Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Grindavík meistari 2. deildar 12. flokks kvenna

6 maí 2024Grindavík varð meistari 2. deildar 12. flokks kvenna á sunnudag með sigri á Þór Ak. í úrslitaleik á Meistaravöllum. Leikurinn var lengst af jafn og Grindavík tryggði sér sigurinn með körfu 17 sekúndum fyrir leikslok. Elín Bjarnadóttir var valin maður leiksins, en hún skilaði 23 stigum, 8 fráköstum, 4 stoðsendingum og 6 stolnum boltum. Til hamingju Grindavík!Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 4 maí 2024

4 maí 2024Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

1. deild karla · Úrslit 2024

4 maí 2024Á morgun, sunnudaginn 5. maí, hefjast lokaúrslit 1. deildar karla þegar ÍR og Sindri leika um laust sæti í efstu deild karla að ári. KR tryggði sér sigur í deildarkeppninni og fór beint upp en næstu lið á eftir léku um hitt sætið sem í boði er. ÍR er með heimavallarréttinn og því fer fyrsti leikurinn fram í Skógarselinu og síðan leika liðin til skiptis á Höfn og í Skógarselinu þar til annað liðið hefur tryggt sér þrjá sigra í seríunni.Meira
Mynd með frétt

Fyrri úrslitahelgi neðri deilda yngri flokka

3 maí 2024Fyrri úrslitahelgi neðri deilda yngri flokka fer fram núna um helgina, en leikið verður á sex stöðum, Ásvöllum, Blue höllinni, Dalhúsum, Ljónagryfjunni, Meistaravöllum og Vallaskóla. Meira
Mynd með frétt

Subway deild karla · Undanúrslit

29 apr. 2024Undanúrslit Subway deildar karla hefjast í kvöld mánudaginn 29. apríl. Annars vegar mætast (1) Valur og (4) Njarðvík og hins vegar (2) Grindavík og (3) Keflavík í undanúrslitunum í ár. Allir leikir úrslitakeppninnar verða í beinni á Stöð 2 Sport. Gengið er út frá því að allir leikir hefjist kl. 19:15, fyrir utan ef til kemur leiks þann 11. maí, en þá hefst hann kl. 16:00. Klárist undanúrslit í 3 eða 4 leikjum verður leitast við að hefja lokaúrslit fyrr en fram kemur í keppnisdagatali.Meira
Mynd með frétt

Subway deild kvenna · Undanúrslit

27 apr. 2024Undanúrslit Subway deildar kvenna hefjast í kvöld laugardaginn 27. apríl nk. Annars vegar mætast (1) Keflavík og (5) Stjarnan og hins vegar (2) Grindavík og (3) Njarðvík. Allir leikir verða í beinni á Stöð 2 Sport. Klárist undanúrslit í 3 eða 4 leikjum verður leitast við að hefja lokaúrslit fyrr en fram kemur í keppnisdagatali.Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna · ÚRSLIT

26 apr. 2024Úrslit 1. deildar kvenna hefjast í kvöld föstudaginn 26. apríl þegar Aþena tekur á móti Tindastól í fyrsta leik úrslitanna, en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki, tryggir sæti sitt í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Leiktímar leikjanna eru 19:15 nema í leik fimm, ef til kemur, sem fer fram laugardaginn 11. maí kl. 16:00.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 24. APRÍL 2024

25 apr. 2024 Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fimm agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

1. deild karla · Undanúrslit

24 apr. 2024Undanúrslit 1. deildar karla hefjast í kvöld með fyrstu leikjum í viðureignum ÍR og Þórs Akureyri sem og Fjölnis og Sindra. Vinna þarf þrjá leiki til að fara í lokaúrslitin um laust sæti í Subway deild karla að ári. Leikjaplanið er einnig aðgengilegt hérna sem og lifandi tölræði á forsíðu kki.is frá öllum leikjum. Leikirnir hefjast allir 19:15 eða 19:30.Meira
Mynd með frétt

Þjálfaranámskeið KKÍ 1A, önnur þjálfaranámskeið framundan

22 apr. 2024Opnað hefur verið fyrir skráningu á KKÍ 1A, en upplýsingar fyrir námskeiðið og önnur þjálfaranámskeið framundan má sjá í fréttinni.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 21. APRÍL 2024

22 apr. 2024Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 17. APRÍL 2024

18 apr. 2024 Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

KV vann í úrslitum 2. deildar karla

17 apr. 2024KV bar sigur úr býtum í úrslitum 2. deildar karla, þegar þeir höfðu sigur á Vestra í úrslitaeinvígi deildarinnar 2-0. KV vann fyrri leikinn á Ísafirði 94-71 og seinni leikinn á Meistaravöllum 95-75. KV hefur því unnið sér sæti í 1. deild karla á næstu leiktíð. Til hamingju KV.Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni yngri flokka

15 apr. 2024Úrslitakeppnir í deildarkeppni yngri flokka fara fram í maí, eftir að deildarkeppni lýkur. Þetta á við um 9. flokk og eldri. Í 1. deildum yngri flokka verða leikin undanúrslit, en liðið sem vinnur fer í úrslitaviðureign, þar sem vinna þarf tvo leiki til að hljóta sæmdarheitið Íslandsmeistari. Í neðri deildum (2. deild og neðar) verða leikin undanúrslit og úrslit í hverri deild, en vinna þarf einn leik í hvorri viðureign. Þau lið sem vinna úrslitaleikina færast ofar í styrkleikaröð og verða meistarar viðkomandi deildar. Fyrri úrslitahelgin er 2.-5. maí og sú seinni 17.-20. maí.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 11. APRÍL 2024

12 apr. 2024Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 10. APRÍL 2024

11 apr. 2024 Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni Subway deildar karla hefst í kvöld

10 apr. 20248-liða úrslit Subway deildar karla hefjast í kvöld, miðvikudaginn 10. apríl, með tveim viðureignum og svo fara seinni tvær fram á morgun fimmtudaginn 11. apríl. Gert er ráð fyrir að undanúrslit hefjist mánudaginn 29. apríl og þriðjudaginn 30. apríl. Klárist allar viðureignir í þremur leikjum, þá verður horft til þess að hefja undanúrslit fyrr, ef kostur gefst að koma því fyrir í dagatali. Tímasetningar oddaleikja verða ákveðnar þegar fyrir liggur hvaða leikir, ef einhverjir, fara fram. Allir leikir úrslitakeppni Subway deildar karla verða í beinni á Stöð 2 Sport.Meira
Mynd með frétt

Yngri landslið Íslands 2024

9 apr. 2024Landsliðsþjálfarar yngri landsliða KKÍ hafa valið sína lokahópa fyrir sumarið framundan og æfingar og verkefni ársins 2024. Um er að ræða 16-17 manna leikmannahópa sem æfa saman í sumar. Í hvert verkefni halda síðan 12 leikmenn hópsins en U15 liðin leika á alþjóðlegu móti í Finnlandi í byrjun ágúst og U16-U18-U20 liðin leika bæði á NM í lok júní/byrjun júlí og svo halda þau hvert á sitt EM, FIBA EuroBasket mót yngri liða í kjölfarið sem fram fara frá miðjum júlí fram í seinni hluta ágúst hjá síðasta liðinu. Alls eru valdir 130 leikmenn frá 23 íslenskum félögum og 9 erlendum félögum eða skólum.Meira
Mynd með frétt

3x3 vormót um helgina - skráning lokar á þriðjudag

8 apr. 2024Næstu helgi fer fram 3x3 vormót í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Mótið er ætlað fyrir árganga 2007-2012, en fyrirhugað er að keppa í hverjum árgangi drengja og stúlkna svo framarlega sem skráning verður næg. Lið mega mæta kynjablönduð til leiks og hvert lið má samanstanda af leikmönnum úr fleira en einu félagi. Reynt verður að klára mótið á laugardag, en verði skráning það mikil að það gangi ekki verður einnig leikið á sunnudag í stöku aldursflokkum. Enginn aldursflokkur leikur þó bæði á laugardag og sunnudag. Skráningarfrestur hefur verið lengdur um einn dag og lokast annað kvöld, þriðjudaginn 9. apríl. Frekari upplýsingar fást með því að smella á Meira.Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni Subway deildar kvenna hefst í kvöld

8 apr. 2024​8-liða úrslit Subway deildar kvenna hefjast í kvöld, mánudaginn 8. apríl, með tveim viðureignum og svo hefjast seinni tvær viðureignirnar á morgun þriðjudaginn 9. apríl. Í kvöld fara fram fyrstu leikirnir í viðureignum Grindavíkur og Þórs Ak. og Njarðvíkur og Vals. Á morgun hefja Keflavík og Fjölnir og Haukar og Stjarnan sínar viðureignir. Gert er ráð fyrir að undanúrslit hefjist laugardaginn 27. apríl og sunnudaginn 28. apríl. Klárist allar viðureignir í þremur leikjum, þá verður horft til þess að hefja undanúrslit fyrr, ef kostur gefst að koma því fyrir í dagatali. Tímasetningar oddaleikja verða ákveðnar þegar fyrir liggur hvaða leikir, ef einhverjir, fara fram. Allir leikir úrslitakeppni Subway deildar kvenna verða í beinni á Stöð 2 Sport. · Lifandi tölfræði leikja er hérna · Leikjaplan og tölfræði eftir leiki er hérnaMeira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira