Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

1. deild karla | Sindri - Fjölnir | Frestað

31 okt. 2025Leik Sindra og Fjölnis í 1. deild karla sem var á dagskrá í kvöld hefur verið frestað þar sem lokað er á Hringvegi 1 undir Eyjafjöllum og yfir Reynisfjall að Vík ásamt veginum um Fagurhólsmýri. Leikurinn er kominn á dagskrá á morgun laugardaginn 1. nóvember kl.18:00.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 29 október 2025

30 okt. 2025 Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Öllu móthaldi frestað í dag vegna veðurs

28 okt. 2025Öllu mótahaldi hefur verið frestað hjá Körfuknattleikssambandi Íslands í dag þriðjudaginn 28. október. Yngri flokka leikir sem voru á dagskrá hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Leikir í Bónus deild kvenna sem voru á dagskrá í kvöld eru komnir á dagskrá miðvikudaginn 29.október kl.19:15.Meira
Mynd með frétt

Craig Pedersen endurráðinn sem landsliðsþjálfari karla til næstu fjögurra ára

22 okt. 2025KKÍ hefur framlengt samning sinn við Craig Pedersen, landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, til næstu fjögurra ára. Craig mun því leiða landsliðið fram yfir undankeppnir HM og EM fram til ársins 2029. Craig tók við starfi landsliðsþjálfara árið 2014 og hefur verið lykilmaður í uppbyggingu íslensks körfubolta á alþjóðavettvangi. Undir hans stjórn hefur liðið þrisvar tekið þátt í lokakeppni EuroBasket (Evrópumótsins), árin 2015, 2017 og 2025 – í fyrsta sinn í sögu Íslands árið 2015. Einnig hefur hann stýrt liðinu í fjölda undankeppna og alþjóðlegra verkefna með góðum árangri.Meira
Mynd með frétt

Breyting á reglugerð um félagaskipti

22 okt. 2025Stjórn KKÍ hefur gert breytingar á reglum um félagaskipti og taka breytingarnar strax gildi. Gerðar voru breytingar á þriðju (3) grein reglugerðar um félagaskipti og á grein fjörutíu og fimm (45) í reglugerð um körfukattleiksmót þar sem fjallað eru um bikarkeppni.Meira
Mynd með frétt

Norðurlandafundur haldinn í Reykjavík

20 okt. 2025Um nýliðna helgi fór fram Norðurlandafundur körfuknattleikssambandanna í Reykjavík á Grand Hótel en það eru körfuknattleikssambönd, Íslands, Danmerkur, Eistands, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar sem mynda þetta norðurlandsamstarf. Samstarf Norðurlandanna er mikið allt árið um kring en áratuga hefð er fyrir því að formlegur fundur landanna sé haldinn í október á hverju ári og skipast þá aðildarþjóðirnar á að halda fundinn, nú var komið að KKÍ að vera gestgjafi fundarins. Meira
Mynd með frétt

VÍS bikarkeppni karla | 32 liða úrslit

18 okt. 202532 liða úrslit VÍS bikars karla hefjast í dag með leik KR b og Vals og á morgun er Laugdælir/Uppsveitir – Ármann á dagskrá. Mánudaginn 20. október fara fram sjö leikir og lýkur 32 liða VÍS bikarúrslitum karla með leik Hattar og Tindastóls þann 27. október. Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 16 október 2025

16 okt. 2025 Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 8 október 2025

9 okt. 2025Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Bylting í tæknimálum

9 okt. 2025 Meira
Mynd með frétt

1. DEILD KARLA HEFST Í KVÖLD

9 okt. 2025Í kvöld hefst keppni í 1. deild karla þetta tímabilið með tveimur leikjum þegar Snæfell fær nýliða Fylkis í heimsókn og Höttur tekur á móti Skallagrím. Annað kvöld fara síðan fjórir leikir fram, Breiðablik tekur á móti Selfoss, KV fær Hamar í heimsókn, Haukar og Fjölnir mætast á Ásvöllum og Sindri heldur norður á Akureyri og mætir þar lið Þórs. Allir leikirnir hefjast kl.19:15. Sjáumst á vellinum! Meira
Mynd með frétt

VÍS BIKARKEPPNI | 32 LIÐA ÚRSLIT KARLA

6 okt. 2025Dregið var í 32 liða úrslit karla í Laugardalnum í dag. 32 liða úrslitin verða leikin dagana 19.-20. október nk. og dregið verður í 16 liða VÍS bikarúrslit karla og kvenna mánudaginn 3. nóvember. VÍS bikarúrslitin sjálf verða leikin dagana 3.-8. febrúar 2026 í Smáranum.Meira
Mynd með frétt

DREGIÐ VERÐUR Í 32 LIÐA ÚRSLIT VÍS BIKARKEPPNI KARLA KL.12:15 Í BEINNI

6 okt. 2025Dregið verður í 32 liða úrslit VÍS bikarkeppni karla í Laugardalnum í dag kl.12:15. Eftirfarandi lið verða í pottinum þegar dregið verður í 10 viðureignir. Bikardrátturinn verður í beinu streymi á Facebook síðu KKÍ.Meira
Mynd með frétt

Bónus deild karla| Valur – Tindastóll | frestað

3 okt. 2025Leik Vals og Tindastóls í Bónus deild karla sem var á dagskrá á morgun laugardaginn 4. október hefur verið frestað, þar sem flug Tindastóls var fellt niður í gær þegar liðið var á heimleið frá Munchen eftir góðan sigur í ENBL deildinni á miðvikudaginn. Leikurinn er kominn á dagskrá á mánudaginn 6. október kl.19:15. Meira
Mynd með frétt

1. DEILD KVENNA HEFST Í KVÖLD

3 okt. 2025Í kvöld hefst keppni í 1. deild kvenna þetta tímabilið með tveimur leikjum þegar Vestri og Selfoss mætast á Ísafirði kl.18:00 og Fjölnir og Njarðvík b kl.19:15. Á morgun mætast síðan KV og Snæfell kl.18:00. Leikur Þór Ak. og Stjörnunnar sem var einnig á dagskrá í 1. umferð hefur verið færður til 15. nóvember. Sjáumst á vellinum! Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 1 október 2025

2 okt. 2025 Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

BÓNUS DEILD KARLA HEFST Í KVÖLD

2 okt. 2025Í kvöld hefst keppni í Bónus deild karla þetta tímabilið með fjórum leikjum. Nýliðar ÍA fá Þór Þ. í heimsókn, KR taka á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar, Álftanes fær nýliða Ármanns í Kaldalónshöllina og ÍR heldur suður um sjó og heimsækir Keflvíkinga. Annað kvöld er síðan nágrannaslagur í HS-Orku höllinni í Grindavík þegar Grindavík og Njarðvík mætast. Allir leikirnir hefjast kl. 19:15 og eru í beinni útsendingu á Sýn Sport. Lokaleikur umferðarinnar fer síðan fram á laugardeginum 4. október kl.16:15 þegar bikarameistara Vals fá Tindastól í heimsókn á Hlíðarenda og er leikurinn í beinni útsendingu á Sýn Sport eins og allir leikir í Bónus deildum á keppnistímabilinu. Sjáumst á vellinum!Meira
Mynd með frétt

Tindastóll hefur leik í Evrópu í dag

1 okt. 2025Karlalið Tindastóls hefur í dag þátttöku í Norður Evrópudeildinni, ENBL, þegar þeir mæta lið BC Slovan Bratislava í Bratislava.Meira
Mynd með frétt

BÓNUS DEILD KVENNA HEFST Í KVÖLD

30 sep. 2025Í kvöld hefst keppni í Bónus deild kvenna þetta tímabilið með þremur leikjum. Stjarnan og bikarmeistarar Njarðvíkur ríða á vaðið og hefja tímabilið með leik í ÞG VERK höllinni kl.18:15. Nýliðaslagur verður í Laugardalshöll þegar Ármann og KR mætast og Tindastóll mætir í heimsókn til Íslandsmeistara Hauka á Ásvöllum. Annað kvöld mætast Keflavík og Valur og Hamar/Þór tekur á móti Grindavík. Allir þessir leikir hefjast kl.19:15 og eru í beinni útsendingu á Sýn Sport. Sjáumst á vellinum! Meira
Mynd með frétt

Stjarnan Meistari meistaranna 2025

29 sep. 2025Íslandsmeistarar Stjörnunnar sigruðu bikarmeistara Vals í ÞG Verk höllinni í gær, leikurinn endaði 90-89 Stjörnunni í vil. Atkvæðamestur fyrir Stjörnuna í leiknum var Ægir Þór Steinarsson með 30 stig og sjö stoðsendingar og þeir Luka Gasic og Giannis Agravanis skiluðu báðir 9 fráköstum og Luka bætti við 21 stigi og Giannis 18. Hjá Val skoraði Callum Lawson 24 stig og tók sjö fráköst og Frank Aron Booker setti 22 stig, tók 8 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira