Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Dómaranefnd kynnir reglubreytingar FIBA

30 ágú. 2018Laugardaginn 15. september kl. 13:00 boðar Dómaranefnd KKÍ til fundar með þjálfurum félaganna vegna nýju reglubreytinganna sem stjórn FIBA samþykkti fyrr í sumar.Meira
Mynd með frétt

Landsliðsæfingahópur karla · Haust 2018

23 ágú. 2018Þjálfari landsliðs karla, Craig Pedersen, og aðstoðarþjálfarar hans Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson, hafa boðað leikmenn til æfinga í lok mánaðarins. Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Noregi í Bergen en norska körfuknattleikssambandið fagnar 50 ára afmæli sínu í ár og bíður Íslandi í heimsókn sem verður um leið liður í undirbúningi Íslands fyrir leiki í forkeppni að EuroBasket 2021 (EM) í vetur. Fyrsti leikur Íslands verður í Portúgal þann 16. september, og svo verða næst tveir leikir í nóvember og tveir í febrúar 2019. Fyrst verður hópur leikmenn boðaðir til æfinga dagana 30.-31 ágúst. Þeir leikmenn sem valdir verða fyrir leikina gegn Noregi æfa svo áfram 1. september og halda svo út til Noregs 2.-4. september. Þeir leikmenn sem ekki verða valdir ljúka þar með í bili sinni þátttöku með landsliðinu fyrir leikinn í landsliðsglugganum í september.Meira
Mynd með frétt

Afreksbúðir KKÍ · Seinni helgin 25.-26. ágúst

20 ágú. 2018Seinni helgi Afreksbúða KKÍ fara fram um næstu helgi. Afreksbúðirnar eru undanfari að U15 ára landsliði Íslands en þar mun yfirþjálfari ásamt vel völdum gestaþjálfurum stjórna ýmsum tækniæfingum. Afreksbúðir í ár eru fyrir ungmenni fædd 2004 og voru leikmenn boðaðir til æfinga í vor á fyrri helgina af yfirþjálfurunum en um 50-60 leikmenn fá boð úr þessum eina árgangi. Yfirþjálfarar Afreksbúða 2018 eru þeir Lárus Jónsson hjá drengjum og Kristjana Eir Jónsdóttir hjá stúlkum. Síðari æfingahelgin verður dagana 25.-26. ágúst og verður æft í íþróttahúsinu á Álftanesi. Dagskrá seinni helgarinnar verður eftirfarandi:Meira
Mynd með frétt

Úrvalsbúðum 2018 lokið

20 ágú. 2018Um helgina fóru fram seinni æfingahelgi Úrvalsbúða drengja og stúlkna og voru þær haldnar í Smáranum Kópavogi og á Ásvöllum í Hafnarfirði. Alls voru um 740 krakkar boðaðir til æfinga í sumar og var met mæting í sumar. Yfirþjálfarar búðanna, Ingi Þór Steinþórsson hjá strákum og Ólöf Helga Pálsdóttir hjá stelpunum, stýrðu tækniæfingum ásamt aðstoðarþjálfurum sínum en þrír árgangar leikmanna fæddir 2005, 2006 og 2007 voru í búðunum í ár. Meira
Mynd með frétt

EM · U16 ára landslið stúlkna á leið á EM í Svartfjallalandi

14 ágú. 2018U16 ára landsliðs stúlkna hélt út í morgun til Svartfjallalands þar sem þeir mun leika á Evrópumóti FIBA dagana 16.-25. ágúst. Liðið ferðast í dag og æfir og kemur sér fyrir á morgun áður en fyrsti leikur hefst á fimmtudaginn. Stelpurnar okkar leika í riðli með fimm þjóðum, Bretlandi, Grikklandi, Makedóníu, Svíþjóð og heimastúlkum frá Svartfjallalandi. Eftir keppni í riðlinum verður leikið um öll sæti keppninnar í úrslitakeppni. Alls eru 23 lið í B-deild Evrópukeppninnar þar sem Ísland tekur þátt. 16 lið leika í A-deild og 8 lið í C-deild og því 47 af 51 evrópulöndum innan FIBA sem taka þátt í U16 keppni stúlkna í ár. Leikjaplan liðsins í riðlakeppninni er sem hér segir: (allir tímar að neðan að íslenskum tíma. GMT+2 í Svartfjallalandi)Meira
Mynd með frétt

Úrvalsbúðir 2018 · Seinni helgin 18.-19. ágúst

9 ágú. 2018Síðustu sumur hefur KKÍ staðið fyrir æfingabúðum fyrir úrvalshóp ungmenna. Úrvalshópurinn er undanfari yngri landsliða Ísland þar sem unglingalandsliðsþjálfarar ásamt vel völdum gestaþjálfurum fara yfir ýmis tækniatriði og stjórna stöðvaæfingum þar sem meðal annars verða æfð skottækni, sendingar, boltameðferð og sóknarhreyfingar. Úrvalsbúðirnar í ár eru fyrir ungmenni fædd 2005, 2006 og 2007 og að venju er æft á tveimur helgum. Sú fyrri fór fram í lok maí og 18.-19. ágúst er komið að þeirri síðari. ​ Dagskráin sú sama og á fyrri helginni en staðsetning hjá stelpum verður í Smáranum að þessu sinni. Strákar verða aftur á Ásvöllum líkt og síðast. ​ Seinni helgin · 18.-19. ágúst · Staðsetningar seinni helgar í ágúst: · Drengir verða DB Schenkerhöllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði. · Stúlkur verða í Smáranum í Kópavogi. Meira
Mynd með frétt

EM: U16 drengir komnir til Bosníu · Fyrsti leikur á morgun

8 ágú. 2018Í gærmorgun héldu leikmenn og fylgdarlið í U16 ára landsliðs drengja út til Sarajevo í Bosníu þar sem þeir mun leika á Evrópumóti FIBA dagana 9.-18. ágúst. Liðið ferðaðist í gær og í dag eru þeir að koma sér fyrir og taka æfingu og hefja svo leik á morgun. Strákarnir okkar leika í riðli með Finnlandi, Póllandi, Ungverjalandi, Búlgaríu og Kýpur en eftir að honum lýkur verður leikið um öll sæti keppninnar í úrslitakeppni. Alls eru 24 lið í B-deild Evrópukeppninnar þar sem Ísland tekur þátt. 16 lið leika í A-deild og 10 lið í C-deild og því 50 af 51 evrópulöndum innan FIBA sem taka þátt í U16 keppni drengja í ár.Meira
Mynd með frétt

Söfnun sett af stað fyrir dóttur Halldórs Geirs

7 ágú. 2018KKÍ hvetur alla í körfuknattleiksfjölskyldunni til að taka þátt í söfnun sem sett hefur verið af stað af aðilum innan körfuknattleiksfjölskyldunnar til styrktar Kristínar sem er dóttir Halldórs Geirs Jenssonar, körfuknattleiksdómara, en hún glímir við erfið veikindi um þessar mundir sem komu í ljós í júní. Margt smátt gerir eitt stórt og þeir sem eru aflögufærir eru hvattir til að taka þátt. Upphæðin sjálf er aukaatriði en aðalmálið er að sýna fjölskyldunni samhug á þessum erfiða tíma eins og körfboltafjölskyldan hefur áður gert. Stefnt er að því að fhenda fjölskyldunni upphæðina sem safnast um miðjan ágúst en öll framlög eru nafnlaus og það mun ekki koma fram upphæð hvers og eins heldur fylgir upphæðinni sem safnast listi með nöfnum þeirra sem tóku þátt. Slíkt sýnir fjölskyldunni fyrst og fremst að við erum að hugsa hlýlega til þeirra á þessum erfiða tíma.Meira
Mynd með frétt

Skráning hafin í elstu yngri flokka og neðri deildir

1 ágú. 2018Skráning er hafin í Íslandsmót og bikarkeppnir 2. og 3. deild karla, unglingaflokk karla, stúlknaflokk, drengjaflokk og 10. flokk fyrir keppnistímabilið 2018-19Meira
Mynd með frétt

Unglingaráðsfundur KKÍ og félaganna 31. ágúst

1 ágú. 2018Föstudaginn 31. ágúst n.k. fer fram unglingaráðsfundur KKÍ og félaganna.Meira
Mynd með frétt

EM: U18 stúlkur halda til Austurríkis á morgun

31 júl. 2018Á morgun, miðvikudaginn 1. ágúst er komið að brottför U18 ára liðs stúlkna á Evrópumót FIBA en liðið heldur til Austurríkis þar sem leikið verður í þrem borgum, Oberwart, Gussing og Furstenfeld dagana 3.-12. ágúst. ​ Stelpurnar okkar leika í riðli með Finnlandi, Georgíu, Kýpur, Portúgal og Rúmeníu. Eftir fimm leiki í riðlinum verður svo leikið um öll sæti keppninnar. Leikjaplan liðsins í riðlakeppninni er sem hér segir:Meira
Mynd með frétt

EM U18 drengir: Allt undir í kvöld

31 júl. 2018Erfið byrjun hjá U18 kk í Makedóníu en enn von um að leika um sæti 9. - 16.Meira
Mynd með frétt

Unglingalandsmót UMFÍ

30 júl. 2018Unglingalandsmót UMFÍ fer fram í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. Mótið er fyrir 11 – 18 ára. Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni taka þátt í fjölmörgum íþróttagreinum. Í boði eru meira en 20 greinar, allt frá knattspyrnu og körfubolta, strandblaks, mótocross til fimleika, dorgveiði, sandkastalagerðar og kökuskreytinga. Á kvöldin eru tónleikar með landsþekktu tónlistarfólki eins og Jóa Pé og Króla, hljómsveitinni Between Mountains, Herra Hnetusmjöri og Jóni Jónssyni og mörgum fleirum.Meira
Mynd með frétt

EM U18 drengir: Hefja leik í Makedóníu í dag

27 júl. 2018U18 lið drengja hefur keppni í B-deild Evrópukeppninnar sem haldin verður í Skopje í Makedóníu í dag kl. 16:45 á móti Makedóníu. Mótið fer fram 27. júlí-5. ágúst og mæta strákarnir okkar í riðlakepninni Makedóníu, Tékklandi, Hollandi, Luxembourg, Ísrael og Svíþjóð. Eftir riðlakeppnina verður svo leikið um sæti en þrjár efstu þjóðirnar tryggja sér sæti í A-deild U18 á næsta ári. 49 af 51 þjóð innan FIBA Europe senda lið til keppni í Evrópukeppni U18 karla, 16 þjóðir eru í A-deild, 24 í B-deild og 9 í C-deild.Meira
Mynd með frétt

EM: U20 karla hefur leik á morgun

13 júl. 2018Á morgun, laugardaginn 14.júlí mun U20 karlalandsliðið hefja leik í A-deild Evrópukeppninnar sem haldin verður í Chemnitz í Þýskalandi.Meira
Mynd með frétt

Dómaraflotinn á ferð og flugi í sumar

11 júl. 2018Það er nóg að gera í alþjóðlegum verkefnum hjá dómurum, leiðbeinendum og eftirlitsmönnum KKÍ í sumar. Kristinn Óskarsson, FIBA leiðbeinandi var á Ítalíu í byrjun júní þar sem hann sat árlegt námskeið FIBA leiðbeinanda. Sigurður Jónsson, Helgi Jónsson og Gerorgia Olga Kristiansen dæmdu á U15 æfingamótinu í Kaupmannahöfn þar sem að Ísland átti fjögur 15 ára lið. Meira
Mynd með frétt

Landsmót UMFÍ

10 júl. 2018Landsmótið er sannkölluð íþróttaveisla sem fram fer á Sauðárkróki um næstu helgi 12. - 15. júlí 2018. Á mótinu er hægt að velja fleiri en 30 íþróttagreinar auk skemmtunar og fróðleiks. Fyrirkomulag mótsins er nýtt. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að kynnast nýjum íþróttagreinum, fá kennslu í þeim og taka fyrstu skrefin í nýrri hreyfingu. Þú setur saman þitt eigið Landsmót. Meira
Mynd með frétt

EM: U20 kvenna hefja leik á morgun

6 júl. 2018Á morgun, laugardag 7. júlí mun U20 kvennlandsliðið Íslands hefja leik á EM í B-deild sem haldin er í Ordadea í Rúmeníu. U20 kvennaliðið er fyrsta yngra landsliðið af sex sem hefur keppni á þessu sumri á EM en í kjölfarið á næstu dögum og vikum fara á EM U20 karlar, U18 stúlkur og drengir og U16 stúlkur og drengir.Meira
Mynd með frétt

Umsóknir vegna móta veturinn 2018-2019 í eftirfarandi flokkum: Minnibolti 10 og 11 ára, úrslit yngri flokka og félagsmót

3 júl. 2018Mótanefnd KKÍ auglýsir til umsóknar: a. Umsjón með minniboltamótum 10 og 11 ára, drengja og stúlkna b. Umsjón með úrslitum yngri flokka c. Helgar fyrir opin yngri flokka mót félaga ​ Umsóknarfrestur rennur út 8. ágúst fyrir allar umsóknir.Meira
Mynd með frétt

Umferðaröð næsta vetrar klár

3 júl. 2018Búið er að draga í töfluröð fyrir næsta keppnistímabil í Domino´s deildunum og 1. deildunum.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira