8 apr. 20248-liða úrslit Subway deildar kvenna hefjast í kvöld, mánudaginn 8. apríl, með tveim viðureignum og svo hefjast seinni tvær viðureignirnar á morgun þriðjudaginn 9. apríl.
Í kvöld fara fram fyrstu leikirnir í viðureignum Grindavíkur og Þórs Ak. og Njarðvíkur og Vals.
Á morgun hefja Keflavík og Fjölnir og Haukar og Stjarnan sínar viðureignir.
Gert er ráð fyrir að undanúrslit hefjist laugardaginn 27. apríl og sunnudaginn 28. apríl. Klárist allar viðureignir í þremur leikjum, þá verður horft til þess að hefja undanúrslit fyrr, ef kostur gefst að koma því fyrir í dagatali. Tímasetningar oddaleikja verða ákveðnar þegar fyrir liggur hvaða leikir, ef einhverjir, fara fram.
Allir leikir úrslitakeppni Subway deildar kvenna verða í beinni á Stöð 2 Sport.
· Lifandi tölfræði leikja er hérna
· Leikjaplan og tölfræði eftir leiki er hérna
Meira