Núna fer að líða að aðalfundum hjá flestum körfuknattleiksdeildum/félögum og allir fara á fullt við að fá nýtt fólk til að taka við “batteríinu”. Það er einn stór partur sem gleymist því miður of oft þar sem allir eru svo uppteknir við að finna nýtt fólk og það er að heiðra fólkið sem vann hvað mest fyrir félagið á fráfarandi keppnistímabili. Við megum nefnilega ekki gleyma því að þakka fólki fyrir vinnuna sem það hefur lagt á sig. Það er ekkert sjálfsagt að þetta fólk komi aftur og aftur ef því er aldrei þakkað fyrir. Í flestum félögum eru þetta ekki margir einstaklingar. Við getum tekið sem dæmi unglingaráðið, meistaraflokksráðin, þeir sem sáu um framkvæmd leikja/móta, ritaraborðið og svo mætti lengi telja. Að heiðra þetta fólk þarf ekki að kosta mikið. Það þarf bara að láta það vita að við kunnum að meta starf þeirra, það þarf hvatningu - við þurfum hana öll. Þá er mun líklegra að þetta fólk komi aftur til starfa næsta tímabil, en á það megum við ekki líta sem sjálfsagðan hlut. Mergur málsins er sá að mun auðveldara er að fá fólk í stjórnir deilda/félaga þegar það veit að öflug liðsheild er á bak við starfið. Það má heldur ekki skipta út öllum úr stjórninni því þá fer svo mikil þekking í burtu en það því miður er of algengt að það gerist. Það er erfitt að fá fólk til starfa í sjálfboðavinnu í dag en það er hægt. Við sem höfum kynnst þessu vitum að fátt er skemmtilegara en að vera í íþróttahúsinu og fylgjast með æfingu, leikjum eða vinna að fjáröflunum til þess að halda starfinu gangandi. Við eignumst marga vini og kunningja í gegnum körfuboltan. Þetta er starf sem gefur okkur svo mikið sem við gætum ekki kynnst annars staðar. Hannes S.Jónsson Varaformaður KKÍ
Grein
Núna fer að líða að aðalfundum hjá flestum körfuknattleiksdeildum/félögum og allir fara á fullt við að fá nýtt fólk til að taka við “batteríinu”. Það er einn stór partur sem gleymist því miður of oft þar sem allir eru svo uppteknir við að finna nýtt fólk og það er að heiðra fólkið sem vann hvað mest fyrir félagið á fráfarandi keppnistímabili. Við megum nefnilega ekki gleyma því að þakka fólki fyrir vinnuna sem það hefur lagt á sig. Það er ekkert sjálfsagt að þetta fólk komi aftur og aftur ef því er aldrei þakkað fyrir. Í flestum félögum eru þetta ekki margir einstaklingar. Við getum tekið sem dæmi unglingaráðið, meistaraflokksráðin, þeir sem sáu um framkvæmd leikja/móta, ritaraborðið og svo mætti lengi telja. Að heiðra þetta fólk þarf ekki að kosta mikið. Það þarf bara að láta það vita að við kunnum að meta starf þeirra, það þarf hvatningu - við þurfum hana öll. Þá er mun líklegra að þetta fólk komi aftur til starfa næsta tímabil, en á það megum við ekki líta sem sjálfsagðan hlut. Mergur málsins er sá að mun auðveldara er að fá fólk í stjórnir deilda/félaga þegar það veit að öflug liðsheild er á bak við starfið. Það má heldur ekki skipta út öllum úr stjórninni því þá fer svo mikil þekking í burtu en það því miður er of algengt að það gerist. Það er erfitt að fá fólk til starfa í sjálfboðavinnu í dag en það er hægt. Við sem höfum kynnst þessu vitum að fátt er skemmtilegara en að vera í íþróttahúsinu og fylgjast með æfingu, leikjum eða vinna að fjáröflunum til þess að halda starfinu gangandi. Við eignumst marga vini og kunningja í gegnum körfuboltan. Þetta er starf sem gefur okkur svo mikið sem við gætum ekki kynnst annars staðar. Hannes S.Jónsson Varaformaður KKÍ
Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira