26 maí 2017Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, verður fyrsti þjálfarinn í 24 ár sem nær því að fara með kvennaliðið á þrenna Smáþjóðaleika. Torfi Magnússon fór með konurnar á tvenna Smáþjóðaleika í upphafi tíunda áratugsins, fyrst í Andorra 1991 og svo á Möltu 1993. Það eru liðin 12 ár síðan að Ívar fór fyrst með íslenska kvennalandsliðið á Smáþjóðaleika en það var á leikunum í Andorra árið 2005. Sex íslenskir þjálfarar hafa farið einu sinni með konurnar á Smáþjóðaleika.
Meira