Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari í minnibolta 10 ára drengja 2021

18 maí 2021Úrslitamót minnibolta 10 ára drengja var haldið um helgina í Reykjanesbæ í umsjón Keflavíkur. Það var lið Stjörnunnar sem vann lokamótið en strákarnir unnu alla sína fimm leiki um helgina. Næst komu í röðinni Grindavík sem varð í öðru sæti, Breiðablik í því þriðja og svo UMFK, Haukar og Þór Akureyri. Hlynur Bæringsson er þjálfari liðsins. KKÍ óskar strákunum og Stjörnunni til hamingju með titilinn!Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppnin: Domino's deild karla í kvöld

18 maí 2021Í kvöld er komið að leikjum tvö í einvígum Keflavíkur og Tindastóls og Stjörnunnar og Grindavíkur. Leikið verður á Sauðárkróki og í Grindavík í kvöld. Stöð 2 Sport verður á báðum stöðum og sýnir báða leiki í beinni útsendingu. 🍕 Domino's deild karla 🏆 8-liða úrslit 🗓 Þri. 18. maí 📍 Leikir 2 📺 Sýndir beint á Stöð 2 Sport 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 18:15 📍 Sauðárkrókur 🏀 TINDASTÓLL(0) - KEFLAVÍK(1) ➡️📺 Stöð 2 Sport ⏰ 20:15 📍 HS Orku-höllin 🏀 GRINDAVÍK(0) - STJARNARN(1) ➡️📺 Stöð 2 Sport 📲 #korfubolti 📲 #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Þjálfaranámskeiðið KKÍ 1.a. · 11.-13. júní 2021

18 maí 2021Skráning er hafin á KKÍ 1.a. þjálfaranámskeiðið sem fram fer helgina 11.-13. júní næstkomandi. Kennt verður föstudagskvöld í fundarsal ÍSÍ, í íþróttasal á laugardegi og í Úrvalsbúðum á sunnudegi. Námskeiðið er 20 kennslustundir eða 13,5 klukkutímar. Áhersla er lögð á þjálfun minnibolta, byrjenda og barna 12 ára og yngri. Mikil áhersla er lögð á kennslu á helstu grunnþáttum eins og skotum, sendingum, fótavinnu, knattraki og á boltaæfingar. Áhersla er lögð á að kenna yngstu iðkendum grunnþætti í gegnum leiki. KKÍ þjálfari 1.a. gildir sem 25% af lokaeinkunn á námskeiðinu. Þjálfarar sem hafa lokið 1.a. eru með leyfi til að þjálfa minnibolta 9 ára og yngri.Meira
Mynd með frétt

Haukar Íslandsmeistarar í 8. flokki drengja 2021

17 maí 2021Haukar eignuðust Íslandsmeistara í 8. flokki drengja um helgina en lokamótið fór fram á laugardegi á Ásvöllum og á sunnudeginum í Fagralundi í Kópavogi. Haukar, Stjarnan og Breiðablik voru 3/1 eftir leiki helgarinnar og innbyrðis voru það Haukar sem stóðu best að vígi og voru krýndir meistarar. Næst komu í réttri röð Stjarnan, Breiðablik, Ármann og Skallagrímur. Þjálfari strákanna er Emil Barja. KKÍ óskar Haukum og strákunum til hamingju með titilinn!Meira
Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari í minnibolta 10 ára stúlkna 2021

17 maí 2021Úrslitamót minnibolta 10 ára stúlkna var haldið í umsjón Hrunamanna á Flúðum um helgina. Það var lið Stjörnunnar sem vann lokamótið en Stjörnustelpur unnu alla sína fimm leiki um helgina. Næst komu í röðinni Keflavík, Haukar, Grindavík, Ármann og Breiðablik að þessu sinni. Þjálfari liðsins er Kjartan Atli Kjartansson. KKÍ óskar stelpunum og Stjörnunni til hamingju með titilinn!Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppnin · Leikir kvöldsins Domino's deild kvenna

17 maí 2021Í kvöld er komið að leikjum númer tvö í einvígi liðanna sem mætast, fyrst Fjölnir-Valur kl. 18:30 og svo Keflavík og Haukar kl. 20:30. Stöð 2 Sport verður á staðnum og sýnir beint frá báðum leikjum kvöldsins. Í lok kvölds er svo Domino's Körfuboltakvöld á dagskránni sem gerir upp leikina og helstu tilþrif. Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna | leikdagar í undanúrslitum

17 maí 2021Leiktímar í undanúrslitum 1. deildar kvenna liggja nú fyrir. Leikjadagskrá hefur einnig verið birt á mótavef kki.is.Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppnin · Domino's deild karla í kvöld!

16 maí 2021Í kvöld hefjast tvö eingvígi í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla þegar Þór Þorlákshöfn tekur á móti Þór Akureyri kl. 19:15 og Valur og KR mætast kl. 20:15. Leikur Vals og KR verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Báðir leikir kvöldsins á sínum stað í lifandi tölfræði á KKI.is.Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppnin hefst í kvöld í Domino's deild karla · Leikir 1

15 maí 2021Úrslitakeppni Domino's deildar karla fer af stað í kvöld en fyrstu tveir leikirnir fara fram í tveimur einvígum og verða báðir sýndir í beinni á Stöð 2 Sport! Fyrst mætast Stjarnan og Grindavík kl. 18:15 og svo kl. 20:15 mætast deildarmeistarar Keflavíkur og Tindastóll.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 15. MAÍ 2021

15 maí 2021Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar. Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni 1. deildar karla | leikdagar í undanúrslitum

14 maí 2021Leiktímar í undanúrslitum 1. deildar karla liggja nú fyrir. Leikjadagskrá hefur einnig verið birt á mótavef kki.is.Meira
Mynd með frétt

Reynir S. sigurvegarar 2. deildar karla

14 maí 2021Reynir S. hafði sigur gegn ÍA í úrslitaleik 2. deildar karla nú fyrr í kvöld 107:95.Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppnin hefst í kvöld í Domino's deild kvenna · Leikir 1

14 maí 2021Það er komið að upphafi úrslitakeppni Domino's deildar kvenna í kvöld en fyrstu tveir leikirnir fara fram og verða báðir sýndir í beinni á Stöð 2 Sport! Fyrst mætast Haukar og Keflavík kl. 18:15 og svo kl. 20:15 mætast Valur og Fjölnir. Domino's Körfuboltakvöld fer svo yfir gang mála eftir seinni leik kvöldsins í beinni!Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 13. MAÍ 2021

14 maí 2021Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í kærumáli sem henni hafði borist til úrlausnar. Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppnin · Domino's deild karla

14 maí 2021Framundan er úrslitakeppni Domino's deildanna og hefst úrslitakeppni karla á morgun laugardaginn 15. maí. Fyrsti leikdagur í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla er laugardaginn 15. maí. Gert er ráð fyrir að undanúrslit hefjist mánudaginn 31. maí. Liðin sem mætst (sæti í deild í sviga):Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 12. MAÍ 2021

13 maí 2021Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar. Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna 2021 hefst í kvöld!

13 maí 2021Í kvöld hefst 8-liða úrslitakeppni 1. deildar kvenna þar sem liðin leika um að fara upp í Domino's deildina að ári. Í fyrstu umferð þarf að vinna tvo leiki til að fara í undanúrslit. Leikdagar eru eins í öllum viðureignunu, 13. og 16. maí fyrir leiki eitt og tvö og svo 19. maí (ef þess þarf) fyrir oddaleiki. Hér eru leikir liðanna í 8-liða úrslitunum og sæti þeirra (í sviga) í deildinni: Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni Domino's deildar karla - leikdagar í undanúrslitum

12 maí 2021Leiktímar í 8 liða úrslita Domino's deildar karla liggja nú fyrir, allflestir leikir 8 liða úrslita verða sýndir á Stöð 2 Sport. Leikjadagskrá hefur einnig verið birt á kki.is. Leikir þann 22. maí eru fyrr en vant er um helgar vegna úrslitakvölds Eurovision.Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni Domino's deildar kvenna - leikdagar í undanúrslitum

12 maí 2021Leiktímar í úrslitakeppni Domino's deildar kvenna liggja nú fyrir, en allir leikir undanúrslita verða sýndir á Stöð 2 Sport. Leikjadagskrá hefur einnig verið birt á mótavef kki.is.Meira
Mynd með frétt

Valur er B-liðameistari karla

12 maí 2021B lið Vals í meistaraflokki karla hafði sigur gegn Njarðvík B í úrslitaleik B liða meistaraflokks í Origo-höllinni í gærkvöldi.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira