
Lokaumferðin í 1. deild karla var leikin í kvöld og er nú ljóst hvaða lið mætast í 8 liða úrslitum deildarinnar en þau keppa um hvaða lið fer með ÍA upp í Bónusdeild karla og leika þar næsta vetur.
Liðin sem mætast eru eftirfarandi og vinna þarf 3 leiki til að komast áfram.
Ármann - Selfoss
Hamar - Snæfell
Sindri - Breiðablik
Fjölnir - Þór Ak.
Fyrstu leikir úrslitakeppninnar verða leiknir 28. og 29. mars