Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

VÍS bikarkeppni karla | 8 liða úrslit

19 jan. 20258 liða úrslit í VÍS bikarkeppni karla hefjast í dag, sunnudaginn 19. janúar með nágrannaslag í Garðabænum þegar Álftanes tekur á móti Stjörnunni kl.19:15 og er leikurinn sýndur í beinni útsendingu á RÚV 2. Á morgun mánudaginn 20. janúar lýkur 8 liða úrslitum með þremur viðureignum sem hefjast allar kl.19:15. Bikarmeistarar Keflavíkur taka á móti Haukum, KR og Njarðvík eigast við á Meistaravöllum og 1. deildar lið Sindra fær Íslandsmeistara Vals í heimsókn.Meira
Mynd með frétt

VÍS bikarkeppni kvenna | 8 liða úrslit

18 jan. 20258 liða úrslit í VÍS bikarkeppni kvenna hefjast í dag, laugardaginn 18. janúar. Fyrsti leikur dagsins hefst kl.15:00 og í beinni útsendingu á RÚV þegar toppliðin í Bónus deild kvenna Þór Ak. og Haukar mætast á Akureyri. Njarðvík tekur á móti Tindastól í IceMar Höllinni kl.16:00 og Grindavík fær Stjörnuna í heimsókn í Smárann kl.17:00. 8 liða úrslitum í VÍS bikar kvenna lýkur síðan á morgun sunnudaginn 19.janúar þegar 1.deildar liðs Ármann mætir Hamar/Þór kl.19:00 í Laugardalshöll.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 15 JANÚAR 2024

15 jan. 2025Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Lokaleikir Íslands í EuroBasket karla 2025

15 jan. 2025Eftir ótrúlegan úti sigur á Ítalíu er komið að lokaleikjunum í í undankeppni EM, FIBA EuroBasket 2025. Fyrri leikurinn er úti á móti Ungverjalandi þann 20. febrúar, seinni leikurinn þar sem við ætlum endanlega að tryggja okkur á EM er á móti Tyrklandi þann 23. febrúar í Laugardalshöll. Meira
Mynd með frétt

Davíð Tómas í Frakklandi og Jón Bender á Spáni

15 jan. 2025Davíð Tómas dæmir í Frakklandi í kvöld í Euro Cup kvenna og Jón Bender er eftirlitsmaður á Spáni í FIBA Europe Cup.Meira
Mynd með frétt

Jón Bender á Spáni

10 jan. 2025Jón Bender var í gær eftirlitsmaður á leik spænska liðsins BAXI Ferrol og DVTK Huntherm frá UngverjalandiMeira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 8 JANÚAR 2024

8 jan. 2025 Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 3 JANÚAR 2024

3 jan. 2025Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Körfuknattleiksfólk ársins 2024 | Thelma Dís og Tryggvi Snær

19 des. 2024Thelma Dís Ágústsdóttir og Tryggvi Snær Hlinason hafa verið valin körfuknattleikskona og körfuknattleikskarl ársins 2024 af KKÍ. Þetta er í 27. skipti sem valið er tvískipt milli karla og kvenna eða allt frá árinu 1998. Körfuknattleikskona og karl ársins eru valin í kosningu af stjórn og starfsmönnum KKÍ, afreksnefnd KKÍ og þjálfurum karla-og kvennalandsliðanna. Thelma og Tryggvi eru bæði að hljóta nafnbótina í fyrsta sinn.Meira
Mynd með frétt

Davíð Tómas dæmir í Belgíu

19 des. 2024Davíð Tómas Tómasson dæmir í kvöld leik belgíska liðsins Castors Braine og Club Universitario de Ferrol frá Sáni í fyrstu umferð úrslitakeppni Euro Cup kvenna. Leikurinn er seinni leikur liðanna en í síðustu viku mættust þau á Spáni og fór spænska liðið með sigur af hólmi 83-58.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 18 DESEMBER 2024

18 des. 2024Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fimm agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Dómaranámskeið 4. og 11. janúar 2025

17 des. 2024Þann 4. og 11. janúar stendur KKÍ fyrir dómaranámskeiði í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Laugardaginn 4. janúar mun vera námskeið á ensku og mun Aðalsteinn Hjartarson sjá um að leiðbeina á því námskeiði. Laugardaginn 11.janúar mun vera námskeið á íslensku og mun Jakob Árni Ísleifsson sjá um að leiðbeina á því námskeiði.Meira
Mynd með frétt

1. deild karla | Sindri – KFG | seinkun

13 des. 2024Leik Sindra og KFG í 1. deild karla hefur verið seinkað til kl.19:45 í kvöld. Þetta kemur til vegna seinkunar á flugi Icelandair austur, en dómarar leiksins fljúga austur frá Reykjavík.Meira
Mynd með frétt

VÍS bikarinn | 8 liða úrslit

12 des. 2024Dregið var í 8-liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna rétt í þessu. Leikið verður dagana 18.-20. janúar 2025. Eftir það verða 4-liða úrslitin klár en þau fara fram 18. og 19. mars í Smáranum og úrslitaleikir karla og kvenna verða síðan laugardaginn 22. mars. Einnig fara fram bikarúrslit yngri flokka á VÍS Bikar-hátíðinni sem haldin verður þá vikuna með pompi og prakt.Meira
Mynd með frétt

VÍS bikarkeppni | dregið í 8 liða úrslit

12 des. 2024Dregið verður í 8 liða úrslitum VÍS bikarsins í Laugardalnum í dag kl.12:15. Það verður hægt að fylgjast með bikardrættinum hérna í beinni útsendingu. Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 11 DESEMBER 2024

11 des. 2024Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í sex agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

VÍS bikar - Sindri - KV - seinkun

9 des. 2024Það er smá seinkun á leiknum Sindri - KV í 16 liða úrslitum í VÍS bikarnum útaf veðri. Leikurinn átti að fara fram kl. 19:15 en mun fara fram 19:45. Meira
Mynd með frétt

VÍS bikarkeppni karla | 16 liða úrslit

8 des. 202416 liða úrslit í VÍS bikarkeppni karla hefjast í dag með þremur viðureignum og í beinni útsendingu á RÚV2 verður sýndur leikur Vals og Grindavíkur sem hefst kl.19:30. Á morgun mánudaginn 9. desember eru fimm leikir á dagskrá í 16 liða úrslitum og í beinni útsendingu á RÚV2 kl.19:30 fer fram leikur á milli Keflavíkur og Tindastóls, en þessi lið mættust í bikarúrslitum á síðasta keppnistímabili.Meira
Mynd með frétt

VÍS bikarkeppni kvenna | 16 liða úrslit

7 des. 202416 liða úrslit í VÍS bikarkeppni kvenna hefjast í dag laugardaginn 7. desember og fara fram sex viðureignir. Nágrannaslagur á milli Njarðvíkur og Keflavíkur hefst kl.16:00 í beinni útsendingu á RÚV. 16 liða úrslitum kvenna lýkur á sunnudeginum 8. desember þegar Valur tekur á móti Haukum kl.17:00 og er leikurinn í beinni útsendingu á RÚV2. Grindavík er komið áfram í 8 liða úrslit þar sem Snæfell hefur dregið lið sitt úr keppni í VÍS bikarnum.Meira
Mynd með frétt

Fyrstu körfuboltahjólastólarnir fyrir börn komnir í hús

6 des. 2024Allir með er verkefni íþróttahreyfingarinnar sem gengur útá að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn í íþróttum. Kannanir sýna að einungis 4% fatlaðra barna 17 ára og yngri eru í virku íþróttastarfi, með Allir með verkefninu er stefnt að því að breyta þessu og fjölga fötluðum börnum í íþróttastarfinu.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira