27 jún. 2002Lið Íþróttafélags Grindavíkur, ÍG sem lék í 1. deild karla sl. vetur hefur ákveðið að taka ekki þátt í deildinni næsta keppnistímabil. Félagið hefur sótt um að leika í 2. deild. Jafnframt hefur Íþróttafélag Vestmannaeyja, ÍV, sem vann sér rétt til þátttöku í 1. deild á næsta keppnistímabili með því að lenda í 2. sæti í úrslitakeppni 2. deildar, ákveðið að taka ekki sæti sitt í 1. deild heldur leika í Suðurlandsriðli 2. deildar á næsta keppnistímabili. Mótanefnd KKÍ hefur ákveðið að lið Selfoss, sem var í 9. sæti 1. deildar á sl. keppnistímabili og lið Ungmennafélags Hrunamanna sem varð í 3. sæti í úrslitakeppni 2. deildar taki sætin tvö í 1. deild sem losna við brotthvarf ÍG og ÍV.