28 des. 2001Logi Gunnarsson leikmaður Íslands-, deildar- og Kjörísbikarmeistara Njarðvíkur og Kristín Björk Jónsdóttir fyrirliði Íslands-, deildar- og bikarmeistara KR (til vinstri) voru valin körfuboltafólk ársins á árlegri uppskeruhátið ÍSÍ sem fram fór í gær. Körfuknattleiksmaður ársins hefur verið valinn frá 1973 en 1998 var farið að velja karl og konu. Anna María Sveinsdóttir hefur oftast hlotið þessa útnefningu af konunum eða tvisvar en Jón Kr. Gíslason oftast hjá körlunum eða fjórum sinnum. Síðan farið var að velja karl og konu, 1998, hafa eftirtalin hlotið verðlaunin. Körfuknattleiksfólk ársins 1998-2001: 1998 Helgi Jónas Guðfinnsson, Grindavík og Anna María Sveinsdóttir, Keflavík. 1999 Herbert Arnarson, Grindavík og Guðbjörg Norðfjörð, KR. 2000 Ólafur Jón Ormsson, KR og Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík. 2001 Logi Gunnarsson, Njarðvík og Kristín Björk Jónsdóttir, KR.