Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Domino's deildirnar í kvöld · Tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport

31 jan. 2018Í kvöld fara fram fjórir leikir í Domino's deildunum, einn hjá körlum og þrír hjá konunum. Stöð 2 Sport sýnir beint frá tveim leikjum í kvöld. Fyrst frá Hlíðarenda frá leik Vals og Njarðvíkur í Domino's deild karla kl. 18:00 og svo frá Ásvöllum í Hafnarfirði frá leik Hauka og Vals í Domino's deild kvenna. Lifandi tölfræði verður á sínum stað frá öllum leikjum kvöldsins. Domino’s deild karla kl. 18:00 🏀Valur-Njarðvík · Sýndur beint á Stöð 2 Sport Domino’s deild kvenna kl. 19:15 🏀Haukar-Valur · Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀Skallagrímur-Breiðablik 🏀Stjarnan-Keflavík #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Landslið kvenna · Undankeppni EM 2019

31 jan. 2018Ívar Ásgrímsson og aðstoðarþjálfarar hans, Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir, hafa valið 12 manna landslið kvenna sem tekur þátt í undankeppni Evrópukeppninnar 2019 núna í febrúar. Framundan eru tveir útileikir í komandi landsliðsglugga. Fyrri leikurinn verður gegn Bosníu í Sarajevo þann 10. febrúar og seinni leikurinn fer svo fram þann 14. febrúar gegn Svartfjallalandi í Podgorica. Íslenska liðið mun ferðast út þann 6. febrúar og vera við æfingar í Bosníu fyrir fyrri leikinn og fara svo niður til Svartfjallalands daginn eftir fyrri leikinn og gera sig klárt þar fyrir seinni leikinn sem fer eins og áður segir fram miðvikudaginn 14. febrúar.Meira
Mynd með frétt

Félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti á morgun 31. janúar!

30 jan. 2018Við lok morgundagsins, eða á miðnætti þann 31. janúar mun samkvæmt reglugerð um félagaskipti, félagaskiptaglugginn lokast í annað sinn og þar með í síðasta sinn á þessu tímabilli. Það þýðir að engir leikmenn, íslenskir né erlendir, á öllum aldri, geta fengið félagaskipti eftir þann tíma. Það sama gildir um venslasamninga þar sem þeir lúta reglum um félagaskipti. Undanþága er þó sú að þau leyfi/beiðnir sem borist hafa innan tímarammans til KKÍ og verða í vinnslu fyrir lokun gluggans eru afgreidd áfram, t.d. þegar beðið er eftir leikheimild erlendis frá. Skila má gögnum alveg fram til lokunar gluggans kl. 00:00 en athygli skal vakin á því að leikmenn sem skila inn gögnum eftir kl. 16:00 á miðvikudeginum þann 31. janúar, hljóta fyrst leikheimild á fimmtudeginum, daginn eftir, 1. febrúar kl. 09:00 eftir að þau eru afgreidd.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · Njarðvík-Snæfell

30 jan. 2018Einn leikur fer fram í Domino's deild kvenna í kvöld kl. 19:15 þegar Njarðvík tekur á móti Snæfell í Ljónagryjunni. Lifandi tölfræði verður á sínum stað á kki.is að venju. 🍕 Domino’s deild kvenna ➡️ Ljónagryfjan 📊 Lifandi tölfræði á kki.is ⏰ 19:15 🏀 NJARÐVÍK-SNÆFELL ​ #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Hipp hipp HÚRRA!

29 jan. 2018Í dag eru 57 ár liðin frá stofnun Körfuknattleikssambands Íslands. Skrifstofa KKÍ óskar öllu körfuknattleiksfólki nær og fjær til hamingju með daginn. Meira
Mynd með frétt

Sigmundur og Rúnar að störfum erlendis

26 jan. 2018Sigmundur Már og Rúnar Birgir voru í verkefnum á vegum FIBA í vikunni. Sigmundur Már Herbertsson dæmdi leik Tango Bourgers Basket gegn Entente Sportive B. Villeneuve D'ascq lille Metropole í EuroLeague kvenna miðvikudaginn 24. janúar. Leikurinn fór fram í Bourges í Frakklandi. Meðdómarar Sigmundar voru Pedro Coelho, aðaldómari frá Portúgal og Alija Ferevski frá Makedóníu. Rúnar Birgir Gíslason var einnig eftirlitsmaður FIBA þennan sama dag á leik Bakken Bears Aarhus gegn Tsmoki-Minsk. Leikurinn fór fram í Aarhus í Danmörku.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · Keflavík-Haukar í beinni á Stöð 2 Sport

26 jan. 2018Í kvöld fer fram einn leikur í Domino's deild karla og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur kvöldsins er viðureign Keflavíkur og Hauka í TM höllinni í Keflavík og hefst hann kl. 20:00. Körfuboltakvöld Strax að leik loknum, eða kl. 22:00, tekur Körfuboltakvöld við á Stöð 2 Sport þar sem farið verður yfir ganga mála í Domino's deildum karla og kvenna. #korfubolti #dominos365Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 25.01.2018

25 jan. 2018Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eftirfarandi mál á fundi sínum í vikunni.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla og kvenna í kvöld · Tvíhöfði í Njarðvík

24 jan. 2018Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino's deild kvenna og einn leikur í Domino's deild karla. Njarðvík býður upp á tvíhöfða í kvöld, fyrst leik hjá kvennaliðinu gegn Stjörnunni og strax á eftir leik hjá karlaliðinu gegn ÍR. Stöð 2 Sport verður í Ljónagryfjunni í kvöld og sýnir báða leikina beint.Meira
Mynd með frétt

Vika í lokun félagskipta 2017-2018

24 jan. 2018Eftir viku, eða á miðnætti þann 31. janúar mun samkvæmt reglugerð um félagaskipti, félagaskiptaglugginn lokast í annað sinn og þar með í síðasta sinn á þessu tímabilli. Það þýðir að engir leikmenn, íslenskir né erlendir, á öllum aldri, geta fengið félagaskipti eftir þann tíma. Það sama gildir um venslasamninga þar sem þeir lúta reglum um félagaskipti. Undanþága er þó sú að þau leyfi/beiðnir sem borist hafa innan tímarammans til KKÍ og verða í vinnslu fyrir lokun gluggans eru afgreidd áfram, t.d. þegar beðið er eftir leikheimild erlendis frá. Skila má gögnum alveg fram til lokunar gluggans kl. 00:00 en athygli skal vakin á því að leikmenn sem skila inn gögnum eftir kl. 16:00 á miðvikudeginum þann 31. janúar, hljóta fyrst leikheimild á fimmtudeginum, daginn eftir, 1. febrúar kl. 09:00 eftir að þau eru afgreidd.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni HM 2019: Mánuður í fyrsta leik!

23 jan. 2018Það verður sannkölluð körfuboltaveisla eftir mánuð dagna 23. og 25. febrúar þegar íslenska karlalandsliðið leikur tvo heimaleiki í Höllinni í undankeppni HM. Fyrri leikurinn verður gegn Finnlandi á föstudeginum 23. febrúar kl. 19:45 og svo tveim dögum síðar á sunnudeginum verður leikið gegn Tékklandi kl. 16:00. Meira
Mynd með frétt

KKÍ og Icelandair undirrita nýjan samstarfssamning til ársins 2020

23 jan. 2018Í gær endurnýjuðu Icelandair og KKÍ samstarfssamning sín á milli og var samningurinn undirritaður í þjálfunarsetri Icelandair í Hafnarfirði. Icelandair hefur verið aðal samstarfsaðili KKÍ um árabil en góður stuðningur Icelandair er mikilvægur fyrir sambandið og því afar ánægjulegt að áframhaldandi samstarf sé nú í höfn, en samingurinn er út árið 2020.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Snæfell-Haukar í dag kl. 15:00

21 jan. 2018Í dag fer fram einn leikur í Domino's deild kvenna þegar Snæfell fær Hauka í heimsókn í Stykkishólm. Leikurinn hefst kl. 15:00 og verður í lifandi tölfræði að venju á KKI.is. Domino’s deild kvenna · Sunnudagurinn 21. janúar 🏀 Snæfell-Haukar í Stykkishólmi ​#korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Tveir leikir í kvöld

19 jan. 2018Í kvöld lýkur 14. umferð Domino's deildar karla með tveimur leikjum. Kl. 19:15 mætast í Valshöllinni að Hlíðarenda Valur og Höttur. Kl. 20:00 er svo komið að beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þegar Grindavík fær Keflavík í heimsókn í Mustad höllina í Grindavík. Að loknum seinni leik kvöldsins verður svo allt fjörið í Domino's deildunum gert upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport kl. 22:00. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Fjórir leikir í Domino's deild karla í kvöld · ÍR-KR í beinni á Stöð 2 Sport

18 jan. 2018Fjórir leikir eru á dagskránni í Domino’s deild karla í kvöld og hefjast þeir allir kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Hertz-hellinum í Seljaskóla í kvöld og sýnir beint frá Reykjavíkurslag toppliðanna ÍR og KR. Lifandi tölfræði á sínum stað á kki.is frá öllum leikjum. Leikir kvöldsins kl. 19:15 🏀ÍR - KR · Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀Þór Akureyri - Tindastóll 🏀Stjarnan - Njarðvík 🏀Þór Þ. - Haukar #korfubolti #dominos365Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 17.01.2018

17 jan. 2018Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eitt mál á fundi sínum.Meira
Mynd með frétt

Yngri landslið Íslands 2018 · Riðlarnir fyrir EM klárir

17 jan. 2018Í gær var dregið í riðla hjá FIBA fyrir öll evrópumót yngri liða á komandi sumri 2018. Ísland sendir annað árið í röð lið í evrópukeppnir í öllum aldursflokkum drengja og stúlkna hjá liðum í aldursflokki U16, U18 og U20. Hvert landslið leikur gegn viðkomandi þjóðum í riðlakeppni í upphafi móts og í kjölfarið taka svo við úrslitakeppnir og leikir um sæti eftir gengi liðanna í riðlunum. Eftirtalin lönd verða mótherjar okkar liða í riðlakeppni evrópumótanna:Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna af stað í kvöld

17 jan. 2018Í kvöld er komið að leikjum í Domino's deild kvenna eftir Maltbikarúrslitin um helgina. Heil umferð fer fram kl. 19:15 með fjórum leikjum á dagskránni. Haukar taka á móti Njarðvík í DB Schenkerhöllinni í Hafnarfirði, Skallgrímur fær Snæfell í heimsókn í Borgarnesi, Bikarmeistarar Keflavíkur mæta efsta liði deildarinnar, Val, í TM höllinni í Keflavík og nágrannaliðin Stjarnan og Breiðablik mætast í Ásgarði í Garðabæ og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn: Hrunamenn/Þór Þ. bikarmeistari í 9. flokki drengja

14 jan. 2018Sameiginlegt lið Hrunamanna og Þórs Þ. varð bikarmeistari í 9. flokki drengja eftir úrslitaleik við Keflavík.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn: Þór Ak. bikarmeistari í drengjaflokki

14 jan. 2018Í drengjaflokki mættust tvö sterk lið en þar áttust við Stjarnan og Þór Ak.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira