5 maí 2017Nú rétt í þessu voru verðlaun fyrir tímabilið 2016-2107 afhent á lokahófi KKÍ sem fram fór í hádeginu.
Veitt voru hin ýmsu einstaklingsverðlaun leikmanna, þjálfara og dómara og úrvalslið Domino's deilda og 1. deilda karla og kvenna valin. Það eru fyrirliðar, þjálfarar og formenn liðanna í deildunum sem kjósa ásamt nokkrum sérfræðingum að auki.
Í Domino's deildunum voru þau Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík, og Jón Arnór Stefánsson, KR, valin bestu leikmenn ársins eða MVP. Jón Arnór var að hljóta verðlaunin í þriðja sinn á ferlinum (2002 og 2009 áður) en Thelma Dís er að hljóta þau í fyrsta sinn. Þess má geta að móðir Thelmu Dísar, Björg Hafsteinsdóttir, hlaut verðlaunin árið 1990, og því er Thelma Dís að feta í fótspor móður sinar.
Meira