23 mar. 2001Um helgina verða fjölliðamót í fimm yngri flokkum, en þetta er fyrsta helgin af þrem í 4.umferð. Leikið verður í drengjaflokki, unglingaflokki kvenna, 9. flokki karla, minnibolta drengja og 8. flokki kvenna. Í 8. flokki kvenna og minnibolta drengja er leikið til úrslita, þ.e.a.s. liðið sem sigrar í mótinu um helgina er Íslandsmeistari. Í hinum flokkunum er leikið um sæti í undanúrslitum, fjögur lið komast áfram í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Mótið í 8. flokki kvenna fer fram í KR-húsinu og hefst kl. 17 í dag. Síðasti leikur mótsins verður leikur Keflavíkur og UMFG kl. 16:00 á morgun. Í minnibolta drengja verður leikið í Njarðvík. Mótið hefst kl. 13 á morgun og líkur með leik UMFN og Breiðabliks kl. 13 á sunnudag.