19 ágú. 2025Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik tekur þátt á sínu þriðja EuroBasket sem fer fram 27. ágúst - 14. september. Riðlakeppnin fer fram 27. ágúst - 4. september og er leikið í í fjórum löndum, Kýpur, Lettlandi, Finnlandi og Póllandi. 16 liða úrslit eru leikinn í Lettlandi 6. - 14. september.
Riðill íslenska liðsins fara fram í Katowice í Póllandi og verður fyrsti leikur á móti Ísrael fimmtudaginn, 28. ágúst kl. 12:00 að íslenskum tíma.
Þjálfarateymi liðsins þeir Craig Pedersen, Baldur Þór Ragnarssonog Viðar Örn Hafsteinsson hafa gefið út hópinn sem fer á EuroBasket.
Meira