Síðustu vikur hefur verið fjallað um stjórnskipulag og ferli breytinga sem nú stendur yfir hjá FIBA. Eitt af því sem mest er áberandi út á við er alþjóðlegt mótahald sambandsins. Hér í þessum pistli er ætlunin að fjalla um ferli mótahald félagsliða. Evrópukeppnir félagsliða hafa verið í þróun undanfarna áratugi. Þau mót sem byggt hefur verið á undanfarin ár eru Korac Cup (sem sameinað lið Keflavíkur og Njarðvíkur tók þátt í fyrir tveimur misserum eða svo) nokkurskonar Evrópukeppni félagsliða, Saporta Cup nokkurskonar Evrópukeppni bikarhafa og Euroleague sem var Evrópukeppni meistaraliða hjá karlaliðum, og Ronchetti Cup og Euroleague hjá kvennaliðunum. FIBA í Evrópu fór á síðasta áratug sömu leið og t.a.m. knattspyrnuhreyfingin með því að stofna til sérstakrar deildarkeppni bestu atvinnuliða álfunnar. Var keppninni fyrst hleypt af stokkunum 1994 undir nafninu Euro League. Hefur hún frá upphafi verið vel heppnuð, og skapað körfuknattleikshreyfingunni verulega fjármuni. Hafa ber þó í huga að þeir fjármunir hafa runnið að langstærstu leyti til þeirra félagsliða sem myndað hafa deildina, auk tekna sem runnið hafa til FIBA vegna kostnaðar við framkvæmd tæknilegra atriða keppninnar. Undanfarin ár hefur síðan verið jafnframt verið starfandi sérstakur félagsskapur ýmissa úrvalsdeilda í Evrópu s.k. ULEB (á frönsku “Union Leagues des Basketball “), sem á uppruna sinn í samstarfi úrvalsdeilda Ítalíu, Spánar, og síðar Frakklands og fleiri þjóða. Hefur þessi félagsskapur haldið sína eigin deildarkeppni, og ekki verið sérstaklega í samstarfi við, eða notið viðurkenningar, FIBA í því skyni. Fleiri slíkar deildir eru starfandi í Evrópu. Nærtækast fyrir okkur er að nefna sérstaka Sænsk-Finnska deild, og jafnframt hina s.k. NEBL (“North European Basketball League”) en sú deild var upphaflega stofnuð af hálfu hins árlega fundar Norðurlandaþjóðanna, sem Íslendingar eiga aðild að og sækja árlega, og tóku m.a. bæði Haukar og Grindvíkingar að mig minnir þátt í þeirri keppni á sínum tíma. Til gamans má geta þess að þegar félög sem bæði taka þátt í Sænsk-Finnsku deildinni og NEBL þá telja úrslit eins og sama leiks liðanna í báðum keppnunum. Hét deildin reyndar á þeim tíma NEBT (“North European Basketball Tournament”) og var í reynd um að ræða n.k. “opið” Norðurlandamót félagsliða þar sem fulltrúum nágrannaþjóðanna, einkum Eystrasaltsríkjanna var boðið að senda lið til þátttöku til uppfyllingar á fjölda. Var tilgangur þessarar keppni að auka möguleika félagsliða á Norðurlöndunum til þátttöku í alþjóðlegri keppni, með minni kostnaði v/ferðalaga og tæknilegra krafna sem óhjákvæmilegar hafa verið innan FIBA. NEBT/NEBL lognaðist út af vegna skorts á fjármunum og þátttöku, en þá kom að málinu maður að nafni Sarunas Marciulionis frá Litháen, sem flestir þekkja sem fyrrverandi leikmann Seattle Supersonics í NBA-deildinni. Tók hann NEBL upp á sína arma og endurskipulagði keppnina sem atvinnudeild ýmissa félagsliða í Norður-Evrópu, og með því að fá til keppninnar þekkt og sterk félagslið frá Norðurlöndunum, Litháen, Póllandi, Tékklandi, Þýskalandi, Englandi og fleiri ríkjum, tókst honum að afla verulegs fjár til mótahaldsins sem m.a. felur það í sér að allur kostnaður liðanna er greiddur, s.s. ferðakostnaður, dómarakostnaður o.fl. Hefur þetta leitt til þess að eftirsóknarvert hefur verið fyrir félög að komast í deildina, og orðið með þessu keppninautur hinna hefðbundnu keppna FIBA þar sem verulegur kostnaður fylgir liðum fyrir þátttökuna. Skemmst er t.d. að minnast þess að Danir fengu lið skráð í keppnina, “The Great Danes”, sem í sjálfu sér er ekkert annað en samsuða félagsliða af Kaupmannahafnarsvæðinu, n.k. úrvalslið með þátttöku erlendra leikmanna af svæðinu – með ekki ómerkari leikmanni en Magic Johnson innan sinna vébanda. Þar fyrir utan taka liðin þátt í sínum landskeppnum óbreytt. Sá munur er á ULEB og NEBL að hið síðarnefnda hefur verið þróað með það fyrir augum að njóta viðurkenningar FIBA, og hafa mál verið unnin með þeim hætti að ekki hafi skapast árekstrar þar. Hefur þetta reyndar leitt til þess að það kerfi sem NEBL hefur starfað eftir hefur nú verið tekið upp sem n.k. “conference” fyrirkomulag í keppni félagsliða í hinu nýstofnaða Evrópusambandi. Skiptist Evrópa þar í þrjú svæði, Norðursvæði (20 þjóðir, þ.m.t. Ísland), Vestursvæði og Suðursvæði. Fyrst verður keppt í riðlakeppni innan hvers svæðis, og síðan til úrslita á milli svæðanna sjálfra. Verður gerð nánari grein fyrir útfærslu þessarar keppni síðar, en miðað er við að hún taki gildi strax næsta haust. Ólafur Rafnsson, Formaður KKÍ.
Grein
Síðustu vikur hefur verið fjallað um stjórnskipulag og ferli breytinga sem nú stendur yfir hjá FIBA. Eitt af því sem mest er áberandi út á við er alþjóðlegt mótahald sambandsins. Hér í þessum pistli er ætlunin að fjalla um ferli mótahald félagsliða. Evrópukeppnir félagsliða hafa verið í þróun undanfarna áratugi. Þau mót sem byggt hefur verið á undanfarin ár eru Korac Cup (sem sameinað lið Keflavíkur og Njarðvíkur tók þátt í fyrir tveimur misserum eða svo) nokkurskonar Evrópukeppni félagsliða, Saporta Cup nokkurskonar Evrópukeppni bikarhafa og Euroleague sem var Evrópukeppni meistaraliða hjá karlaliðum, og Ronchetti Cup og Euroleague hjá kvennaliðunum. FIBA í Evrópu fór á síðasta áratug sömu leið og t.a.m. knattspyrnuhreyfingin með því að stofna til sérstakrar deildarkeppni bestu atvinnuliða álfunnar. Var keppninni fyrst hleypt af stokkunum 1994 undir nafninu Euro League. Hefur hún frá upphafi verið vel heppnuð, og skapað körfuknattleikshreyfingunni verulega fjármuni. Hafa ber þó í huga að þeir fjármunir hafa runnið að langstærstu leyti til þeirra félagsliða sem myndað hafa deildina, auk tekna sem runnið hafa til FIBA vegna kostnaðar við framkvæmd tæknilegra atriða keppninnar. Undanfarin ár hefur síðan verið jafnframt verið starfandi sérstakur félagsskapur ýmissa úrvalsdeilda í Evrópu s.k. ULEB (á frönsku “Union Leagues des Basketball “), sem á uppruna sinn í samstarfi úrvalsdeilda Ítalíu, Spánar, og síðar Frakklands og fleiri þjóða. Hefur þessi félagsskapur haldið sína eigin deildarkeppni, og ekki verið sérstaklega í samstarfi við, eða notið viðurkenningar, FIBA í því skyni. Fleiri slíkar deildir eru starfandi í Evrópu. Nærtækast fyrir okkur er að nefna sérstaka Sænsk-Finnska deild, og jafnframt hina s.k. NEBL (“North European Basketball League”) en sú deild var upphaflega stofnuð af hálfu hins árlega fundar Norðurlandaþjóðanna, sem Íslendingar eiga aðild að og sækja árlega, og tóku m.a. bæði Haukar og Grindvíkingar að mig minnir þátt í þeirri keppni á sínum tíma. Til gamans má geta þess að þegar félög sem bæði taka þátt í Sænsk-Finnsku deildinni og NEBL þá telja úrslit eins og sama leiks liðanna í báðum keppnunum. Hét deildin reyndar á þeim tíma NEBT (“North European Basketball Tournament”) og var í reynd um að ræða n.k. “opið” Norðurlandamót félagsliða þar sem fulltrúum nágrannaþjóðanna, einkum Eystrasaltsríkjanna var boðið að senda lið til þátttöku til uppfyllingar á fjölda. Var tilgangur þessarar keppni að auka möguleika félagsliða á Norðurlöndunum til þátttöku í alþjóðlegri keppni, með minni kostnaði v/ferðalaga og tæknilegra krafna sem óhjákvæmilegar hafa verið innan FIBA. NEBT/NEBL lognaðist út af vegna skorts á fjármunum og þátttöku, en þá kom að málinu maður að nafni Sarunas Marciulionis frá Litháen, sem flestir þekkja sem fyrrverandi leikmann Seattle Supersonics í NBA-deildinni. Tók hann NEBL upp á sína arma og endurskipulagði keppnina sem atvinnudeild ýmissa félagsliða í Norður-Evrópu, og með því að fá til keppninnar þekkt og sterk félagslið frá Norðurlöndunum, Litháen, Póllandi, Tékklandi, Þýskalandi, Englandi og fleiri ríkjum, tókst honum að afla verulegs fjár til mótahaldsins sem m.a. felur það í sér að allur kostnaður liðanna er greiddur, s.s. ferðakostnaður, dómarakostnaður o.fl. Hefur þetta leitt til þess að eftirsóknarvert hefur verið fyrir félög að komast í deildina, og orðið með þessu keppninautur hinna hefðbundnu keppna FIBA þar sem verulegur kostnaður fylgir liðum fyrir þátttökuna. Skemmst er t.d. að minnast þess að Danir fengu lið skráð í keppnina, “The Great Danes”, sem í sjálfu sér er ekkert annað en samsuða félagsliða af Kaupmannahafnarsvæðinu, n.k. úrvalslið með þátttöku erlendra leikmanna af svæðinu – með ekki ómerkari leikmanni en Magic Johnson innan sinna vébanda. Þar fyrir utan taka liðin þátt í sínum landskeppnum óbreytt. Sá munur er á ULEB og NEBL að hið síðarnefnda hefur verið þróað með það fyrir augum að njóta viðurkenningar FIBA, og hafa mál verið unnin með þeim hætti að ekki hafi skapast árekstrar þar. Hefur þetta reyndar leitt til þess að það kerfi sem NEBL hefur starfað eftir hefur nú verið tekið upp sem n.k. “conference” fyrirkomulag í keppni félagsliða í hinu nýstofnaða Evrópusambandi. Skiptist Evrópa þar í þrjú svæði, Norðursvæði (20 þjóðir, þ.m.t. Ísland), Vestursvæði og Suðursvæði. Fyrst verður keppt í riðlakeppni innan hvers svæðis, og síðan til úrslita á milli svæðanna sjálfra. Verður gerð nánari grein fyrir útfærslu þessarar keppni síðar, en miðað er við að hún taki gildi strax næsta haust. Ólafur Rafnsson, Formaður KKÍ.
Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira