020

7 okt. 2020Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Leikir 7.10.2020

7 okt. 2020Á miðnætti tók í gildi reglugerð heilbrigðisráðherra nr. 966/2020 um breytingu á reglugerð 957/2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Reglugerð þessi setti auknar takmarkanir á starfsemi í sveitarfélögunum Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi, Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ og Kópavogsbæ, en þá helst það sem snýr að KKÍ er að keppni inniíþrótta er bönnuð á þessu svæði, auk þess sem æfingar innanhúss þeirra sem fæddir eru 2004 og fyrr eru bannaðar.Meira
Mynd með frétt

Staða mótahalds

6 okt. 2020Óformlegar fregnir bárust af því fyrri hluta dags í dag um hertar aðgerðir yfirvalda í baráttunni gegn COVID-19 og þeirri smitbylgju sem er á höfuðborgarsvæðinu.Meira
Mynd með frétt

Fundur stjórnar og mótanefndar í dag

6 okt. 2020Stjórn KKÍ og mótanefnd munu funda í dag um þá stöðu sem uppi er vegna COVID-19 kl. 16:00 í dag.Meira
Mynd með frétt

8-liða úrslit bikars yngri flokka

5 okt. 2020Dregið var í 8-liða úrslit bikarkeppni yngri flokka á skrifstofu KKÍ í Laugardalnum í dag. Almennt skal leika 8 liða úrslitin á tímabilinu 17.-24. október. Forðast skal að leika utan gluggans nema aðrir möguleikar eru ekki í stöðunni. Ljóst er að einhverjir leikir munu þurfa að fara fram utan gluggans þar sem fresta hefur þurft leikjum vegna sóttkvíar leikmanna. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Haukar-Breiðablik í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport

3 okt. 2020Þrír leikir fara fram í dag og kvöld í Domino's deild kvenna. KR-Skallagrímur fer fram kl. 17:30 í DHL-höllinni. Fjölnir-Valur eigast við í Dalhúsum 18:30 og svo kl. 19:15 mætast Hauka-Breiðablik í beinni á Stöð 2 Sport í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · VALUR-STJARNAN í beinni á Stöð 2 Sport

2 okt. 2020Í kvöld fer fram einn leikur í Domino's deild karla. Leikirnir áttu að vera tveir á dagskránni en fresta þurfti tímabundið leik Þórs Ak. og Keflavíkur v/COVID-19. Leikur kvöldsins er viðureign Vals og Stjörnunnar sem fram fer í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og svo strax að honum loknum er komið að Domino's körfuboltakvöldi þar sem fyrsta umferðin verður gerðu upp.Meira
Mynd með frétt

Bikarkeppni KKÍ · Dregið í 32-liða úrslit karla í dag í beinni á RÚV

1 okt. 2020Í dag, fimmtudaginn 1. október kl. 11:00, verður dregið í 32-liða úrslit bikarkeppni KKÍ. Að þessu sinni verður dregið fyrir luktum dyrum, en þó í beinni útsendingu á vef RÚV. Aðeins verður dregið í 32-liða úrslit karla að þessu sinni og næst verður dregið í 16-liða úrslit karla og kvenna. Í skálinni verða 25 lið sem skráðu sig til leiks. Dregið verður í níu viðureignir og sitja því sjö lið hjá í fyrstu umferð. Liðin eru í stafrófsröð: Regla í 32-liða bikardrætti er sú að dragist neðri deildar lið gegn efri deildar liði á útivelli, að þá víxlast heimleikjarétturinn. Lið skráð til leiks í bikarkeppni KKÍ 2020-2021 · Karlar:Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla hefst í kvöld · Tímabilið 2020-2021

1 okt. 2020Í dag komið að stóru stundinni þegar Domino's deild karla hefst að nýju, en ekki hefur verið leiki í efstu deild síðan 13. mars 2020. Í kvöld fara fram fjórir leikir og á morgun föstudag fara fram tveir leikir. Tveir leikir í beinni: Stöð 2 Sport verður með beina útsendingu frá tveim leikjum, Höttur-Grindavík og KR-Njarðvík. Nýliðar Hattar taka á móti Grindavík á Egilsstöðum kl. 18:30. Kl. 19:15 mætast svo Tindastóll og ÍR og Þór Þorlákshöfn og Haukar. Kl. 20:15 eigast svo við KR og Njarðvík. Meira
Mynd með frétt

Niðurstöður Aga- og úrskurðarnefndar 30. september 2020

30 sep. 2020Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í sex agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla | Þór Ak.-Keflavík | Frestað vegna COVID-19

30 sep. 2020Mótanefnd KKÍ hefur frestað leik Þórs Ak. og Keflavíkur í Domino‘s deild karla sem fyrirhugaður var föstudaginn 2. október nk.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · 2 leikir

30 sep. 2020Í kvöld fara fram tveir leikir í Domino's deild kvenna. Lið KR og Keflavíkur eru í sóttkví og því leika þau ekki sína leiki gegn sínum andstæðingum í kvöld og hefur þeim leikjum verið frestað. Stöð 2 Sport verður í Smáranum og sýnir beint leik Breiðabliks og Fjölnis kl. 19:15. Á sama tíma mætast Snæfell og Haukar í Hólminum.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna | Keflavík-Snæfell | Frestað vegna COVID-19

29 sep. 2020Mótanefnd KKÍ hefur frestað leik Keflavíkur og Snæfells í Domino‘s deild kvenna sem fyrirhugaður var laugardaginn 3. október nk.Meira
Mynd með frétt

Breiðablik-Valur: Úrslit leiks breytt í 0-20 v/ ólöglegs leikmanns

29 sep. 2020Þann 23. september mættust Breiðablik og Valur í Domino’s deild kvenna í Kópavogi. Um var að ræða fyrsta leik tímabilsins 2020-2021. Fanney Lind Thomas, leikmaður Breiðabliks, var dæmd í eins leiks bann miðvikudaginn af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ 11. mars 2020 en bannið tók gildi á hádegi 12. mars 2020. Eins og þekkt er þá var keppnistímabilinu frestað 14. mars og aflýst stuttu seinna. Fanney Lind Thomas var því ekki búin að taka út sitt leikbann á keppnistímabilinu 2019-2020. Í 13. grein reglugerðar um aga- og úrskurðarnefnd segir: „Ef leikmaður á eftir að taka út agaviðurlög þegar keppnistímabili lýkur, skal það gert í byrjun næsta keppnistímabils viðkomandi leikmanns“. Samkvæmt leikskýrslu leiks Breiðabliks og Vals frá 1. umferð Domino’s deildar kvenna 23. september 2020 var Fanney Lind Thomas á leikskýrslu og því leikmaður í umræddum leik.Meira
Mynd með frétt

Aðgöngukort KKí 2020-2021 í Stubb miðasöluappinu · Frestun útgáfu

29 sep. 2020​Aðgöngukort KKÍ verða gefin út rafrænt í Stubbur smáforritinu. Stubbur er aðgengilegt bæði í App Store og Google Play store fyrir iOS og Android tæki. Korthafar athugið: Stjórn KKÍ hefur ákveðið að fresta útgáfu kortanna í ár þar til fjöldatakmörkun áhorfenda (200) á leikjum verður afnumin eða fjöldi áhorfenda aukin.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira