17 apr. 2002Teitur Örlygsson tók við Íslandsbikaranum í gær fyrir hönd Njarðvíkinga. Hann er ekki óvanur að handfjatla bikarinn góða, því titilinn í gær er sá tíundi í röðinni hjá Teiti og sá tólfti hjá Njarðvík. Íslandsmeistaratitilinn 2002 er Njarðvíkinga eins og svo oft áður á síðustu árum. Liðið vann sinn fyrsta titil árið 1981 og aftur árið eftir. Úrslitakeppnin var tekin upp árið 1984 og þá unnu Njarðvíkingar sinn þriðja titil of þeir endurtóku leikinn næstu þrjú ár þar á eftir. Þeir unnu einnig 1991 og 1994. Þegar úrslitakeppnin var stækkuð upp í 8-liða keppni árið 1995 fór Njarðvíkingar enn fyrir öðrum liðum og tryggði sér titilinn. Síðan urðu þeir meistarar 1998 og urðu einnig fyrstu meistararnir á nýrri öld með því að vinna titilinn í fyrra. Teitur Örlygsson braut blað í sögunni í gær þegar hann varð fyrstur leikmanna til að vinna Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeild í 10. sinn. Agnar Friðriksson ÍR vann sama afrek í gömlu 1. deildinni, sem var forveri úrvalsdeildarinnar, á árunum 1962-1977. Teitur lék fyrst með Njarðvík í úrslitakeppninni árið 1984 og hann hefur því tekið þátt í öllum úrslitakeppnum frá upphafi utan árið 1993 þegar UMFN komst ekki í úrslitakeppnina og árið1997 er hann lék í Grikklandi. Teitur hefur skorað 1738 stig í 109 leik í úrslitakeppni eða 15,9 stig að meðaltali í leik. Meðalskor Teits Örlygssonar í úrslitakeppni frá upphafi: 1984 0,0 1985 4,8 1986 8,3 1987 11,8 1988 15,0 1989 23,0 1990 16,0 1991 21,9 1992 16,7 1994 17,4 1995 19,9 1996 25,3 1998 16,8 1999 18,8 2000 16,7 2001 14,0 2002 10.9 Teitur lýsti því yfir í gær að hann ætlaði að leggja skóna á hilluna nú í vor. Ferill Teits Örlygssonar hefur verið einkar glæsilegur og samantektar tölfræði um hann er að finna hér að neðan. [v+]http://www.kki.is/tolfraedi/ferill_leikmanns.asp?Felaganumer=7633[v-]Ísland - Úrvalsdeild[slod-]. [v+]skjol/Teitur Larissa stat.htm[v-]Grikkland - 1. deild[slod-].