Jóhannes Páll Friðriksson dæmir í kvöld leik í East Kilbride í Skotlandi milli Caledonia Gladiators og Neptunas Amberton frá Litháen í Euro Cup kvenna.

Leikurinn er lokaleikur liðanna i D riðli keppninnar og þarf litháíska liðið að vinna og treysta á að Danielle Rodriguez og félagar í Fribourg tapi svo Neptunas komist áfram í keppninni. Caledonia liðið hefur ekki unnið leik í vetur.

Meðdómarar Jóhannesar eru Tom DeHondt frá Belgíu og Julien Malane frá Lúxemborg, eftirlitsmaður er Declan Murray frá Írlandi.