17 apr. 2002Körfuknattleikssamband Íslands hefur gert samning við Sælgætisgerðina Mónu til næstu þriggja ára. Samningurinn felur í sér að Móna greiðir fyrir alla verðlaunapeninga og eignarbikar í mótum á vegum KKÍ. Jafnframt kostar Móna öll einstaklingsverðlaun sem veitt verða á lokahófi KKÍ næstu þrjú árin. Ljóst er að þetta er mikil styrkur fyrir KKÍ og væntir sambandið mikils af þessu samstarfi í framtíðinni. Á myndinni má sjá Hannes Jónsson varaformann KKÍ ásamt Jakobínu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra Mónu og Árna Kvaran sölustjóra eftir undirritun samningsins.