Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Úrslit yngri flokka 2016 · Úrslitaleikir mánudaginn 16. maí

15 maí 2016Mánudaginn 16. maí fara fram úrslitaleikirnir í síðustu fjórum flokkunum á þessu keppnistímabili og verða því fjögur lið krýnd Íslandsmeistarar á þessari seinni úrslitahelgi yngri flokka sem fram fer í Keflavík. Leikið hefur verið í undanúrslitum föstudag og laugardag en í dag sunnudag er frí fyrir úrslitaleikina sem fram fara á morgun. Meira
Mynd með frétt

Reglugerð um erlenda leikmenn - niðurstaða stjórnar KKÍ

13 maí 2016Á stjórnarfundi KKÍ fimmtudaginn 12. maí var tekin fyrir beiðni síðasta formannafundar um að skoða hvort breyta eigi reglugerð um erlenda leikmenn fyrir komandi tímabil. Í dag er heimilt samkvæmt reglugerðinni að vera með einn erlendan leikmann inn á vellinum á hverjum tíma og hefur sú regla verið í gildi frá því vorið 2013. Á stjórnarfundinum voru miklar og góðar umræður um málefni erlendra leikmanna.Meira
Mynd með frétt

Úrslit yngri flokka 2016 · Seinni helgi 13.-16. maí, Keflavík

13 maí 2016 Í kvöld hefst seinni úrslitahelgi yngri flokka 2016 en seinni helgin verður haldin í umsjón Keflavíkur í TM höllinni að Sunnubraut í Keflavík. Í kvöld fara fram undanúrslit í unglingaflokki kvenna og á laugardaginn verða undanúrslit í 10. flokki stúlkna, 10. flokki drengja og Unglingaflokki karla. Frí er á sunnudeginum og á mánudeginum fara síðan fram úrslitaleikirnir í öllum fjórum flokkunum.Meira
Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari í 7. flokki drengja 2016

12 maí 2016Stjarnan varð nýlega Íslandsmeistari í 7. flokki drengja 2016. Strákarnir léku til úrslita á lokamóti vetrarins ásamt KR, Hrunamönnum/Þór Þ., Fjölni og Snæfell. Stjarnan vann alla sína leik í lokaumferðinni og er því Íslandsmeistari 2016.Meira
Mynd með frétt

Fjölnir Íslandsmeistari í Minnibolta drengja 2016

10 maí 2016Um síðastliðna helgi var leikið til úrslita í minnibolta drengja í A-riðli en leikið var í Smáranum í Kópavogi. Það voru strákarnir úr Fjölni sem stóðu uppi sem sigurvegarar í mótslok en þeir unnu alla sína leiki á úrslitahelginni og eru því Íslandsmeistarar 2016.Meira
Mynd með frétt

Grindavík Íslandsmeistari í 7. flokki stúlkna 2016

9 maí 2016Grindavík varð um helgina Íslandsmeistari í 7. flokki stúlkna en leikið var á heimavelli þeirra í Grindavík. Eftir jafnt og skemmtilegt mót voru það Grindavík og Njarðvík sem léku til úrslita í lokaleiknum og stóðu Grindavík uppi sem sigurvegarar.Meira
Mynd með frétt

Úrvalslið Íslands · Veldu þitt lið!

9 maí 2016Morgunblaðið hefur látið velja Úrvalslið Íslands í körfubolta hjá báðum kynjum og birti í laugardagsblaðinu sínu sitt val. Meira
Mynd með frétt

Íslandsmeistarar í 9. flokki drengja, 9. flokki stúlkna, Stúlknaflokki og Drengjaflokki 2016

8 maí 2016Þá er fyrri úrslitahelgi yngri flokka lokið ljóst hvaða lið eru Íslandsmeistarar 2016 í 9. flokki drengja, 9. flokki stúlkna, Stúlknaflokki og Drengjaflokki. Keppt var í undanúrslitum föstudag og laugardag og í dag sunnudag var leikið til úrslita í þessum flokkum. Eftir fjöruga úrslitaleiki stóðu fjögur lið uppi sem Íslandsmeistarar 2016.Meira
Mynd með frétt

Körfuknattleiksfélag FSu auglýsir stöðu aðalþjálfara

8 maí 2016Körfuknattleiksfélag FSu auglýsir stöðu aðalþjálfara. FSu leitar að einstaklingi með djúpan skilning á körfuknattleik, sem sýnir frumkvæði, er hvetjandi og hefur mikla færni í að vinna með ungum leikmönnum. Meira
Mynd með frétt

Úrslit yngri flokka 2016 · Úrslitaleikir dagsins sýndir í beinni á netinu

8 maí 2016Í dag sunnudag 8. maí er komið að úrslitaleikjum ársins í 9. flokki drengja, 9. flokki stúlkna, Stúlknaflokki og Drengjaflokki. Undanúrslitin voru leikin á föstudag og í gær laugardag liðin sem leika til úrslita þau sem unnu sína leiki. Allir leikir dagsins verða í beinni á Youtube-rás KKÍ.Meira
Mynd með frétt

Helena og Haukur valin best

6 maí 2016Rétt í þessu var keppnistímabilið 2015-16 gert upp í Domino´s deildunum og 1. deildunum með einstaklingsverðlaunum. Skemmtilegt hóf var haldið í Ægisgarði sem þar sem verðlaunahafar og forráðamenn liðanna komu saman.Meira
Mynd með frétt

Úrslit yngri flokka 2016 · Fyrri helgi 6.-8. maí, Seljaskóla

6 maí 2016Í kvöld hefst fyrri úrslitahelgi yngri flokka 2016 en fyrri helgin verður haldin í umsjón ÍR í Hertz-hellinum, Seljaskóla. Í kvöld fara fram undanúrslit í Stúlknaflokki og á morgun laugardag verður leikið í undanúrslitum í 9. flokki drengja og stúlkna og í Drengjaflokki. Á sunnudaginn fara síðan fram úrslitaleikirnir í öllum fjórum flokkunum.Meira
Mynd með frétt

Lokahóf KKÍ 2016 · Verðlaunaafhending

6 maí 2016Í dag mun KKÍ efna til Lokahófs og veita þeim leikmönnum, í Domino's deildunum og 1. deildum karla og kvenna, sem þykja hafa skarað fram úr í vetur. Lokahófið fer fram á Ægisgarði úti á Granda og hafa leikmenn, þjálfarar og fjölmiðlar verið boðaðir. Meira
Mynd með frétt

U15 ára landslið stúlkna 2016 · 12 manna lið

4 maí 2016Um síðustu helgi æfðu U15 ára liðin á Álftanesi og í Þorlákshöfn og gengu æfingar vel. 18 leikmenn voru í hópunum tveim og nú hafa þjálfarar liðanna valið sín 12 manna lið sem taka þátt í Copenhagen-Invitational mótinu helgina 17.-19. júní.Meira
Mynd með frétt

Grindavík Íslandsmeistari í 8. flokki stúlkna 2016

4 maí 2016Grindavík varð um síðastliðna helgi Íslandsmeistari í 8. flokki stúlkna en lokamótið fór fram á þeirra heimavelli í Mustad höllinni. Grindavík hefur gengið vel í vetur í þessum flokki og unnið alla sína leiki nema einn.Meira
Mynd með frétt

Þriggja daga þjálfaranámskeið KKÍ, FIBA og FKÍ 20.-22. maí

3 maí 2016Þriggja daga þjálfaranámskeið KKÍ unnið í samstarfi við FIBA og FKÍ verður haldið helgi 20. til 22. maí í Ásgarði Garðabæ. Prófessor Nenad Trunić verður aðal fyrirlesari á þjálfaranámskeið KKÍ. Nenad Trunić kemur frá Serbíu og er fyrirlesari á vegum FIBA. Einnig mun Michael Schwarz yfirmaður þjálfaramenntunar FIBA vera með fyrirlestur á námskeiðinu ásamt íslenskum þjálfurum.Meira
Mynd með frétt

U15 ára landslið drengja 2016 · 12 manna lið

3 maí 2016Um síðustu helgi æfðu U15 ára liðin á Álftanesi og í Þorlákshöfn og gengu æfingar vel. 18 leikmenn voru í hópunum tveim og nú hafa þjálfarar liðanna valið sín 12 manna lið sem taka þátt í Copenhagen-Invitational mótinu helgina 17.-19. júní. Eftirtaldir leikmenn skipa landslið U15 drengja en á morgun verður U15 ára lið stúlkna kynnt til leiks:Meira
Mynd með frétt

Valur Íslandsmeistari í 8. flokki drengja 2016

2 maí 2016Valur varð um helgina Íslandsmeistari í 8. flokki drengja 2016. Það var lið Keflavíkur sem varð í 2. sæti en úrslitahelgin fór fram í Dalhúsum í Grafarvogi. Þjálfari liðsins er Ágúst S. Björgvinsson. Til hamingju Valur!Meira
Mynd með frétt

Yngri landslið KKÍ: U15 æfingahópar æfa um helgina

29 apr. 2016U15 ára lið drengja og stúlkna koma saman og æfa í kvöld og um helgina. Um er að ræða 18 manna æfingahópa en 12 manna lið verða valin eftir helgina. Verkefni liðanna er Copenhagen Invitational-mótið sem Ísland hefur tekið þátt í undanfarin ár með góðum árangri.Meira
Mynd með frétt

KR ÍSLANDSMEISTARI KARLA 2016

28 apr. 2016KR er Íslandsmeistari í Domino's deild karla árið 2016 eftir sigur í fjórða leik einvígisins gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn. KR vann því einvígið 3-1. Þetta er því þriðja árið í röð sem KR verður Íslandsmeistari karla sem er frábært afrek og alls 15. titill KR. Til hamingju KR!Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira