24 jan. 2018Eftir viku, eða á miðnætti þann 31. janúar mun samkvæmt reglugerð um félagaskipti, félagaskiptaglugginn lokast í annað sinn og þar með í síðasta sinn á þessu tímabilli.
Það þýðir að engir leikmenn, íslenskir né erlendir, á öllum aldri, geta fengið félagaskipti eftir þann tíma.
Það sama gildir um venslasamninga þar sem þeir lúta reglum um félagaskipti. Undanþága er þó sú að þau leyfi/beiðnir sem borist hafa innan tímarammans til KKÍ og verða í vinnslu fyrir lokun gluggans eru afgreidd áfram, t.d. þegar beðið er eftir leikheimild erlendis frá.
Skila má gögnum alveg fram til lokunar gluggans kl. 00:00 en athygli skal vakin á því að leikmenn sem skila inn gögnum eftir kl. 16:00 á miðvikudeginum þann 31. janúar, hljóta fyrst leikheimild á fimmtudeginum, daginn eftir, 1. febrúar kl. 09:00 eftir að þau eru afgreidd.
Meira