Ingi Gunnarsson var einn af brautryðjendum körfuknattleiksíþróttarinnar á Íslandi, hann var snjall leikmaður – fyrirliði fyrstu íslandsmeistaranna og fyrirliði fyrsta landsliðsins í kappleiknum við Dani 1959 – og síðar dugmikill stjórnandi, og var einmitt einn af fundarmönnum á fyrsta ársþingi KKÍ árið 1961. Í ungri sögu körfuknattleiks á Íslandi telst Ingi meðal þeirra duglegustu sem plægðu akurinn fyrir þá sem síðar hafa uppskorið ríkulega. Íslenskur körfuknattleikur stendur í þakkarskuld við Inga. Samskipti mín við Inga voru ávallt góð, og ekki vantaði að hann hefði skoðanir á málunum, og hann var trúr sínu félagi, Ungmennafélagi Njarðvíkur. Sérstaklega minnist ég alúð hans við Boga Þorsteinsson, fyrsta formann KKÍ, á kappleikjum síðustu ár hans. Nú eru þessir merku frumherjar báðir horfnir af vettvangi og geta vonandi sameinast annarsstaðar í áhuga sínum á körfuknattleik. Ég sendi fjölskyldu og aðstandendum Inga mínar samúðarkveðjur. Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, fyrrv. formaður KKÍ.
Grein
Ingi Gunnarsson var einn af brautryðjendum körfuknattleiksíþróttarinnar á Íslandi, hann var snjall leikmaður – fyrirliði fyrstu íslandsmeistaranna og fyrirliði fyrsta landsliðsins í kappleiknum við Dani 1959 – og síðar dugmikill stjórnandi, og var einmitt einn af fundarmönnum á fyrsta ársþingi KKÍ árið 1961. Í ungri sögu körfuknattleiks á Íslandi telst Ingi meðal þeirra duglegustu sem plægðu akurinn fyrir þá sem síðar hafa uppskorið ríkulega. Íslenskur körfuknattleikur stendur í þakkarskuld við Inga. Samskipti mín við Inga voru ávallt góð, og ekki vantaði að hann hefði skoðanir á málunum, og hann var trúr sínu félagi, Ungmennafélagi Njarðvíkur. Sérstaklega minnist ég alúð hans við Boga Þorsteinsson, fyrsta formann KKÍ, á kappleikjum síðustu ár hans. Nú eru þessir merku frumherjar báðir horfnir af vettvangi og geta vonandi sameinast annarsstaðar í áhuga sínum á körfuknattleik. Ég sendi fjölskyldu og aðstandendum Inga mínar samúðarkveðjur. Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, fyrrv. formaður KKÍ.
Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira