
Davíð Tómas Tómasson dæmir í kvöld leik Polski Cukier Lublin og Panathinaikos frá Grikklandi en leikurinn fer fram í Póllandi og er hluti af Euro Cup kvenna.
Leikurinn er lokaleikur beggja liða í B riðli keppninnar en hvorugt liðið á möguleika á að komast áfram.
Meðdómarar Davíðs og eftirlitsmaður koma allir frá Litháen en þeir eru Juozas Barkauskas, Andzej Urbanovic og Kestutis Pilipauskas.