Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Þrír leikir í kvöld kl. 19:15

11 nóv. 2018Þrír leikir fara fram í Domino's deild kvenna í kvöld kl. 19:15. Lifandi tölfræði verður frá öllum leikjum kvöldsins á kki.is. 🏀Skallagrímur-Valur 🏀Snæfell-Breiðablik 🏀Stjarnan-Keflavík #korfubolti #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Domino's deildin: Tveir leikir í beinni í kvöld

9 nóv. 2018DOMINO'S DEILD KARLA 🏀 Haukar-Skallagrímur í beinni á Stöð 2 Sport kl. 18:30 ​🏀 Njarðvík-KR í beinni á Stöð 2 Sport kl. 20:15 Körfuboltakvöld strax á eftir seinni leiknum! Lifandi tölfræði á kki.is frá báðum leikjum kvöldsins. #korfubolti #dominosdeildin Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna · Unnur Tara í landsliðshópinn fyrir leikina tvo í nóvember

9 nóv. 2018Ívar Ásgrímsson, þjálfari landsliðs kvenna, og aðstoðarþjálfari hans Hildur Sigurðardóttir, hafa ákveðið að bæta við einum leikmanni í æfingahópinn sinn og skipar hann því 15 leikmenn fyrir leikina tvo í nóvember, þann 17. nóv. og 21. nóv. hér heima í Höllinni. Unnur Tara Jónsdóttir frá KR var boðuð til æfinga en hún á að baki 3 landsleiki með A-liði kvenna. Landsliðshópurinn er því þannig skipaður:​Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · Þór Þorlákshöfn-ÍR í beinni á Stöð 2 Sport

8 nóv. 2018Í kvöld fara fram fjórir leikir í Domino's deild karla og hefjast þeir kl. 19:15. Stöð 2 Sport sýnir beint frá leik Þór Þ. - ÍR í Þorlákshöfn.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna · 15 manna hópur fyrir landsleikina tvo í nóvember

8 nóv. 2018Ívar Ásgrímsson, þjálfari landsliðs kvenna, og aðstoðarþjálfari hans Hildur Sigurðardóttir, hafa valið 14 leikmenn í hóp íslenska kvennalandsliðsins í körfuknattleik sem leikur tvo leiki gegn Slóvakíu og Bosníu hér heima í nóvember. Í æfingahóp landsliðsins nú eru tveir nýliðar þær Bríet Sif Hinriksdóttir Stjörnunni og Sigrún Björg Ólafsdóttir úr Haukum. Jóhanna Björk Sveinsdóttir, Stjörnunni, var einnig valin í æfingahópin, en hún er meidd og gefur ekki kost á sér að þessu sinni. Liðið hefur æfingar eftir helgi og undirbýr sig fyrir síðustu tvo leiki landsliðsins í undankeppni EuroBasket Women 2019, en lokamótið fer fram næsta sumar í Lettlandi og Serbíu. Ísland mætir Slóvakíu laugardaginn 17. nóvember kl. 16:00 og Bosníu miðvikudaginn 21. nóvember kl. 19.45 en báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Fjórir leikir í kvöld: Skallagrímur-Haukar beint á Stöð 2 Sport

7 nóv. 2018Fjórir leikir fara fram í kvöld í Domino's deild kvenna kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Borgarnesi og sýnir beint frá viðureign Skallagríms og Hauka. 🍕 Domino's deild kvenna í kvöld 🗓 Miðvikudagurinn 7. nóvember 🖥 Lifandi tölfræði á kki.is ⏰ 19:15 🏀 Skallagrímur - Haukar · ➡️📺Beint á Stöð 2 Sport 🏀 Snæfell-Valur 🏀 Stjarnan-Breiðablik 🏀 Keflavík-KRMeira
Mynd með frétt

Geysisbikarinn · 16-liða úrslitin klár hjá konum og körlum

6 nóv. 2018Í gær lauk​ 32-liða úrslitum Geysisbikarsins og í hádeginu í dag var dregið í 16-liða úrslit karla og kvenna. 16 lið eru eftir hjá körlunum en þrjú sátu hjá í fyrstu umferðinni. Hjá konunum eru 16 lið skráð til leiks í ár en það eru liðin í efstu tveim deildunum auk Keflavíkur-b sem tekur eingöngu þátt í bikarkeppninni. Leikið verður dagana 15.-17. desember. 16-liða úrslit Geysisbikars · Konur Valur - Hamar 
 Njarðvík - Skallagrímur Haukar - Grindavík ÍR - Keflavík-b Tindastóll - Breiðablik Stjarnan - KR Þór Ak. - Snæfell Keflavík - Fjölnir 16-liða úrslit Geysisbikars · Karlar Tindastóll - Fjölnir 
Skallagrímur - Selfoss KR-b - KR Þór Þ. - Njarðvík Grindavík - Njarðvík-b Hamar - Stjarnan Vestri - Haukar ÍR - ÍAMeira
Mynd með frétt

Davíð Tómas dæmir í Frakklandi á morgun

6 nóv. 2018Davíð Tómas Tómasson, FIBA dómari dæmir í EuroLeague kvenna á morgun 7. nóvember. Davíð dæmir leik Flammes carolo basket gegn Hatay Büyüksehir Belediyespor. Leikurinn fer fram í Charleville-Mézéres í Frakklandi og hefst leikurinn kl. 19:00 að staðartíma.​Meira
Mynd með frétt

Geysisbikarinn · Keflavík-Grindavík í beinni á RÚV2

5 nóv. 2018Í kvöld er komið að síðustu leikjum 32-liða úrslita karla í Geysisbikarnum en þá fara fram þrír leikir. RÚV verður í Grindavík í kvöld og sýnir beint frá leik Grindavíkur og Keflavíkur, en liðin hafa samtals 11 sinnum orðið Bikarmeistarar, Keflavík sex sinnum og Grindavík fimm sinnum í sögunni.Meira
Mynd með frétt

Körfuknattleikssamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

5 nóv. 2018Afrekssjóður ÍSÍ tók upp nýtt fyrirkomulag á árinu og hafa fjölmörg sérsambönd hlotið styrki úr sjóðnum. Samningur Körfuknattleikssambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins var undirritaður á dögunum. Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) flokkast sem A/Afrekssérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til KKÍ vegna verkefna ársins er 37.000.000 kr. og er hækkun á styrkupphæð frá síðasta ári þar sem verkefni KKÍ hlutu styrk að upphæð 31.500.000 kr.Meira
Mynd með frétt

Geysisbikarinn · Leikir dagsins sunnudaginn 4. nóvember

4 nóv. 2018Í dag halda 32-liða úrslit karla áfram og verða nokkrir leikir á dagskránni og verða þeir í lifandi tölfræði á kki.is. 4. nóvember · Sunnudagur Vestri-b · Hamar kl. 15:00 Álftanes · KR kl. 15:00 KV · Fjölnir kl. 18:00 Njarðvík · Valur kl. 19:15 #geysisbikarinn #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Geysisbikarinn: Leik Þórs Ak. og Hauka seinkað

3 nóv. 2018Vegna veðurs er búið að seinka leik Þórs Ak. og Hauka í 32-liða úrslitum Geysisbikarsins.Meira
Mynd með frétt

Geysisbikarinn · Leikir dagsins laugardaginn 3. nóvember

3 nóv. 2018Í dag fara fram fjölmargir leikir í Geysisbikarnum í 32-liða úrslitum karla og verða þeir í lifandi tölfræði á kki.is ef frá er talinn einn leikur sem kemur inn eftir á. 3. nóvember · Laugardagur Reynir S. · Tindastóll kl. 12:00 (statt kemur eftir leik) Þór Akureyri · Haukar kl. 15:00 Vestri-b · Hamar kl. 16:00 Snæfell · Þór Þorlákshöfn kl. 16:00 Haukar-b · KR-b kl. 17:00 Höttur · Skallagrímur kl. 18:30 Leikur Vestra-b og Hamars var færður til sunnudagsins kl. 15:00.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · KR-Tindastóll í kvöld kl. 20:00

2 nóv. 2018Í kvöld mætast liðin sem léku til úrslita í fyrra, KR og Tindastóll, í DHL-höllinni í Vesturbænum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst kl. 20:00 í kvöld. Strax að leik loknum eða um 22:00 hefst svo Körfuboltakvöld þar sem umferðin í Domino's deildum karla og kvenna verður gerð upp með öllu því sem því fylgir.Meira
Mynd með frétt

Breytt fyrirkomulag í dómaramenntun KKÍ

2 nóv. 2018Breytingar hafa verið gerðar á dómaramenntun KKÍ. Náminu hefur verið skipt niður í þrjá hluta. ​ Námskeið 1 - Grunnnámskeið er ætlað 10. bekk og eldri. Þátttakendum er ætlað að öðlast grunnþekkingar á leikreglum og dómaratækni. Námskeið 1 veitir þátttakanda réttindi til að dæma á fjölliðamótum hjá börnum á grunnskólaaldri. Námskeiðið fer þannig fram að dómarar koma í heimsókn til félaga og er fínt að nýta t.d. 10. flokks æfingatíma undir námskeiðið. Námskeiðið fer fyrst fram í fyrirlestrarsal og er síðan fært inn í íþróttasal. Lengd námskeiðsins er 3 klst. Meira
Mynd með frétt

Geysisbikarinn · Fyrsti leikur 32-liða úrslitanna í kvöld

2 nóv. 2018Í kvöld kl. 20:00 fer fram fyrsti leikurinn í Geysisbikarnum 2019 á Grundarfirði þegar heimamenn taka á móti ÍA frá Akranesi í 32-liða úrslitum karla. Leikurinn verður í lifandi tölfræði á kki.is. Um helgina og á mánudaginn fara svo fram allir aðrir leikir 32-liða úrslitanna en dagskránna má sjá hér að neðan. Merki Geysis-bikarsins er að finna hérna á vef kki.is.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Stjarnan-Þór Þ. í beinni á Stöð 2 Sport

1 nóv. 2018Í kvöld fara fram fjórir leikir í Domino's deild karla kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Garðabænum og sýnir beint frá Mathús Garðabæjar-höllinni í Ásgarði frá leik Stjörnunnar og Þór Þorlákshafnar.Meira
Mynd með frétt

FIBA Licenced Statisticians · 11 íslenskir stattarar fengu vottun

31 okt. 2018Um helgina síðastliðnu var haldið FIBA-stattnámskeið á vegum KKÍ og FIBA þar sem fulltrúi FIBA og Genius Sports, Oleksiy Nemenov, kom til landsins og hélt námskeið fyrir 12 þátttakendur. Hann er meðal annars umsjónarmaður LIGA ACB-deildarinnar á Spáni auka annara stórra deilda. Alls luku 11 tölfræðiskrásetjarjar fræðslu á netinu fyrir upphaf námskeiðisins og stóðust svo próf í lokin. Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 31.10.2018

31 okt. 2018Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir þrjú mál á fundi sínum í vikunni.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna og karla í kvöld · Tvíhöfði hjá Breiðablik

31 okt. 2018Í kvöld fara fram fjórir leikir í Domino's deild kvenna og einn leikur í Domino's deild karla. Stöð 2 Sport verður í Smáranum Kópavogi og sýnir beint frá tvíhöfða Breiðabliks, en þar mæta karlarnir liði Skallagríms kl. 18:00 og svo konurnar liði Keflavíkur kl. 20:15. Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira