17 jan. 2002Athygli er vakin á stórskemmtilegri grein eftir Gísla Georgsson, stjórnarmann KKÍ og meðlim í mótanefnd KKÍ, um bikarkeppni KKÍ. Greinin er á [v+]http://www.kr.is/karfan/[v-]KR vefnum[slod-] og skal smella á saga deildarinnar. Fjallað er um bikarkeppnina frá upphafi en megináherslan er lögð á tímabilið 1991 - 2002. Þarna birtist mjög athyglisverð tölfræði sem körfuknattleiksunnendur hafa efalítið gaman af að lesa. M.a. kemur þarna fram að Skallagrímur hefur verið "óheppnasta" liðið í bikarkeppni karla tímabilið 1991 - 2002.