Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · KR-Valur í beinni á Stöð 2 Sport

28 nóv. 2018Domino's deild kvenna býður upp á tvo leiki í kvöld kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í DHL-höllinni og sýnir slag Reykjavíkurliðanna KR og Vals í beinni. Þá verða Haukar með netútsendingu frá Ásvöllum. Leik Skallagríms og Keflavíkur hefur verið frestað v/ veðurs. 🍕 Domino's deild kvenna í kvöld 🗓 Mið. 28. nóv. 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 19:15 🏀 KR-VALUR 📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 HAUKAR-BREIÐABLIK ➡️ tv.haukar.isMeira
Mynd með frétt

Landslið karla · Miðaafhending fyrir leikinn gegn Belgíu til korthafa

26 nóv. 2018KKÍ auglýsir miðaafhendingu til korthafa fyrir landsleik karla sem fram fer á fimmtudaginn kemur. Allir handhafar aðgönguskírteina/boðskorta KKÍ þurfa að nálgast miða sína fyrirfram en Ísland mætir Belgíu fimmtudaginn 29. nóvember kl. 19:45 í Laugardalshöllinni. Ekki verður hleypt inn á leikdegi gegn framvísun aðgönguskírteina/boðskorta við hurð, heldur verður aðeins tekið við fyrirfram útgefnum miðum á viðburðinn. Handhafar aðgönguskírteina/boðskorta geta sótt miðana sína rafrænt á netinu fram að leik með því að slá inn kennitölu sína (án bandstriks)Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · Keflavík-Snæfell í beinni á Stöð 2 Sport

25 nóv. 2018🍕 Domino's deild kvenna í kvöld 🗓 Sun. 25. nóvember 🖥 Lifandi tölfræði á kki.is ​ ⏰ 19:15 🏀 Keflavík-Snæfell ➡️📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 Valur-Haukar 🏀 Stjarnan-KR #korfubolti #dominosdeildin ​Meira
Mynd með frétt

Landslið karla · Æfingahópurinn fyrir leikinn gegn Belgíu

23 nóv. 2018Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik, Craig Pedersen, og hans aðstoðarþjálfarar Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson, hafa valið 16 manna æfinghóp fyrir landsleikinn gegn Belgíu sem fram fer fimmtudaginn 29. nóvember í Laugardalshöllinni. Um er að ræða annan leik liðsins í forkeppni EuroBasket 2021 en leikið er um sæti í riðlakeppninni sem hefst næsta haust. Ísland leikur einn leik í þessum landsliðsglugga og á svo tvo síðustu leiki sína í febrúar 2019, einn heima og einn úti.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Þrír leikir í kvöld og Domino's körfuboltakvöld

23 nóv. 2018Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino's deild karla og hefjast þeir allir á sitthvorum tímanum. Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki beint í kvöld og Haukar-TV einn á netinu. Í lok kvölds er svo komið að Domino's Körfuboltakvöldinu þar sem leikir síðustu umferða karla og kvenna verða gerðir upp og helstu tilþrif sýnd. 🍕 Domino's deild karla í kvöld · 3 leikir 🗓 Fös. 23. nóv. 🖥 Lifandi tölfræði á kki.isMeira
Mynd með frétt

Dregið í Geysisbikar yngri flokka - 16-liða úrslit

23 nóv. 2018Búið er að draga í 16-liða úrslit Geysisbikars yngri flokka.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · 3 leikir í kvöld

22 nóv. 2018Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino's deild karla kl. 19:15. Stöð 2 Sport sýnir beint frá leik Þórs Þ. og Skallagríms í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. KRTV.is verður svo með netútsendingu til áskrifenda sinna frá KR-Grindavík úr DHL-höllinni og tindastolltv.com verður með opna útsendingu frá leik Tindastóls og ÍR í Síkinu á Sauðárkróki.Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 23.11.2018

22 nóv. 2018Aga og úrskurðarnefnd tók fyrir eitt mál í vikunni.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna: Undankeppninni lauk með hörkuleik

21 nóv. 2018Ísland mætti Bosníu í kvöld í lokaleik undankeppni EM 2019 sem fer fram í Lettlandi og Serbíu næsta sumar. Bosnía þurfti fyrir leikinn að vinna Ísland með yfir 40 stigum til að eiga möguleika á að fara áfram á meðan okkar stelpur voru úr leik.​Meira
Mynd með frétt

Aðalsteinn Hjartarson og Jóhannes Friðriksson dæma í Manchester

21 nóv. 2018Aðalsteinn Hjartarson​, FIBA dómari og Jóhannes Páll Friðriksson, FIBA dómari dæma í kvöld leik Bretlands gegn Portúgal í undankeppni fyrir EuroBasket 2019 kvenna. Leikurinn fer fram í Manchester og hefst kl. 19:00. Aðalsteinn er aðaldómari leiksins og Jóhannes Páll þriðji dómari. Er þetta fyrsti landsleikur sem Jóhannes Páll dæmir. Með sigri Bretlands komast þær á fyrsta sinn í sögunni á EuroBasket.Hægt er að fylgjast með leiknum hér.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna gegn Slóvakíu á morgun · 12 manna hópur

16 nóv. 2018Ívar Ásgrímsson og aðstoðarþjálfarar hans valið þá 12 leikmenn sem leika gegn Slóvakíu í undankeppni EM kvenna 2019. Leikurinn fer fram kl. 16:00 í Laugardalshöllinni og verður í beinni útsendingu á RÚV. Ragnheiður Benónísdóttir, Stjörnunni, Sigrún Björg Ólafsdóttir, Haukum og Sóllilja Bjarnadóttir, Breiðablik eru þeir leikmenn hvíla af þeim 15 sem eru í landsliðshópnum en þjálfarateymið hefur tök á að endurskoða valið fyrir seinni leikinn á miðvikudaginn kemur þegar liðið mætir Bosníu. Íslenska liðið er því þannig skipað:Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · 2 leikir í beinni á Stöð 2 Sport

16 nóv. 2018🍕 Domino's deild karla í kvöld 🗓 Fös. 16. nóv. 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 18:30 🎪 Mustad-höllin 📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 GRINDAVÍK-NJARÐVÍK ⏰ 20:15 🎪 Mathús Garðarbæjar-höllin 📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 STJARNAN-TINDASTÓLL ⏰ 22:10 ➡️ Körfuboltakvöld Domino's beint á eftir seinni leiknum! #korfubolti #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld

15 nóv. 2018Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino's deild karla kl. 19:15. 🍕 Domino's deild karla í kvöld 🗓 Fim. 15. nóv. 🖥 Lifandi tölfræði á kki.is ⏰ 19:15 🏀 Breiðablik-Þór Þ. 🏀 Skallagrímur-Keflavík 🏀 KR-Haukar ➡️📺 Sýndur beint á netinu á KRTV.isMeira
Mynd með frétt

Félagskiptaglugginn lokar tímabundið á miðnætti í kvöld til áramóta: Gildir fyrir 20 ára og eldri

15 nóv. 2018​Samkvæmt reglugerð KKÍ um félagaskipti mun félgaskiptaglugginn loka í kvöld á miðnætti 15. nóvember fyrir leikmenn eldri en 20 ára. fram til 1. janúar 2018. Í 3. gr. um tímabil félagaskipta segir: Félagaskipti í meistaraflokki karla og kvenna ásamt unglingaflokki karla og kvenna eru heimil frá og með 1. júní til og með 15. nóvember en óheimil frá og með 16. nóvember til og með 31. desember. Þau eru svo heimil frá og með 1. janúar til og með 31. janúar en óheimil frá 1. febrúar til og með 31. maí. Félagaskipti eru frjáls í öllum öðrum flokkum KKÍ, nema frá og með 1. febrúar til og með 31. maí ár hvert en á þeim tíma eru öll félagaskipti óheimil. Vert er að benda á að venslasamningar lúta sömu reglum og félagaskipti leikmanna og að þeir gilda fyrir leikmenn til 24 ára aldurs og fyrir þá sem eru 20 til 24 ára, og ætla að verða löglegir með venslafélögum, þurfa því að huga að því fyrir 15. nóvember.Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 14.11.2018

14 nóv. 2018Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eitt mál í vikunni.Meira
Mynd með frétt

Davíð Tómas dæmir í Belgíu í kvöld

14 nóv. 2018Davíð Tómas Tómasson, FIBA dómari dæmir leik Spirou Basket gegn Istanbul BBSK í Euro Cup í kvöld miðvikudag 14. nóvember. Leikurinn fer fram í Charleroi í Belgíu og hefst leikurinn kl. 20:30 að staðartíma (19:30 að ísl.tíma). Hægt er að fylgjast með leiknum hér. Davíð Tómas hefur verið mikið á ferðinni í haust og er þetta sjötti leikurinn sem hann dæmir erlendis þetta keppnistímabilið. Það er óhætt að segja að dómarastarfið sé spennandi starf. ​Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · ÍR-Valur í kvöld

14 nóv. 2018Einn leikur er á dagskránni í kvöld í Domino's deild karla þegar Reykjavíkurliðin ÍR og Valur mætast í Hertz-hellinum í Seljaskóla kl. 19:15. Þetta er fyrsti leikurinn 7. umferð deildarinnar og fara aðrir leikir svo fram á morgun fimmtudag og föstudag. Landsleikjahlé er í Domino's deild kvenna næstu tvær vikurnar en í kvöld á eftir leik kvöldsins verður sérstakur uppgjörsþáttur (Fyrsti af fjórum á þessu tímabili). Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 🍕 Domino's deild karla 🗓 Miðvikudagurinn 14. nóv. 🖥 Lifandi tölfræði á kki.is ⏰ 19:15 🏀ÍR-Valur ​ #korfubolti #dominosdeildin​Meira
Mynd með frétt

Lykill og KKÍ framlengja samstarf sitt til næstu tveggja ára

13 nóv. 2018Á æfingu kvennalandsliðsins í dag var skrifað undir nýjan samstarfsaðilasamning á milli KKÍ og Lykils til næstu tveggja ára. Lykill hefur verið öflugur samstarfsaðili KKÍ síðustu ára og það er afar ánægjulegt að Lykill verði áfram hluti af samstarfsaðilum KKÍ.Meira
Mynd með frétt

KKÍ auglýsir miðaafhendingu til korthafa fyrir landsleikina sem framunan eru hjá kvennalandsliðinu

13 nóv. 2018Allir handhafar aðgönguskírteina/boðskorta KKÍ þurfa að nálgast miða sína á landsleikina tvo í undankeppni EM kvenna 2019 fyrirfram en Ísland mætir Slóvakíu laugardaginn 17. nóvember kl. 16:00 og síðan Bosníu miðvikudaginn 21. nóvember kl. 19:45. Ekki verður hleypt inn á leikdegi gegn framvísun aðgönguskírteina/boðskorta við hurð, heldur verður aðeins tekið við fyrirfram útgefnum miðum á viðburðinn. Handhafar aðgönguskírteina/boðskorta geta sótt miðana sína á landsleikina báða rafrænt á netinu á morgun, miðvikudaginn 14. nóvember, milli kl. 09:00 og 17:00.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Þrír leikir í kvöld kl. 19:15

11 nóv. 2018Þrír leikir fara fram í Domino's deild kvenna í kvöld kl. 19:15. Lifandi tölfræði verður frá öllum leikjum kvöldsins á kki.is. 🏀Skallagrímur-Valur 🏀Snæfell-Breiðablik 🏀Stjarnan-Keflavík #korfubolti #dominosdeildinMeira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira