Nú á dögunum luku þeir Aðalsteinn Hjartarson og Kristinn Óskarsson endurnýjun á FRIP (FIBA Referees Instructor Program) réttindum sínum. FRIP er leiðbeinandakerfi sem FIBA stendur fyrir til að samræma fræðslu dómara um heiminn.

Kristinn hefur haft þessa gráðu í fjölmörg ár en Aðalsteinn bættist í hópinn fyrir nokkrum árum og námskeiðið núna var til að endurnýja réttindin.

Með réttindunum hafa þeir réttindi til að vera dómaraleiðbeinindur í alþjóðlegum leikjum og mótum auk þess sem þekkingin nýtist til að fræða íslenska dómara.

Námskeiðið hefur farið fram á netinu í vetur og hafa þeir þurft að fara í gegnum námskeið og próf í mismunandi þáttum dómgæslunnar eins og leikreglum, túlkunum, staðsetningum og verkferlum dómara.

KKÍ óskar þeim til hamingju með áfangann.