Ísland: Fan-Zone / Dagskrá


Mynd: Uppkast af stuðningsmannasvæðinu í miðbæ Helsinki (uppkast)

FAN-ZONE fyrir Íslendinga og aðra stuðningsmenn á EuroBasket 2017
KKÍ í samstarfi við finnska körfuknattleikssambandi standa fyrir veglegu stuðningsmannasvæði eða „FAN-ZONE“ fyrir alla stuðningsmenn sína. FIBA mun hafa að auki svæði sitt við hliðina okkar. Svæðið verður staðsett á Kansalaistori Square í miðbæ Helsinki.

Á stuðningsmannasvæðinu verður að finna veitingatjöld og veitingasölu, stóla og borð, risaskjá (sem sýnir alla kvöldleiki Finna), útikörfuboltavelli, sölubása og fleira skemmtilegt. Einnig verður risasvið þar sem meðal annars íslenskir listamenn munu troða upp fyrstu dagana. 

Ljóst er að mikil stemning mun myndast fyrir og eftir leiki á svæðinu en það er í hjarta miðbæjar Helsinki, í 3 mín. göngufjarlægð frá lestarstöðinni, beint á móti þinghúsinu. 

Um 300m eru á aðalestarstöðina og þaðan fara allar lestir á stoppistöðina við Höllina þar sem keppt er. Sú lestarferð tekur um 6 mín. og fara lestir á um 5 mín. fresti frá aðalstöðinni. Það er því ljóst að mjög þægilegt verður að komast á milli miðbæjarinns og Hallarinnar. Sjá nánar undir „Staðsetningar, fjarlægðir og samgönur“-síðunni hér til hliðar.


Fan-Zone

Kansalaistori Square í miðbæ Helsinki.

Á móti þinghúsinu við hliðina á ný-tónlistarsafninu


Úlfur Úlfur og Sverrir Bergmann og Halldór Fjallabróðir + SSSól

KKÍ hefur fengið Úlf Úlf og þá félaga Sverrir Bergmann og Halldór Fjallabróður til liðs við okkur til að halda uppi stuðinu meðal íslenzkra stuðningsmanna í „Fan-Zone-inu“ okkar Finna í Helsinki. 

Þá verða þeir á sviði inni á svæðinu fyrir okkar leiki fimmtudag, laugardag og sunnudag, ýmist saman eða í sitthvoru lagi til að rífa upp stemminguna fyrir okkar leiki.

Auk þess sem þeir munu einnig vera á völdum kvöldum á skemmtistaðnum „The Circus“ en hann verður opinber skemmtistaður fyrir alla stuðningsmenn Finnlands og Íslands. Það er því útlit fyrir sannkallaða „Skagfirska-sveiflu“ í Helsinki á næstu dögum!

Að auki hafa Finnar í samstarfi við Icelandair fengið SSSól til að mæta og skemmta á „The Circus“ á föstudagskvöldinu sem mun án efa vekja mikla hrifningu íslenskra stuðningsmanna.

The Circus
Salomonkatu 1–3
Narinkkatori 00100 
Helsinki

Dagskráin fyrir íslenska stuðningsmenn í Fan-Zone og Circus.

Fimmtudagur 31. ágúst
13:30 Fan-Zone opnar
14:00 Iceland Pregame Show Sverrir Bergmann og Halldór
20:00 Finnland-Frakkland  Sýndur á stórum skjá í Fan-Zone
Föstudagur 1. september
15:00 Fan-Zone opnar Helsinki Festival special guest concert
16:00 Celebrity Free-Throw keppni
22:00 Íslendingapartý á Circus Úlfur Úlfur og SSSól
Laugardagur 2. september
11:00 Fan-Zone opnar
11:30 Iceland Pregame Show Sverrir Bergmann og Úlfur Úlfur
Sunnudagur 3. september
11:30 Iceland Pregame Show Sverrir Bergmann og Úlfur Úlfur

Stuðningsmenn Íslands á Facebook

KKÍ hvetur alla áhorfendur til að vera með í grúppunni „Stuðningsmenn Körfuboltans á Íslandi“ á facebook! Þar eru líflegar umræður og fréttir sem komast á framfæri fljótt ef þess þarf.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira