24 okt. 2019Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur komist að niðurstöðu í nokkrum málum sem hún hefur haft til úrlausnar og eru eftirfarandi úrskurðarorð þeirra:
Niðurstaða úr agamáli nr. 4/2019-2020
„Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Jón trausti Fjóluson, leikmaður 9. fl. Fjölnis, sæta áminningu vegna háttsemi í leik Fjölnis gegn Aftureldingu í Íslandsmóti 9. fl. karla, sem leikinn var þann 6. október.“
Niðurstaða úr agamáli nr. 8/2019-2020
„Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Bjarni Björnsson, leikmaður mfl. Ármanns, sæta einum leik í bann vegna háttsemi í leik Ármanns gegn ÍA í Íslandsmóti meistaraflokks karla, 2. deild, sem leikinn var þann 19. október 2019.“
Niðurstaða úr agamáli nr. 9/2019-2020
„Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Ingimundur Orri, leikmaður mfl. ÍA, sæta einum leik í bann vegna háttsemi í leik Ármanns gegn ÍA í Íslandsmóti meistaraflokks karla, 2. deild, sem leikinn var þann 19. október 2019.“
Aga-og úrskurðarnefnd KKÍ.
Meira