Eins og undanfarin ár heldur KKÍ úti mörgum yngri landsliðum sem æfa reglubundið allan veturinn og svo einnig á sumrin. Verkefni sumarsins eru þau að Drengjalandsliðið fæddir 1987 mun taka þátt í æfingamóti í Frakklandi í júnímánuði og í Evrópukeppni landsliða í Dublin á Írlandi í ágúst. Drengjalandsliðið fæddir 1986 munu taka þátt í Norðulandamóti í desember næstkomandi og í Evrópukeppni sumarið 2003. Stúlknalandsliðið fæddar 1986 munu taka þátt í Smáþjóðaleikum á Möltu í júlí. Norðurlandamót verður í svo í desember næstkomandi. Öll hafa þessi lið verið við æfingar í vetur undir stjórn unglingalandsliðsþjálfara okkar og munu æfa stíft í sumar. Verkefni yngri landsliðanna eru mjög kostnaðarsöm fyrir KKÍ. Sambandið hefur því miður ekki getað greitt allan kostnað við starfsemi yngri landsliðanna. Sambandið hefur greitt uppihaldskostnað á keppnisferðum, gistingu og fæði, ferðir þjálfara, fararstjóra og dómara sem og laun þjálfara og kostnað við æfingar liðanna. Má segja að KKÍ greiði um 50% - 60% þess kostnaðar sem fellur til við hvert yngra landslið en leikmenn úr eigin vasa og með styrkjum frá viðkomandi sveitarfélagi um 40%. – 50% og er þar um að ræða flugfarið frá Íslandi á keppnisstað. Eitt stærsta vandamálið við starfsemi yngri landsliða er að leikmenn hafa sjálfir orðið að bera ferðakostnað sem fellur til við að sækja landsliðsæfingar. Þetta er slæmt og hefur KKÍ bent á að hér þurfi ríkisvaldið að koma til aðstoðar þannig að jafnrétti ríki til þátttöku í yngri landsliðum. Er það t.a.m. eðlilegt að leikmaður búsettur t.d. á Akureyri eða Ísafirði þurfi að greiða margfalt meira úr eigin vasa (lesist foreldranna vasa) til að sækja landsliðsæfingar heldur en leikmaður sem býr á höfuðborgarsvæðinu. Eiga bara börn sterkefnaðra foreldra að geta sótt æfingar og keppt fyrir Íslands hönd? Dæmi eru um að leikmenn hafa ekki getað gefið kost á sér til að leika fyrir Íslands hönd vegna kostnaðar sem fylgir þátttöku í æfingum og keppni. Í öðrum tilfellum hefur val í landslið Íslands þýtt að viðkomandi fjölskylda hefur ekki haft efni á sumarfríi. Ríkisvaldið þarf að tryggja jafnrétti íþróttamanna til þátttöku í landsliðum Íslands óháð búsetu þeirra. Það verður ekki gert nema með auknu fjárframlagi til sérsambandanna. Körfuknattleikssamband Íslands fær enga fasta styrki frá ríkisvaldinu til starfsemi sinnar. Allir þekkja að erfitt er að fá stuðningsaðila til samstarfs með yngri landslið. Ef KKÍ á á fjármagna allan þann kostnað sem til fellur, sem hlýtur í raun að teljast eðlilegt og sambandið vildi gjarnan gera, þá verður að koma til fjármagn. Það þarf að taka úr öðrum sjóðum sambandsins. Því miður hefur það verið svo að þeir sjóðir eru ekki til. Á árinu 2000 greiddi KKÍ hluta ferðakostnaðar leikmanna allra landsliða. Þó aðeins væri um hluta að ræða fór kostnaðurinn yfir 1.000.000 króna. Síðasta sumar hafði KKÍ ekki fjármagn til að greiða neinn hluta kostnaðarins og í sumar verður sama staðan upp á teningnum. Sérsambönd innan ÍSÍ hafa ekki fengið fjármagn frá opinberum aðilum og verið eins og eyland innan íþróttahreyfingarinnar. Félögin, íþróttabandalögin og ungmennasamböndin fá fjármagn frá sveitarfélögunum, mismikið að vísu. Íþróttasambandið fær framlag frá Ríkisvaldinu. Sérsamböndin hinsvegar fá engin föst fjárframlög til sinnar starfsemi frá opinberum aðilum. Þessu þarf að breyta. Þá verður hægt að segja ÁFRAM ÍSLAND!!, með upphrópunarmerki á eftir en ekki spurningamerki.
Grein
Eins og undanfarin ár heldur KKÍ úti mörgum yngri landsliðum sem æfa reglubundið allan veturinn og svo einnig á sumrin. Verkefni sumarsins eru þau að Drengjalandsliðið fæddir 1987 mun taka þátt í æfingamóti í Frakklandi í júnímánuði og í Evrópukeppni landsliða í Dublin á Írlandi í ágúst. Drengjalandsliðið fæddir 1986 munu taka þátt í Norðulandamóti í desember næstkomandi og í Evrópukeppni sumarið 2003. Stúlknalandsliðið fæddar 1986 munu taka þátt í Smáþjóðaleikum á Möltu í júlí. Norðurlandamót verður í svo í desember næstkomandi. Öll hafa þessi lið verið við æfingar í vetur undir stjórn unglingalandsliðsþjálfara okkar og munu æfa stíft í sumar. Verkefni yngri landsliðanna eru mjög kostnaðarsöm fyrir KKÍ. Sambandið hefur því miður ekki getað greitt allan kostnað við starfsemi yngri landsliðanna. Sambandið hefur greitt uppihaldskostnað á keppnisferðum, gistingu og fæði, ferðir þjálfara, fararstjóra og dómara sem og laun þjálfara og kostnað við æfingar liðanna. Má segja að KKÍ greiði um 50% - 60% þess kostnaðar sem fellur til við hvert yngra landslið en leikmenn úr eigin vasa og með styrkjum frá viðkomandi sveitarfélagi um 40%. – 50% og er þar um að ræða flugfarið frá Íslandi á keppnisstað. Eitt stærsta vandamálið við starfsemi yngri landsliða er að leikmenn hafa sjálfir orðið að bera ferðakostnað sem fellur til við að sækja landsliðsæfingar. Þetta er slæmt og hefur KKÍ bent á að hér þurfi ríkisvaldið að koma til aðstoðar þannig að jafnrétti ríki til þátttöku í yngri landsliðum. Er það t.a.m. eðlilegt að leikmaður búsettur t.d. á Akureyri eða Ísafirði þurfi að greiða margfalt meira úr eigin vasa (lesist foreldranna vasa) til að sækja landsliðsæfingar heldur en leikmaður sem býr á höfuðborgarsvæðinu. Eiga bara börn sterkefnaðra foreldra að geta sótt æfingar og keppt fyrir Íslands hönd? Dæmi eru um að leikmenn hafa ekki getað gefið kost á sér til að leika fyrir Íslands hönd vegna kostnaðar sem fylgir þátttöku í æfingum og keppni. Í öðrum tilfellum hefur val í landslið Íslands þýtt að viðkomandi fjölskylda hefur ekki haft efni á sumarfríi. Ríkisvaldið þarf að tryggja jafnrétti íþróttamanna til þátttöku í landsliðum Íslands óháð búsetu þeirra. Það verður ekki gert nema með auknu fjárframlagi til sérsambandanna. Körfuknattleikssamband Íslands fær enga fasta styrki frá ríkisvaldinu til starfsemi sinnar. Allir þekkja að erfitt er að fá stuðningsaðila til samstarfs með yngri landslið. Ef KKÍ á á fjármagna allan þann kostnað sem til fellur, sem hlýtur í raun að teljast eðlilegt og sambandið vildi gjarnan gera, þá verður að koma til fjármagn. Það þarf að taka úr öðrum sjóðum sambandsins. Því miður hefur það verið svo að þeir sjóðir eru ekki til. Á árinu 2000 greiddi KKÍ hluta ferðakostnaðar leikmanna allra landsliða. Þó aðeins væri um hluta að ræða fór kostnaðurinn yfir 1.000.000 króna. Síðasta sumar hafði KKÍ ekki fjármagn til að greiða neinn hluta kostnaðarins og í sumar verður sama staðan upp á teningnum. Sérsambönd innan ÍSÍ hafa ekki fengið fjármagn frá opinberum aðilum og verið eins og eyland innan íþróttahreyfingarinnar. Félögin, íþróttabandalögin og ungmennasamböndin fá fjármagn frá sveitarfélögunum, mismikið að vísu. Íþróttasambandið fær framlag frá Ríkisvaldinu. Sérsamböndin hinsvegar fá engin föst fjárframlög til sinnar starfsemi frá opinberum aðilum. Þessu þarf að breyta. Þá verður hægt að segja ÁFRAM ÍSLAND!!, með upphrópunarmerki á eftir en ekki spurningamerki.
Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira