Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

KR deildarmeistari 1. deildar kvenna 2017-2018

2 mar. 2018Á morgun, laugardaginn 3. mars, mun KR leika sinn síðasta heimaleik í deildarkeppninni í ár þegar liðið tekur á móti ÍR kl. 16:30 í DHL-höllinni í Vesturbænum. Að leik loknum mun KR fá afhendann deildarmeistaratitilinn fyrir 1. deild kvenna á þessu tímabili en liðið er nú þegar búið að tryggja sér fyrsta sæti deildarinnar. Liðið hefur leiki 22 leiki af 24 á tímabilinu og er lang efst með fullt hús stiga, eða 44 stig.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Leikir kvöldsins

2 mar. 2018Í kvöld lýkur 20. umferð Domino's deildar karla með þremur leikjum og í kjölfarið tekur við Domino's körfubolta kvöld á Stöð 2 Sport þar sem farið verður yfir gang mála í deildunum karla og kvenna. Stöð 2 Sport verður fyrir norðan í kvöld og sýnir beint frá Síkinu á Sauðárkróki frá leik Tindastóls og KR. Leikir kvöldsins í Domino's deild karla:Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Þrír leikir í kvöld kl. 19:15

1 mar. 2018Í kvöld eru þrír leikir á dagskránni í Domino's deild karla en leikirnir hefjast allir kl. 19:15. Stöð 2 Sport sýnir beint frá TM höllinni að Sunnubraut frá nágrannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur. 🍕Domino's deild karla í kvöld: ⏰19:15 🏀Keflavík - Njarðvík · Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀Haukar - Stjarnan 🏀Grindavík - ÍR #korfubolti #dominos365Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 28.02.2018

1 mar. 2018Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir þrjú mál í vikunni.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Leikir kvöldsins

28 feb. 2018Í kvöld fer fram heil umferð í Domino's deild kvenna með fjórum viðureignum sem hefjast allar kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Smáranum í Kópavogi og sýnir beint frá leik Breiðabliks og Vals. Lifandi tölfræði á sínum stað frá öllum leikjum kvöldsins. Leikir kvöldsins kl. 19:15: 🏀 Stjarnan-Haukar 🏀 Skallgrímur-Njarðvík 🏀 Keflavík-Snæfell 🏀 Breiðablik-Valur · Sýndur beint á Stöð 2 Sport #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Kærar þakkir fyrir stuðninginn og aðstoðina!

26 feb. 2018Góð landsliðshelgi er að baki með tveimur sætum sigrum strákanna okkar á Finnum og Tékkum. Staðan í riðlinum okkar er galopin og allt getur gerst ennþá en síðustu tveir leikir þessarar riðlakeppni lýkur í lok júní og byrjun júlí þegar við mætum Búlgörum og Finnum á þeirra heimavelli.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni HM karla 2019: Ísland leggur Tékkland á heimvelli!

25 feb. 2018Íslenska landslið karla vann í kvöld Tékkland í öðrum leik sínum í undankeppni HM karla 2019 í Laugardalshöllinni. Þetta er eitt sterkasta landslið sem Ísland hefur unnið en Tékkar eru efstir í styrkleikaflokki riðilsins og hafa verið að ná mjög góðum árangri undanfarin ár. Frábær liðssigur hjá okkar strákum í kvöld þar sem allir lögðu hönd á plóg og má segja að frábær vörn hafi verið lykillinn að sigrinum í kvöld. Meira
Mynd með frétt

Undankeppni HM karla 2019: ÍSLAND-TÉKKLAND í dag kl. 16:00 í Höllinni

25 feb. 2018Í dag, sunnudaginn 25. febrúar, er komið að seinni leik íslenska karlalandsliðisins þessum landsliðsglugga í undankeppni HM 2019 í Laugardalshöllinni. Þá mætir liðið Tékklandi kl. 16:00 og verður leikurinn sýndur beint á RÚV. Sama lið mun leika í dag og var í sigurleiknum gegn Finnum á föstudaginn var. #TakkLogi Leikurinn á morgun mun verða kveðjuleikur Loga Gunnarssonar, þegar hann mun leika sinn síðasta landsleik, áður en hann leggur skónna á hilluna. Þetta mun verða hans 147. landsleikur og er hann fjórði landsleikjahæsti leikmaður íslenskrar körfuknattleikssögu.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni HM karla 2019: Ísland-Tékkland á morgun · Sunnudaginn 25. febrúar kl. 16:00

24 feb. 2018Á morgun, sunnudaginn 25. febrúar, leikur Íslenska karlalandsliðið seinni leik sinn í þessum landsliðsglugga í undankeppni HM 2019 í Laugardalshöllinni. Þá mætir liðið Tékklandi kl. 16:00 og verður leikurinn sýndur beint á RÚV. Craig Pedersen og aðstoðarþjálfar hans hafa valið sama lið og lék gegn Finnum í gær fyrir leikinn á morgun. Þá var Tryggvi Snær Hlinason í liðinu, en hann náði ekki til landsins í tæka tíð, þar sem flugi hans í hádeginu í gær var frestað til kvöldsins vegna veðurs. Nú hinsvegar er hann kominn til landsins og verður því með á morgun. Meira
Mynd með frétt

Undankeppni HM karla 2019: Íslenskur sigur gegn Finnlandi

24 feb. 2018Ísland lék gegn Finnlandi í gær í þriðja leik sínum í undankeppni HM karla sem fram fer árið 2019. Liðin mættust síðast í Helsinki á EuroBasket 2017 í september og þar höfðu heimamenn sigur í lokaleik mótsins. Nú var komið að leik á heimavelli Íslands í Laugardalshöllinni. Leikurinn byrjaði fjörlega og var skemmtilegur. Í hálfleik leiddi Ísland með einu stigi 39:38. Finnland átti góðan þriðja leikhluta og komst 10 stigum yfir á tímabili. Okkar strákar héldu áfram sínum leik og hægt og rólega var leikurinn orðinn jafn og lokaleikhlutinn hálfnaður. Eftir að hafa unnið upp muninn héldu okkar strákar áfram og komumst sjö stigum yfir og lögðu grunninn að sigri sínum í gær með frábæri vörn og skilvirkum sóknarleik. Lokatölur 81:76 fyrir Íslandi og liðið því einn sigur og tvö töp þegar þrír leikir eru eftir í undankeppninni.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni HM 2019: Komið að leikdegi gegn Finnlandi!

23 feb. 2018Í dag er komið að fyrri leik íslenska karlalandsliðsins í undankeppni HM 2019 í þessum febrúar glugga. Leikur Íslands og Finnlands hefst kl. 19:45 í kvöld í Laugardalshöllinni og verður leikurinn sýndur beint á RÚV2 og hefst útsending kl. 19:15. Von er á góðri stemmningu á leiknum og miklum stuðningi við íslenska liðið, en 50 finnskir áhorfendur eru komnir til landsins til að styðja við bakið á sínu liði í Höllinni. Miðasala er á meðan miðar endast á tix.is og síðan við hurð á leikstað.Meira
Mynd með frétt

Ísland-Finnland fyrir 12 árum

22 feb. 2018Á skrifstofu KKÍ fannst nýlega leikskrá frá leik Íslands og Finnlands hér á landi frá árinu 2006. Þá mættust Ísland og Finnland í Laugardalshöllinni í undankeppni þess sem þá hét B-deild Evrópukeppninnar. Með Íslandi og Finnlandi þá voru Georgía, Lúxemborg og Austurríki einnig með okkur í riðli.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni HM karla 2019: Lið Íslands gegn Finnlandi á morgun

22 feb. 2018Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans, Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hafa valið þá 12 leikmenn sem leika gegn Finnlandi í undankeppni HM 2019. Leikurinn fer fram á morgun, föstudaginn 23. febrúar, og hefst hann kl. 19:45 í Laugardalshöllinni. Miðasala er í fullum gangi á Tix.is og er von á virkilega góðri stemmningu í Höllinni. KKÍ hvetur íslenska körfuknattleiksaðdáendur til að fjölmenna á leikinn! Þeir tólf leikmenn sem valdir eru núna leika sem áður segir gegn Finnlandi á morgun, en síðan verður mögulega, liðinu breytt eitthvað fyrir seinni leikinn gegn Tékklandi á sunnudaginn kl. 16:00. Leikmennirnir 12 gegn Finnlandi eru:Meira
Mynd með frétt

Sigmundur Már dæmir Danmörk - Albanía í kvöld

22 feb. 2018Sigmundur Már Herbertsson dæmir leik Danmerkur og Albaníu í Danmörku í kvöld. Um er að ræða leik í undankeppni EuroBasket 2021. Sigmundur er aðaldómari kvöldsins og með honum dæma Ville Selkee frá Finnlandi og Konstantin Simonow frá Þýskalandi. Eftirlitsmaður leiksins er Mlodrag Licina frá Serbíu. Leikurinn fer fram í Naestved í Danmörku og hefst kl. 18:15 að dönskum tíma. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld: Þrír leikir kl. 19:15

21 feb. 2018Í kvöld, miðvikudaginn 21. febrúar fara fram þrír leikir í Domino's deild kvenna og hefjast þeir allir kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður á Ásvöllum í DB Schenkerhöllinni, og sýnir beint frá leik Hauka og Keflavíkur. Leikir kvöldsins · Domino's deild kvenna Haukar - Keflavík · Sýndur beint á Stöð 2 Sport Njarðvík-Breiðablik Stjarnan-Skallagrímur #korfubolti Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 21.02.2018

21 feb. 2018Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir þrjú mál í vikunni.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni HM karla 2019: Miðasalan á Tix.is á ISL-FIN og ISL-TÉK um helgina

20 feb. 2018Framundan eru tveir heimaleikir íslenska karlalandsliðisins í körfuknattleik en liðið leikur tvo leiki í undankeppni HM karla þegar Ísland mætir Finnlandi föstudaginn 23. febrúar kl. 19:45 og síðan Tékkum sunnudaginn 25. febrúar kl. 16:00. Báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni. Miðasala er hafin á báða leikina á tix.is: ÍSLAND-FINNLAND · Föstudaginn 23. febrúar kl. 19:45 · Miðasala á TIX:IS. Leikurinn verður sýndur beint á RÚV2 ÍSLAND-TÉKKLAND · Sunnudaginn 25. febrúar kl. 16:00 · Miðasala á TIX:IS. Leikurinn verður sýndur beint á RÚV KKÍ hvetur alla körfuknattleiksaðdáendur til að fjölmenna og styðja við bakið á liðinu en það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að með góðum stuðningi á heimavelli hefur okkar liðum gengið vel. Strákarnir okkar ætla sér að leiðrétta tvö töp í nóvemberglugganum gegn Tékkum og Búlgaríu og mæta tilbúnir til leiks og sækja til sigurs. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Undankeppni HM karla 2019: 17 manna leikmannahópur Íslands fyrir leikina tvo

20 feb. 2018Á blaðamannafundi í hádeginu í dag var kynnt hvaða 17 leikmenn Craig Pedersen þjálfari og aðstoðarþjálfarar hans hafa valið til æfinga næstu daga. Liðið undirbýr sig nú að kappi fyrir landsleikina tvo gegn Finnum og svo Tékkum föstudag og sunnudag 23. og 25. febrúar í Laugardalshöllinni. Eftirtaldir leikmenn skipa hópinn: Leikmennirnir, félagslið og landsleikirMeira
Mynd með frétt

Undankeppni HM karla 2019: Blaðamannafundur í dag kl. 12:30 í Laugardalnum

20 feb. 2018Íslenska karlalandsliðið leikur tvo landsleiki í undankeppni HM karla um næstu helgi en Ísland mætir Finnlandi föstudaginn 23. febrúar kl. 19:45 og síðan Tékkum sunnudaginn 25. febrúar kl. 16:00. Miðasala er hafin á báða leikina á tix.is á Ísland-Finnland, föstudaginn 23. febrúar kl. 19:45 · Miðasala á TIX:IS. og á Ísland-Tékkland á sunnudaginn 25. febrúar kl. 16:00 Miðasala á TIX:IS. Á fundinum verða leikmenn úr æfingahópnum til taks og þeir kynntir og þá verða þjálfarar íslenska liðsins hér til taks einnig fyrir viðtöl. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Undankeppni HM karla 2019 · Miðaafhending til korthafa á þriðjudaginn 20. febrúar

19 feb. 2018KKÍ auglýsir miðaafhendingu til korthafa fyrir landsleikina sem framunan eru hjá karlalandsliðinu. Allir handhafar aðgönguskírteina/boðskorta KKÍ þurfa að nálgast miða sína á landsleikina tvo í undankeppni HM karla fyrirfram en Ísland mætir Finnlandi föstudaginn 23. febrúar kl. 19:45 og síðan Tékkum sunnudaginn 25. febrúar kl. 16:00. Ekki verður hleypt inn á leikdegi gegn framvísun aðgönguskírteina/boðskorta við hurð, heldur verður aðeins tekið við fyrirfram prentuðum miðum á viðburðinn. Handhafar aðgönguskírteina/boðskorta geta sótt miðana fyrir úrslitaleikina í eigin persónu þriðjudaginn 20. febrúar á skrifstofu KKÍ á milli kl. 09:00 og 16:00. EINNIG ER SKÝRT TEKIÐ FRAM AÐ ENGA MIÐA VERÐUR HÆGT AÐ NÁLGAST EFTIR AFHENDINGARDAGINN SÍMLEIÐIS, MEÐ TÖLVUPÓSTI EÐA ÖÐRUM SKILABOÐUM TIL STARFSMANNA SAMBANDSINS.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira