29 apr. 2002Á lokahófi KKÍ sl. miðvikudag voru verittar viðurkenningar til þeirra aðila sem sköruðu framúr í boltanum í vetur eins og fram hefur komið hér á vefnum. En feiri viðurkenningar voru einnig veittar. Einn aðili fékk að þessu sinni silfurmerki KKÍ, en það var Kristleifur Andrésson þjálfari á Flúðum. Kristleifur hefur af miklum dugnaði og elju haldið utan um körfknattleiksstarfið á Flúðum undanfarin ár og þjálfað flesta ef ekki alla flokka sjálfur. Er nú svo komið að UMF Hrunamanna er orðið eitt af stærstu félögunum innan KKÍ. Besta heimasíða félags var einnig verðlaunuð, en í ár var það heimasíða KR sem hlaut þau verðlaun eins og í fyrra. Þá voru fjölmiðlaverðlaunin veitt annað árið í röð. Þau hlutu að þessu sinni Óskar Ó. Jónsson og Benedikt Guðmundsson íþróttafréttamenn DV.