25 mar. 2023

Körfuknattleiksþingi var slitið um kl. 19:00 í kvöld. Þingið var starfssamt og gekk vel fyrir sig, en alls voru teknar fyrir 21 þingtillögur auk breytingartillagna ásamt þess sem kosið var í stjórn KKÍ.

HEIÐRANIR

KKÍ veitti 18 einstaklingum heiðursviðurkenningar fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu körfuboltans á Íslandi.

Silfurmerki KKÍ hlutu Aðalsteinn Hrafnkelsson, Ágúst Örn Grétarsson, Björgvin Erlendsson, Bragi Magnússon, Grímur Atlason, Guðni Hafsteinsson, Heimir Snær Jónsson, Hjörleifur Hjörleifsson, Ingibergur Þór Ólafarsson, Kristín Örlygsdóttir, Ólafur Örvar Ólafsson og Þorsteinn Þorbergsson.

Gullmerki KKÍ hlutu Einar Karl Birgisson, Gylfi Þorkelsson, Jóhanna Hjartardóttir, Jón Björn Ólafsson, Karl Guðlaugsson og Rögnvaldur Hreiðarsson.

ÍSÍ veitti einnig þremur aðilum viðurkenningar fyrir þeirra störf í þágu íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Einar Karl Birgisson og Jón Bender fengu silfurmerki ÍSÍ og Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir gullmerki ÍSÍ.

ÞINGTILLÖGUR

Fyrir þinginu lágu 21 tillaga, en nokkrar breytingartillögur voru lagðar fram á þinginu.

Þingskjal 1 - samþykkt. KKÍ þarf að aðskilja starf framkvæmdastjóra og formanns.

Þingskjal 2 - samþykkt með breytingum. Heimilt er að leika með kynjablandað lið eða lið skipað af gagnstæðu kyni.

Þingskjal 3 - fellt.

Þingskjal 4 - samþykkt með breytingum. 1. deild karla verður 12 liða og leikin verður 8 liða úrslitakeppni liða 2-9.

Þingskjal 5 - samþykkt. Stjórn KKÍ skal hefja vinnu við smíði leyfiskerfis.

Þingskjal 6 - samþykkt með breytingum. Stjórn KKÍ skal móta nýja framtíðarsýn fyrir KKÍ.

Þingskjal 7 - samþykkt með breytingum. Í öllum deildum meistaraflokka karla og kvenna gildir að á leikvelli hverju sinni má mest vera einn leikmaður í hvoru liði sem ekki er ríkisborgari EES ríkis.

Þingskjal 8 - fellt.

Þingskjal 9 - fellt.

Þingskjal 10 - samþykkt. Kostnaðarskipting á ferðakostnaði í bikarkeppnum.

Þingskjal 11 - samþykkt með breytingum. 11. flokkur stúlkna fellur á brott, 12. flokkur kvenna verður þriggja ára flokkur.

Þingskjal 12 - samþykkt. Úrvalsdeild kvenna verður 10 liða.

Þingskjal 13 - samþykkt með breytingum. Úrslitakeppni úrvalsdeildar kvenna verður 8 liða.

Þingskjal 14 - samþykkt. Deildarmeistari 1. deildar kvenna vinnur sæti í úrvalsdeild. 9. sæti úrvalsdeildar fer í umspil um sæti í úrvalsdeild með liðum 2, 3 og 4 í 1. deild.

Þingskjal 15 - samþykkt. Ungmennaflokkslið kvenna taka þátt í 1. deild kvenna.

Þingskjal 16 - fellt.

Þingskjal 17 - samþykkt. Lög KKÍ lagfærð skv. ábendingum stjórnar ÍSÍ.

Þingskjal 18 - samþykkt með breytingum. Sektir koma í stað leikbanns fyrir minniháttar brot í úrvals- og 1. deildum.

Þingskjal 19 - fellt.

Þingskjal 20 - samþykkt með breytingum. Afreksstefna KKÍ.

Þingskjal 21 - samþykkt. Fjárhagsáætlun KKÍ. Stjórn KKÍ gefið svigrúm til að laga fjárhagsáætlunina í samræmi við samþykktir Körfuknattleiksþings.

KOSNING - STJÓRN KKÍ

Sex einstaklingar buðu sig fram í fimm sæti í stjórn KKÍ. Af þeim voru Ágúst Angantýsson, Einar Hannesson, Guðrún Kristmundsdóttir, Heiðrún Kristmundsdóttir og Herbert Arnarsson kjörin í stjórn KKÍ næstu fjögur árin.