
Ísland í G riðli með Serbíu og Portúgal í fyrri hluta undankeppni EuroBasket kvenna 2027
Dregið var í riðil Íslands fyrir undankeppni EM kvenna í körfubolta árið 2027 í dag. Ísland er í eina riðlinum sem inniheldur aðeins þrjú lið.
Fyrri hluti forkeppninnar fer fram í nóvember 2025 og mars 2026, í 2 gluggum og leikur hver þjóð 2 leiki í hvorum glugga.
Tvö efstu liðin í hverjum riðli ásamt þeim þrem liðum sem ná besta árangri í þriðja sæti komast í seinni hluta forkeppninnar.