Ágætu þingfulltrúar, Þrátt fyrir mikið umfang á starfsemi KKÍ undanfarin ár virðist ég enn einu sinni þurfa að standa hér fyrir framan ykkur og fullyrða að nú sé að baki enn eitt starfsárið sem telst til hins annasamasta frá upphafi. Virðast raunar vera lítil takmörk fyrir því hversu mikið er unnt að þenja umfang og verkefni sambandsins með þeim máttlausu áhöldum sem við höfum upp á að bjóða og þeim veiku fjárhagsforsendum sem við höfum úr að spila. Ég hef lýst áhyggjum af þessu áður, og geri það aftur nú. Ég hygg þó að vissu hámarki sé náð nú með annríki afmælisárs, Norðurlandamóti, útgáfu bókar og útbreiðslustarfi sem á sér ekki hliðstæðu í fortíðinni – annarsvegar með heilsársráðningu Friðriks Inga Rúnarssonar og hinsvegar með nokkurra mánaða starfi Nelsons Isley. Að venju mun ég láta nægja að vísa til framlagðrar skýrslu stjórnar um yfirlit yfir þau verkefni sem legið hafa fyrir stjórn sambandsins á liðnu starfsári, en þess í stað að fjalla um starf og mótahald sambandsins almennt. Mér finnst talsverð jákvæðni og bjartsýni á framtíðina einkenna starf körfuknattleikshreyfingarinnar nú um stundir. Slíkt er eftirtektarvert í ljósi þeirra bágbornu aðstæðna sem körfuknattleiksdeildir í landinu búa við í dag, þeim stórauknu kröfum sem gerðar eru til starfsins og æ flóknara umhverfi. Við höfum fengið nýja miðla og nýja mælikvarða til þess að meta starfið og viðhorf til þess innan hreyfingarinnar. Netið er orðið hluti af þeirri tilveru sem við búum við, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir. Nú fáum við strax að heyra það ef við misstígum okkur, og sjálfskipaðir spekingar undir ýmsum dulnefnum koma með missnilldarlegar athugasemdir um störf okkar allra. Á sama hátt skapast hinsvegar vettvangur til þess að koma réttum upplýsingum á framfæri, svo og þeim sjónarmiðum sem einstakar ákvarðanir byggjast á. Hjá KKÍ fylgjumst við vel með þessum nýju hraðbrautum upplýsingasamfélagsins. Við reynum að hlusta á málefnaleg sjónarmið sem þarna koma fram, vega þau og meta, og taka tillit til þeirra við einstakar ákvarðanatökur. KKÍ hefur tekið þá stefnu að blanda sér í umræðuna þegar það á við, einkum með því að koma á framfæri upplýsingum og sjónarmiðum KKÍ. Hefur þetta að mínu mati leitt til mun málefnalegri og umfram allt gagnlegri umfjöllunar um okkar ágætu íþrótt, og ekki er ég frá því að þar höfum við tekið ákveðið forskot hér á landi. Hið sama má reyndar segja um þróun og notkun á netinu sem miðli, og eiga félögin og ýmsir einstaklingar þar heiður skilinn. Vil ég eindregið hvetja félög til þess að koma sér upp og viðhalda heimasíðum af krafti því þar er vettvangur ungu kynslóðarinnar sem við erum að keppa um. Mótahald sambandsins. 1. deild kvenna varð nokkur einstefna KR-liðsins, en þó það hljómi mótsagnarkennt þá var deildin mun jafnari en undanfarin ár og fleiri lið gátu unnið leiki. Meira að segja hið unga og hugrakka lið Grindavíkur átti í fullu tré við stóru liðin á köflum og hlaut aðdáun margra fyrir vikið. Upp úr kvennakeppninni í vetur stendur þó hin bráðskemmtilega keppni 2. deildar, og sú gríðarlega gróska sem þar kemur fram í fjölda ungra og efnilegra leikmanna. S.l. haust héldum við málþing um málefni kvennakörfuknattleiks. Á þeim fundi tókust á sjónarmið um það hvort skylda ætti liðin til þess að leika í einni deild, og sýndist sitt hverjum, jafnvel þótt fyrir lægi að nokkuð færri félög myndu senda lið til keppni í einni deild. Þegar upp var staðið þá reyndist ákvörðun KKÍ hafa verið rétt, og finnst mér eftirtektarvert hversu stórmannlega sumir þeirra sem höfðu verið á öndverðri skoðun um haustið tóku á niðurstöðu vetrarins, og viðurkenndu fúslega að fyrra bragði að svo hafi verið. Þetta endurspeglar málefnalega gagnrýna skoðun sem skila á niðurstöðu í þágu körfuboltans fremur en einhliða gagnrýni, sem stundum er nefnd niðurrif. Teljum við að þar hafi ráðið nokkru rétt aðferðarfræði varðandi málþingið. Það að fá fram sjónarmið sem flestra, auk skilvirkrar upplýsingagjafar hafi leitt til þeirrar sáttar sem varð um ákvörðun KKÍ. Ennfremur undirstrikar þetta hið erfiða hlutverk yfirstjórnunar samtaka á borð við KKÍ, sem verða að hlýða á andstæð sjónarmið og taka síðan ákvörðun með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi, jafnvel þótt sú ákvörðun kunni að ganga gegn skoðunum eða jafnvel tímabundnum hagsmunum einstakra aðila. Slíkt hljóta menn að skilja, og virða til lengri tíma litið. Þannig virkar okkar fulltrúalýðræði - til slíkrar ákvörðunartöku er stjórn KKÍ kjörin. Í keppni meistaraflokks karla hefur síaukin breidd sett mark sitt á mótahaldið, bæði að því er varðar félög og eins leikmenn. Lið eiga nú ekki möguleika á sigrum nema með góðri breidd hæfileikaríkra leikmanna. Í þeim þremur stóru mótum sem leikið er til úrslita í hér á landi léku nú hvergi sömu lið til úrslita, og er það í annað sinn á þremur árum sem svo ótrúlega vill til. Grindavík og KR áttust við í Kjörísbikarnum, ÍR og Hamar í Doritosbikarnum, og Tindastóll og Njarðvík í Epson-deildinni. Er þessi mikla breidd toppliða styrkur og mun án efa stuðla að frekari uppbyggingu körfuknattleiks. Skapar fjöldi góðra liða meiri möguleika á þróun mótahaldsins, og gerir okkur kleyft að taka tillit til fleiri þátta á borð við landshlutaskiptingar neðri deilda, uppbyggingu dómara og þjálfara, minnkun kostnaðar og aðlögun mótahalds að æskilegum leikjafjölda og úrslitafyrirkomulagi. Fyrir þessu þingi liggja tillögur um breytingu á fjölda liða í efstu deild, og er vissulega sjálfsagt fyrir okkur að fjalla reglulega um mótahaldið okkar, þótt hér muni ég eigi taka afstöðu til fyrirliggjandi tillagna. Hér fyrir þinginu liggja ennfremur tillögur um fjölda erlendra leikmanna, annarsvegar að banna þá en hinsvegar að fjölga þeim. Eru þetta einnig vissulega annað atriði sem okkur er ávallt hollt að ræða málefnalega, og hef ég í sjálfu sér skilning á sjónarmiðum talsmanna beggja tillagna. Nokkur umræða varð í vetur um kostnað við erlenda leikmenn, og kom slíkt m.a. fram í máli þingmanns á fjármálaráðstefnu íþróttahreyfingarinnar nú í vor. Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á tilvist og kostnaði við erlenda leikmenn þá er erfitt að sætta sig við slíkar athugasemdir fulltrúa stjórnvalda sem styrkja listir og aðra menningarstarfsemi fyrir 1-2 milljarða á ári þar sem engin listahátíð eða listviðburður virðist vera boðlegur nema hingað streymi erlendir listamenn á kostnað hins opinbera. Hvenær hefur íslensku landsliði í íþróttagrein verið boðið á erlenda kynningu sendiráða eða menningarviðburða á kostnað hins opinbera? Þetta gerist á sama tíma og listastofnanir keppast um að ráðast inn á þröngan sponsormarkað, sem fram að þessu hefur verið nánast eina uppspretta fjármagns íþróttanna. Þetta er þróun sem ég hef varað við, og tel að sé að aukast íþróttahreyfingunni verulega í óhag. Hvað voru margir íþróttaviðburðir á kristnihátíð, landafundahátíð eða menningarborgarhátíð Reykjavíkur? Samtals veltu þessar hátíðir hátt í tveimur milljörðum úr vasa skattborgara. Eitthvað mætti kaupa af erlendum leikmönnum í körfuknattleik fyrir þá fjárhæð. Nú, en ekki get ég skilið við mótahald okkar öðruvísi en svo að hrósa félögum fyrir öflugt unglingastarf í flestum tilvikum. Verðum við í sameiningu að viðhalda þessum hvata, og vinna að því t.a.m. að mennta þjálfara okkar betur. KKÍ og ÍSÍ hafa boðið upp á fjölmörg námskeið í því skyni, og þótt unglingastarf félaganna sé vissulega gott þá hefur mæting á þessi námskeið verið óásættanleg. Ber þar hæst heimsókn Nelsons Isley, sem dvaldi hér síðari hluta s.l. árs. Skólaheimsóknir sem hann skipulagði tókust frábærlega, og heimsótti hann á bilinu 10-12 þúsund ungmenni, en viðbrögð félaganna við boðum Nelsons um að mæta á æfingar voru lítil sem engin. Vekur það nokkra furðu, því hér hefur KKÍ náð að kosta hingað til lands hæfan erlendan þjálfara sem hefur af miklu að miðla, og heimsóknir til félaganna voru með öllu endurgjaldslausar. Er mér nokkuð óskiljanlegt hvað þarf til að þessu leyti, því sannarlega er þetta það sem einna mest heyrist frá félögunum um að þurfi að gera. Gaman væri að heyra hér sjónarmið hvað það er sem okkur hjá KKÍ yfirsést við þessa framkvæmd. Annað verkefni er það sem mikið var rætt í utanþingsstörfum á síðasta ársþingi, en það var að fá KKÍ til þess að skipuleggja samráðsvettvang félaganna að hausti þar sem stjórnir félaganna myndu hittast, kynnast, fræðast hver af annarri og eiga saman glaðan dag. Skipulögðum við slíkan viðburð í námskeiðsformi, og var reynt að taka tillit til ábendinga um tímasetningu, lengd og kostnað sem m.a. fólst í staðsetningu og fyrirkomulagi, en allt kom fyrir ekki - eitthvert bil virtist vera á milli orða og athafna félaganna að þessu leyti. Væri einnig gaman að fræðast um það hjá félögunum hvernig menn hefðu viljað sjá slíkan viðburð framkvæmdan. Við erum að þessu í þágu okkar allra. Landsliðsmál. Í byrjun ársins kynnti stjórn KKÍ metnaðarfulla afreksstefnu sína til sex ára. Var ráðist í kynningu hennar, ekki síst með hliðsjón af auknum kröfum Afrekssjóðs ÍSÍ um markmið, framsetningu, rökstuðning og eigin fjármögnun slíkrar afreksstefnu sem forsendur fyrir úthlutun úr sjóðnum. Hafa viðbrögð við stefnunni verið mjög góð, og menn tjáð hana í senn vel framsetta og rökstudda, metnaðarfulla en raunhæfa, svo ekki sé minnst á fjárhagslegar forsendur hennar sem menn segja mjög ábyrgar. En hvað vantar þá? Jú, sjálfa afreksstyrkina. Afreksstefna KKÍ virðist engu hafa breytt um það viðhorf fulltrúa Afrekssjóðs ÍSÍ að innan körfuknattleiks finnist ekki afreksmenn. Enn er körfuknattleikur nánast hundsaður. Þrátt fyrir að bros og klapp á bakið fyrir góðan og sívaxandi árangur og góða framsetningu afreksstefnu þá eru það styrkir Afrekssjóðs sem í reynd eru farnir að mismuna íþróttagreinum verulega hér á landi. Það er spurning hvort ekki sé farið að verða tímabært að vekja athygli Samkeppnisstofnunar á þessu misrétti – það yrði vart liðið annarsstaðar í samfélaginu. Okkur þykir verr farið með körfuknattleikinn en grænmetisneytendur. Ég geri mér fulla grein fyrir takmörkuðu fjármagni sjóðsins, en það hlýtur í öllu falli að vera kominn tími til að skipa stjórn sjóðsins til tilbreytingar öðru en fulltrúum þeirra sérsambanda sem skenkja hverju öðru styrkina ár eftir ár, og byggja rekstur sinna sérsambanda að mestu leyti á þeim styrkjum. Við höldum úti hundruðum landsliðsleikmanna á hverju ári, en sambönd sem e.t.v. ná varla að telja þá í tugum fá allt að tíföldu framlagi til KKÍ, og byggja rekstur sambanda sinna að stóru leyti á þeim framlögum. Ég hef fulla trú á því að fyrirsvarsmenn ÍSÍ vilji sjá meiri sanngirni í þessu en verið hefur. A-landslið kvenna náði mjög góðum árangri á s.l. ári, og tók m.a. þátt í Norðurlandamóti í fyrsta sinn síðan 1986. Þá tapaði liðið öllum sínum leikjum með 90-120 stiga mun, en nú brá svo við að við stóðum í öllum þjóðunum, og náðum meira að segja að sigra Dani. Fyrr um árið höfðum við unnið Norðmenn á alþjóðlegu móti, svo ljóst er að ef tekið er mið af þessum mælikvarða þá hafa framfarir íslensks kvennakörfuknattleiks verið margfalt hraðari en í nágrannalöndunum. Er það í samræmi við það sem við höfum haldið fram undanfarin ár. Enn sem komið er hefur vaxandi árangur A-landsliðs karla verið samfelldur s.l. 8 ár. Nýjasta skrefið var fyrsti sigurinn í undanúrslitakeppni Evrópumótsins nú í febrúar. Framundan eru erfið verkefni í sumar, Smáþjóðaleikarnir sem við höfum ekki sigrað síðan 1993 og forkeppni Evrópumótsins þar sem við erum í erfiðasta riðli keppninnar með tvær aðrar þjóðir úr undanúrslitakeppninni, sem báðar unnu það 4 leiki í síðustu keppni, auk Íra sem geta verið óútreiknanlegir vegna fjölda leikmanna frá Bandaríkjunum með Írsk vegabréf. Við höfum metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir A-landslið karla, og var m.a. kynnt í afreksstefnunni til næstu 6 ára. Við byggjum þar á uppbyggingu undanfarins áratugar, og vil ég tileinka öllum þeim sem komið hafa að málefnum landsliðsins á þeim tíma þann árangur sem við óumdeilanlega höfum náð, hvað sem framtíðinni kann að líða. Hinsvegar hefur engum sem kynnt hefur sér 24 manna hóp sumarsins dulist að ætlunin er að tjalda lengur en til einnar nætur. Meðalaldur liðsins er í kringum 21 ár, en meðalhæðin þeim mun hærri. Það sem við verðum hinsvegar að hafa hugfast að stefnumörkun til langs tíma tekur langan tíma. Við megum ekki fara á taugum þótt allt komi ekki strax. Þótt við höfum fulla trú á ungu strákunum okkar í liðinu þá verða langtímamarkmiðin samt sett ofar skammtímamarkmiðum. Við þurfum annarsvegar að hafa trú á því sem við erum að gera og hinsvegar þolinmæði til að bíða eftir því. Vandamál landsliðsuppbyggingarinnar nú eru fyrst og fremst fólgin í skorti á fjármagni. Við höfum lýst því sem forsendu afeksstefnunnar að ekki sé rétt að skuldsetja sambandið með því að gefa út innistæðulausa tékka á uppbyggingu og unglingastarf framtíðarinnar. Undir þessum kringumstæðum getum við t.a.m. ekki haldið landsliðsþjálfara í fullu starfi eins og var s.l. vetur. Því miður. Að lokum vil ég hér víkja að þeim skugga sem hvíldi yfir síðustu vikum starfsársins og fólst í lyfjasýnum sem tekin voru fyrr í vetur af þremur körfuknattleiksleikmönnum. Hafa mál þessi vakið upp ýmsar spurningar, sem þó var velt upp innan körfuknattleikshreyfingarinnar fyrir rúmum tveimur árum þegar fyrsta “næstum-því-lyfjamálið” var til meðferðar hjá okkur. Í kjölfar þess máls ritaði stjórn KKÍ bréf til ÍSÍ þar sem gagnrýnd var meðferð af hálfu þáverandi lyfjanefndar ÍSÍ, auk þess að vekja athygli á því að reglugerðir um lyfjaeftirlit væru eigi sniðnar að mótahaldi flokkaíþrótta. Ekkert hefur gerst í þessum málum fyrr en nú þegar á slík mál reynir aftur – tveimur árum síðar. Í kjölfar nýafstaðinna mála barst KKÍ bréf frá ÍSÍ um ráðgerða breytingu á lyfjareglugerð þess efnis að heimilt verði að ógilda leiki frá sýnatökudegi. Hefur KKÍ, sem og önnur sérsambönd flokkaíþrótta mótmælt þessu harðlega, ekki síst í ljósi þess að okkar litla áhugamannasamfélag hefur í sumum tilvikum gengið lengra í refsingum en alþjóðleg sérsambönd og atvinnumannasamfélög. Það tíðkast hvergi að refsa saklausum aðilum í samfélaginu. Refsingin má ekki verða alvarlegri en afbrotið. Lyfjamisnotkun á ekki að líðast innan okkar hreyfingar, og fordæmir stjórn KKÍ ef keppendur reynast vera að svindla á jafnræði íþróttahreyfingarinnar. Á hinn bóginn er það skoðun mín að framganga núverandi formanns Heilbrigðisráðs ÍSÍ í þessum málum hefur einkennst af óþarfa offorsi og klaufaskap. Kom ýmislegt fram undir rekstri fyrrgreindra mála sem flokkast undir alvarlega spillingu, og myndi hvergi líðast annarsstaðar. Verður að segjast eins og er að trúnaðarbrestur hefur orðið á milli stjórnar KKÍ og núverandi formanns Heilbrigðisráðs ÍSÍ. Þeir tveir leikmenn sem fengu mánaðarkeppnisbann vegna neyslu efna sem innihéldu efedrín fengu réttláta og sanngjarna málsmeðferð af hálfu dómstólsins. Annað getum við ekki sem sérsamband farið fram á. Þeir fengu sinn dóm, og ekkert við það að athuga. Í kjölfar þeirra mála hafa síðan vaknað upp talsverðar umræður um neyslu ýmissa fæðubótarefna sem innihaldið geta lyf sem eru á bannlista, og auðvelt er að taka fyrir gáleysi eða klaufaskap, eins og reyndar er beinlínis tekið fram í reglugerðum ÍSÍ. Auðvitað vona ég að þessi tvö dæmi hafi orðið öðrum víti til varnaðar, og ekki síst umræddum leikmönnum sjálfum, en þeir töldust hafa nokkrar málsbætur og fengu nánast vægustu refsingu. Reyndar er það svo að lyfjamál eru sérstök fyrir það leyti að enginn stigsmunur virðist gerður á alvarleika brota gagnvart almenningi. Þannig eru efedrín-brot sem hafa að hámarki þriggja mánaða refsingu lögð að jöfnu við brot á öðrum efnum sem hafa að lágmarki tveggja ára refsingu. Þætti það ekki eðlilegt í samfélaginu ef hraðakstur og kynferðisbrot yrðu lögð að jöfnu með þeim hætti. Kann þetta að vera vegna þeirra flóknu efnaheita sem um er að ræða, og að almenningur hefur ekki skilning sem þarf til að gera greinarmun þarna á. Æskilegt væri ef Heilbrigðisráð ÍSÍ myndi taka á þessu með fræðslu. Með lyfjaeftirliti er vissulega verið að senda skilaboð til þeirra sem kunna að svindla, og er það vissulega vel. Menn verða þó að vinna lyfjaeftirlit með hreyfingunni en ekki gegn henni, og sú ákvörðun að höfða mál á hendur leikmanni í 1. deild kvenna sem tók astmalyf við sjúkdómi sínum, er fyrir neðan allar hellur. Lyfið er ekki á bannlista sem slíkt, heldur telst til lyfja sem sækja þarf um undanþágu fyrir, og hafa ber í huga að við venjulegar kringumstæður í körfuknattleik mun ekki vera mögulegt að nota umrætt lyf sér til framdráttar. Stjórn KKÍ varaði við því að draga nafn fyrirmyndaríþróttamanns í gegnum svaðið með þessum hætti, og tók þá einstöku afstöðu að lýsa yfir stuðningi við viðkomandi leikmann og þeirri skoðun að hún væri saklaus. Formaður Heilbrigðisráðs ÍSÍ kaus engu að síður að sækja málið af miklu ofstæki, og já óheiðarleika, en uppskar einungis augljósa niðurstöðu sérstaks dómstóls 5 valinkunnra einstaklinga, sem var samhljóða við þá niðurstöðu sem allir aðrir en formaður Heilbrigðisráðs virtust hafa komist að. Ég ætla ekki að reifa á þessu stigi þann óheiðarleika sem fram kom í málinu, en vek athygli á því sem sagt var um skilaboð með lyfjaeftirliti. Hvaða skilaboð er Heilbrigðisráð ÍSÍ að senda foreldrum langveikra barna í þessu tilviki? Í reynd eru skilaboðin þau að senda barnið í eitthvað annað en íþróttir því barnið kann síðar að verða stimplaður glæpamaður af slysni vegna sjúkdóms síns. Sú staðreynd að formaður Heilbrigðisnefndar kom síðar í fjölmiðla og var forviða yfir niðurstöðunum ber merki þess að hann sé ekki fær um að rannsaka og reka slík ákærumál af eðlilegri hlutlægni. Ég vil taka skýrt fram að stjórn ÍSÍ, framkvæmdastjóri og aðrir starfsmenn ÍSÍ hafa komið fram í þessu máli af skynsemi og málefnaleika í þágu íþróttahreyfingarinnar, og beinist gagnrýni okkar ekki að þeim aðilum. Þvert á móti kom forseti ÍSÍ, Ellert B. Schram, fram af mikilli ábyrgð og skynsemi í fjölmiðlum – í þágu íþróttahreyfingarinnar. Ég fagna yfirlýsingu stjórnar ÍSÍ um úttekt þessara málaflokka, m.a. á neyslu hinna s.k. fæðubótarefna. Með því er ÍSÍ að beina sjónum að því að koma í veg fyrir lyfjanotkun fremur en að byggja starfið eingöngu á því að “hanka” keppendur. Það er ekki vani minn að vera með neikvæðni í þessari skýrslu minni til ársþings, en þetta mál er einfaldlega þannig vaxið að ég hef talið nauðsynlegt að upplýsa ársþing okkar sambands um stöðu mála með nokkuð ítarlegum hætti. Ég vil því láta nóg af neikvæðum umfjöllunarefnum að sinni, og fá að enda ræðu mína á tilvísun til jákvæðari þátta innan okkar hreyfingar. Í vetur hafa fréttir af jákvæðum viðburðum vakið athygli. Hvort heldur um er að ræða lýsingar af leikmönnum sem róa æsta áhorfendur vegna óréttmætrar gagnrýni réttrar ákvörðunar dómara, einlægar hamingjuóskir þjálfara félaga þegar nýr dómari tók sín fyrstu skref, þegar sigur- og taplið úrslitaleiks kvenna sameinuðust eftir leikinn í afmælissöng með áhorfendum til heiðurs fertugum framkvæmdastjóra sambandsins, eða drengileg framkoma stuðningsmanna félaganna sem kepptu til úrslita um íslandsmeistaratitilinn á Sauðárkróki, þá hlýja slíkar sögur manni um hjartaræturnar og verða hvati til að halda áfram að starfa í slíkri hreyfingu. Ég vil nú vonast til þess að við komum til með að eiga hér saman málefnalegt og gagnlegt þing. Takk fyrir.
Grein
Ágætu þingfulltrúar, Þrátt fyrir mikið umfang á starfsemi KKÍ undanfarin ár virðist ég enn einu sinni þurfa að standa hér fyrir framan ykkur og fullyrða að nú sé að baki enn eitt starfsárið sem telst til hins annasamasta frá upphafi. Virðast raunar vera lítil takmörk fyrir því hversu mikið er unnt að þenja umfang og verkefni sambandsins með þeim máttlausu áhöldum sem við höfum upp á að bjóða og þeim veiku fjárhagsforsendum sem við höfum úr að spila. Ég hef lýst áhyggjum af þessu áður, og geri það aftur nú. Ég hygg þó að vissu hámarki sé náð nú með annríki afmælisárs, Norðurlandamóti, útgáfu bókar og útbreiðslustarfi sem á sér ekki hliðstæðu í fortíðinni – annarsvegar með heilsársráðningu Friðriks Inga Rúnarssonar og hinsvegar með nokkurra mánaða starfi Nelsons Isley. Að venju mun ég láta nægja að vísa til framlagðrar skýrslu stjórnar um yfirlit yfir þau verkefni sem legið hafa fyrir stjórn sambandsins á liðnu starfsári, en þess í stað að fjalla um starf og mótahald sambandsins almennt. Mér finnst talsverð jákvæðni og bjartsýni á framtíðina einkenna starf körfuknattleikshreyfingarinnar nú um stundir. Slíkt er eftirtektarvert í ljósi þeirra bágbornu aðstæðna sem körfuknattleiksdeildir í landinu búa við í dag, þeim stórauknu kröfum sem gerðar eru til starfsins og æ flóknara umhverfi. Við höfum fengið nýja miðla og nýja mælikvarða til þess að meta starfið og viðhorf til þess innan hreyfingarinnar. Netið er orðið hluti af þeirri tilveru sem við búum við, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir. Nú fáum við strax að heyra það ef við misstígum okkur, og sjálfskipaðir spekingar undir ýmsum dulnefnum koma með missnilldarlegar athugasemdir um störf okkar allra. Á sama hátt skapast hinsvegar vettvangur til þess að koma réttum upplýsingum á framfæri, svo og þeim sjónarmiðum sem einstakar ákvarðanir byggjast á. Hjá KKÍ fylgjumst við vel með þessum nýju hraðbrautum upplýsingasamfélagsins. Við reynum að hlusta á málefnaleg sjónarmið sem þarna koma fram, vega þau og meta, og taka tillit til þeirra við einstakar ákvarðanatökur. KKÍ hefur tekið þá stefnu að blanda sér í umræðuna þegar það á við, einkum með því að koma á framfæri upplýsingum og sjónarmiðum KKÍ. Hefur þetta að mínu mati leitt til mun málefnalegri og umfram allt gagnlegri umfjöllunar um okkar ágætu íþrótt, og ekki er ég frá því að þar höfum við tekið ákveðið forskot hér á landi. Hið sama má reyndar segja um þróun og notkun á netinu sem miðli, og eiga félögin og ýmsir einstaklingar þar heiður skilinn. Vil ég eindregið hvetja félög til þess að koma sér upp og viðhalda heimasíðum af krafti því þar er vettvangur ungu kynslóðarinnar sem við erum að keppa um. Mótahald sambandsins. 1. deild kvenna varð nokkur einstefna KR-liðsins, en þó það hljómi mótsagnarkennt þá var deildin mun jafnari en undanfarin ár og fleiri lið gátu unnið leiki. Meira að segja hið unga og hugrakka lið Grindavíkur átti í fullu tré við stóru liðin á köflum og hlaut aðdáun margra fyrir vikið. Upp úr kvennakeppninni í vetur stendur þó hin bráðskemmtilega keppni 2. deildar, og sú gríðarlega gróska sem þar kemur fram í fjölda ungra og efnilegra leikmanna. S.l. haust héldum við málþing um málefni kvennakörfuknattleiks. Á þeim fundi tókust á sjónarmið um það hvort skylda ætti liðin til þess að leika í einni deild, og sýndist sitt hverjum, jafnvel þótt fyrir lægi að nokkuð færri félög myndu senda lið til keppni í einni deild. Þegar upp var staðið þá reyndist ákvörðun KKÍ hafa verið rétt, og finnst mér eftirtektarvert hversu stórmannlega sumir þeirra sem höfðu verið á öndverðri skoðun um haustið tóku á niðurstöðu vetrarins, og viðurkenndu fúslega að fyrra bragði að svo hafi verið. Þetta endurspeglar málefnalega gagnrýna skoðun sem skila á niðurstöðu í þágu körfuboltans fremur en einhliða gagnrýni, sem stundum er nefnd niðurrif. Teljum við að þar hafi ráðið nokkru rétt aðferðarfræði varðandi málþingið. Það að fá fram sjónarmið sem flestra, auk skilvirkrar upplýsingagjafar hafi leitt til þeirrar sáttar sem varð um ákvörðun KKÍ. Ennfremur undirstrikar þetta hið erfiða hlutverk yfirstjórnunar samtaka á borð við KKÍ, sem verða að hlýða á andstæð sjónarmið og taka síðan ákvörðun með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi, jafnvel þótt sú ákvörðun kunni að ganga gegn skoðunum eða jafnvel tímabundnum hagsmunum einstakra aðila. Slíkt hljóta menn að skilja, og virða til lengri tíma litið. Þannig virkar okkar fulltrúalýðræði - til slíkrar ákvörðunartöku er stjórn KKÍ kjörin. Í keppni meistaraflokks karla hefur síaukin breidd sett mark sitt á mótahaldið, bæði að því er varðar félög og eins leikmenn. Lið eiga nú ekki möguleika á sigrum nema með góðri breidd hæfileikaríkra leikmanna. Í þeim þremur stóru mótum sem leikið er til úrslita í hér á landi léku nú hvergi sömu lið til úrslita, og er það í annað sinn á þremur árum sem svo ótrúlega vill til. Grindavík og KR áttust við í Kjörísbikarnum, ÍR og Hamar í Doritosbikarnum, og Tindastóll og Njarðvík í Epson-deildinni. Er þessi mikla breidd toppliða styrkur og mun án efa stuðla að frekari uppbyggingu körfuknattleiks. Skapar fjöldi góðra liða meiri möguleika á þróun mótahaldsins, og gerir okkur kleyft að taka tillit til fleiri þátta á borð við landshlutaskiptingar neðri deilda, uppbyggingu dómara og þjálfara, minnkun kostnaðar og aðlögun mótahalds að æskilegum leikjafjölda og úrslitafyrirkomulagi. Fyrir þessu þingi liggja tillögur um breytingu á fjölda liða í efstu deild, og er vissulega sjálfsagt fyrir okkur að fjalla reglulega um mótahaldið okkar, þótt hér muni ég eigi taka afstöðu til fyrirliggjandi tillagna. Hér fyrir þinginu liggja ennfremur tillögur um fjölda erlendra leikmanna, annarsvegar að banna þá en hinsvegar að fjölga þeim. Eru þetta einnig vissulega annað atriði sem okkur er ávallt hollt að ræða málefnalega, og hef ég í sjálfu sér skilning á sjónarmiðum talsmanna beggja tillagna. Nokkur umræða varð í vetur um kostnað við erlenda leikmenn, og kom slíkt m.a. fram í máli þingmanns á fjármálaráðstefnu íþróttahreyfingarinnar nú í vor. Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á tilvist og kostnaði við erlenda leikmenn þá er erfitt að sætta sig við slíkar athugasemdir fulltrúa stjórnvalda sem styrkja listir og aðra menningarstarfsemi fyrir 1-2 milljarða á ári þar sem engin listahátíð eða listviðburður virðist vera boðlegur nema hingað streymi erlendir listamenn á kostnað hins opinbera. Hvenær hefur íslensku landsliði í íþróttagrein verið boðið á erlenda kynningu sendiráða eða menningarviðburða á kostnað hins opinbera? Þetta gerist á sama tíma og listastofnanir keppast um að ráðast inn á þröngan sponsormarkað, sem fram að þessu hefur verið nánast eina uppspretta fjármagns íþróttanna. Þetta er þróun sem ég hef varað við, og tel að sé að aukast íþróttahreyfingunni verulega í óhag. Hvað voru margir íþróttaviðburðir á kristnihátíð, landafundahátíð eða menningarborgarhátíð Reykjavíkur? Samtals veltu þessar hátíðir hátt í tveimur milljörðum úr vasa skattborgara. Eitthvað mætti kaupa af erlendum leikmönnum í körfuknattleik fyrir þá fjárhæð. Nú, en ekki get ég skilið við mótahald okkar öðruvísi en svo að hrósa félögum fyrir öflugt unglingastarf í flestum tilvikum. Verðum við í sameiningu að viðhalda þessum hvata, og vinna að því t.a.m. að mennta þjálfara okkar betur. KKÍ og ÍSÍ hafa boðið upp á fjölmörg námskeið í því skyni, og þótt unglingastarf félaganna sé vissulega gott þá hefur mæting á þessi námskeið verið óásættanleg. Ber þar hæst heimsókn Nelsons Isley, sem dvaldi hér síðari hluta s.l. árs. Skólaheimsóknir sem hann skipulagði tókust frábærlega, og heimsótti hann á bilinu 10-12 þúsund ungmenni, en viðbrögð félaganna við boðum Nelsons um að mæta á æfingar voru lítil sem engin. Vekur það nokkra furðu, því hér hefur KKÍ náð að kosta hingað til lands hæfan erlendan þjálfara sem hefur af miklu að miðla, og heimsóknir til félaganna voru með öllu endurgjaldslausar. Er mér nokkuð óskiljanlegt hvað þarf til að þessu leyti, því sannarlega er þetta það sem einna mest heyrist frá félögunum um að þurfi að gera. Gaman væri að heyra hér sjónarmið hvað það er sem okkur hjá KKÍ yfirsést við þessa framkvæmd. Annað verkefni er það sem mikið var rætt í utanþingsstörfum á síðasta ársþingi, en það var að fá KKÍ til þess að skipuleggja samráðsvettvang félaganna að hausti þar sem stjórnir félaganna myndu hittast, kynnast, fræðast hver af annarri og eiga saman glaðan dag. Skipulögðum við slíkan viðburð í námskeiðsformi, og var reynt að taka tillit til ábendinga um tímasetningu, lengd og kostnað sem m.a. fólst í staðsetningu og fyrirkomulagi, en allt kom fyrir ekki - eitthvert bil virtist vera á milli orða og athafna félaganna að þessu leyti. Væri einnig gaman að fræðast um það hjá félögunum hvernig menn hefðu viljað sjá slíkan viðburð framkvæmdan. Við erum að þessu í þágu okkar allra. Landsliðsmál. Í byrjun ársins kynnti stjórn KKÍ metnaðarfulla afreksstefnu sína til sex ára. Var ráðist í kynningu hennar, ekki síst með hliðsjón af auknum kröfum Afrekssjóðs ÍSÍ um markmið, framsetningu, rökstuðning og eigin fjármögnun slíkrar afreksstefnu sem forsendur fyrir úthlutun úr sjóðnum. Hafa viðbrögð við stefnunni verið mjög góð, og menn tjáð hana í senn vel framsetta og rökstudda, metnaðarfulla en raunhæfa, svo ekki sé minnst á fjárhagslegar forsendur hennar sem menn segja mjög ábyrgar. En hvað vantar þá? Jú, sjálfa afreksstyrkina. Afreksstefna KKÍ virðist engu hafa breytt um það viðhorf fulltrúa Afrekssjóðs ÍSÍ að innan körfuknattleiks finnist ekki afreksmenn. Enn er körfuknattleikur nánast hundsaður. Þrátt fyrir að bros og klapp á bakið fyrir góðan og sívaxandi árangur og góða framsetningu afreksstefnu þá eru það styrkir Afrekssjóðs sem í reynd eru farnir að mismuna íþróttagreinum verulega hér á landi. Það er spurning hvort ekki sé farið að verða tímabært að vekja athygli Samkeppnisstofnunar á þessu misrétti – það yrði vart liðið annarsstaðar í samfélaginu. Okkur þykir verr farið með körfuknattleikinn en grænmetisneytendur. Ég geri mér fulla grein fyrir takmörkuðu fjármagni sjóðsins, en það hlýtur í öllu falli að vera kominn tími til að skipa stjórn sjóðsins til tilbreytingar öðru en fulltrúum þeirra sérsambanda sem skenkja hverju öðru styrkina ár eftir ár, og byggja rekstur sinna sérsambanda að mestu leyti á þeim styrkjum. Við höldum úti hundruðum landsliðsleikmanna á hverju ári, en sambönd sem e.t.v. ná varla að telja þá í tugum fá allt að tíföldu framlagi til KKÍ, og byggja rekstur sambanda sinna að stóru leyti á þeim framlögum. Ég hef fulla trú á því að fyrirsvarsmenn ÍSÍ vilji sjá meiri sanngirni í þessu en verið hefur. A-landslið kvenna náði mjög góðum árangri á s.l. ári, og tók m.a. þátt í Norðurlandamóti í fyrsta sinn síðan 1986. Þá tapaði liðið öllum sínum leikjum með 90-120 stiga mun, en nú brá svo við að við stóðum í öllum þjóðunum, og náðum meira að segja að sigra Dani. Fyrr um árið höfðum við unnið Norðmenn á alþjóðlegu móti, svo ljóst er að ef tekið er mið af þessum mælikvarða þá hafa framfarir íslensks kvennakörfuknattleiks verið margfalt hraðari en í nágrannalöndunum. Er það í samræmi við það sem við höfum haldið fram undanfarin ár. Enn sem komið er hefur vaxandi árangur A-landsliðs karla verið samfelldur s.l. 8 ár. Nýjasta skrefið var fyrsti sigurinn í undanúrslitakeppni Evrópumótsins nú í febrúar. Framundan eru erfið verkefni í sumar, Smáþjóðaleikarnir sem við höfum ekki sigrað síðan 1993 og forkeppni Evrópumótsins þar sem við erum í erfiðasta riðli keppninnar með tvær aðrar þjóðir úr undanúrslitakeppninni, sem báðar unnu það 4 leiki í síðustu keppni, auk Íra sem geta verið óútreiknanlegir vegna fjölda leikmanna frá Bandaríkjunum með Írsk vegabréf. Við höfum metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir A-landslið karla, og var m.a. kynnt í afreksstefnunni til næstu 6 ára. Við byggjum þar á uppbyggingu undanfarins áratugar, og vil ég tileinka öllum þeim sem komið hafa að málefnum landsliðsins á þeim tíma þann árangur sem við óumdeilanlega höfum náð, hvað sem framtíðinni kann að líða. Hinsvegar hefur engum sem kynnt hefur sér 24 manna hóp sumarsins dulist að ætlunin er að tjalda lengur en til einnar nætur. Meðalaldur liðsins er í kringum 21 ár, en meðalhæðin þeim mun hærri. Það sem við verðum hinsvegar að hafa hugfast að stefnumörkun til langs tíma tekur langan tíma. Við megum ekki fara á taugum þótt allt komi ekki strax. Þótt við höfum fulla trú á ungu strákunum okkar í liðinu þá verða langtímamarkmiðin samt sett ofar skammtímamarkmiðum. Við þurfum annarsvegar að hafa trú á því sem við erum að gera og hinsvegar þolinmæði til að bíða eftir því. Vandamál landsliðsuppbyggingarinnar nú eru fyrst og fremst fólgin í skorti á fjármagni. Við höfum lýst því sem forsendu afeksstefnunnar að ekki sé rétt að skuldsetja sambandið með því að gefa út innistæðulausa tékka á uppbyggingu og unglingastarf framtíðarinnar. Undir þessum kringumstæðum getum við t.a.m. ekki haldið landsliðsþjálfara í fullu starfi eins og var s.l. vetur. Því miður. Að lokum vil ég hér víkja að þeim skugga sem hvíldi yfir síðustu vikum starfsársins og fólst í lyfjasýnum sem tekin voru fyrr í vetur af þremur körfuknattleiksleikmönnum. Hafa mál þessi vakið upp ýmsar spurningar, sem þó var velt upp innan körfuknattleikshreyfingarinnar fyrir rúmum tveimur árum þegar fyrsta “næstum-því-lyfjamálið” var til meðferðar hjá okkur. Í kjölfar þess máls ritaði stjórn KKÍ bréf til ÍSÍ þar sem gagnrýnd var meðferð af hálfu þáverandi lyfjanefndar ÍSÍ, auk þess að vekja athygli á því að reglugerðir um lyfjaeftirlit væru eigi sniðnar að mótahaldi flokkaíþrótta. Ekkert hefur gerst í þessum málum fyrr en nú þegar á slík mál reynir aftur – tveimur árum síðar. Í kjölfar nýafstaðinna mála barst KKÍ bréf frá ÍSÍ um ráðgerða breytingu á lyfjareglugerð þess efnis að heimilt verði að ógilda leiki frá sýnatökudegi. Hefur KKÍ, sem og önnur sérsambönd flokkaíþrótta mótmælt þessu harðlega, ekki síst í ljósi þess að okkar litla áhugamannasamfélag hefur í sumum tilvikum gengið lengra í refsingum en alþjóðleg sérsambönd og atvinnumannasamfélög. Það tíðkast hvergi að refsa saklausum aðilum í samfélaginu. Refsingin má ekki verða alvarlegri en afbrotið. Lyfjamisnotkun á ekki að líðast innan okkar hreyfingar, og fordæmir stjórn KKÍ ef keppendur reynast vera að svindla á jafnræði íþróttahreyfingarinnar. Á hinn bóginn er það skoðun mín að framganga núverandi formanns Heilbrigðisráðs ÍSÍ í þessum málum hefur einkennst af óþarfa offorsi og klaufaskap. Kom ýmislegt fram undir rekstri fyrrgreindra mála sem flokkast undir alvarlega spillingu, og myndi hvergi líðast annarsstaðar. Verður að segjast eins og er að trúnaðarbrestur hefur orðið á milli stjórnar KKÍ og núverandi formanns Heilbrigðisráðs ÍSÍ. Þeir tveir leikmenn sem fengu mánaðarkeppnisbann vegna neyslu efna sem innihéldu efedrín fengu réttláta og sanngjarna málsmeðferð af hálfu dómstólsins. Annað getum við ekki sem sérsamband farið fram á. Þeir fengu sinn dóm, og ekkert við það að athuga. Í kjölfar þeirra mála hafa síðan vaknað upp talsverðar umræður um neyslu ýmissa fæðubótarefna sem innihaldið geta lyf sem eru á bannlista, og auðvelt er að taka fyrir gáleysi eða klaufaskap, eins og reyndar er beinlínis tekið fram í reglugerðum ÍSÍ. Auðvitað vona ég að þessi tvö dæmi hafi orðið öðrum víti til varnaðar, og ekki síst umræddum leikmönnum sjálfum, en þeir töldust hafa nokkrar málsbætur og fengu nánast vægustu refsingu. Reyndar er það svo að lyfjamál eru sérstök fyrir það leyti að enginn stigsmunur virðist gerður á alvarleika brota gagnvart almenningi. Þannig eru efedrín-brot sem hafa að hámarki þriggja mánaða refsingu lögð að jöfnu við brot á öðrum efnum sem hafa að lágmarki tveggja ára refsingu. Þætti það ekki eðlilegt í samfélaginu ef hraðakstur og kynferðisbrot yrðu lögð að jöfnu með þeim hætti. Kann þetta að vera vegna þeirra flóknu efnaheita sem um er að ræða, og að almenningur hefur ekki skilning sem þarf til að gera greinarmun þarna á. Æskilegt væri ef Heilbrigðisráð ÍSÍ myndi taka á þessu með fræðslu. Með lyfjaeftirliti er vissulega verið að senda skilaboð til þeirra sem kunna að svindla, og er það vissulega vel. Menn verða þó að vinna lyfjaeftirlit með hreyfingunni en ekki gegn henni, og sú ákvörðun að höfða mál á hendur leikmanni í 1. deild kvenna sem tók astmalyf við sjúkdómi sínum, er fyrir neðan allar hellur. Lyfið er ekki á bannlista sem slíkt, heldur telst til lyfja sem sækja þarf um undanþágu fyrir, og hafa ber í huga að við venjulegar kringumstæður í körfuknattleik mun ekki vera mögulegt að nota umrætt lyf sér til framdráttar. Stjórn KKÍ varaði við því að draga nafn fyrirmyndaríþróttamanns í gegnum svaðið með þessum hætti, og tók þá einstöku afstöðu að lýsa yfir stuðningi við viðkomandi leikmann og þeirri skoðun að hún væri saklaus. Formaður Heilbrigðisráðs ÍSÍ kaus engu að síður að sækja málið af miklu ofstæki, og já óheiðarleika, en uppskar einungis augljósa niðurstöðu sérstaks dómstóls 5 valinkunnra einstaklinga, sem var samhljóða við þá niðurstöðu sem allir aðrir en formaður Heilbrigðisráðs virtust hafa komist að. Ég ætla ekki að reifa á þessu stigi þann óheiðarleika sem fram kom í málinu, en vek athygli á því sem sagt var um skilaboð með lyfjaeftirliti. Hvaða skilaboð er Heilbrigðisráð ÍSÍ að senda foreldrum langveikra barna í þessu tilviki? Í reynd eru skilaboðin þau að senda barnið í eitthvað annað en íþróttir því barnið kann síðar að verða stimplaður glæpamaður af slysni vegna sjúkdóms síns. Sú staðreynd að formaður Heilbrigðisnefndar kom síðar í fjölmiðla og var forviða yfir niðurstöðunum ber merki þess að hann sé ekki fær um að rannsaka og reka slík ákærumál af eðlilegri hlutlægni. Ég vil taka skýrt fram að stjórn ÍSÍ, framkvæmdastjóri og aðrir starfsmenn ÍSÍ hafa komið fram í þessu máli af skynsemi og málefnaleika í þágu íþróttahreyfingarinnar, og beinist gagnrýni okkar ekki að þeim aðilum. Þvert á móti kom forseti ÍSÍ, Ellert B. Schram, fram af mikilli ábyrgð og skynsemi í fjölmiðlum – í þágu íþróttahreyfingarinnar. Ég fagna yfirlýsingu stjórnar ÍSÍ um úttekt þessara málaflokka, m.a. á neyslu hinna s.k. fæðubótarefna. Með því er ÍSÍ að beina sjónum að því að koma í veg fyrir lyfjanotkun fremur en að byggja starfið eingöngu á því að “hanka” keppendur. Það er ekki vani minn að vera með neikvæðni í þessari skýrslu minni til ársþings, en þetta mál er einfaldlega þannig vaxið að ég hef talið nauðsynlegt að upplýsa ársþing okkar sambands um stöðu mála með nokkuð ítarlegum hætti. Ég vil því láta nóg af neikvæðum umfjöllunarefnum að sinni, og fá að enda ræðu mína á tilvísun til jákvæðari þátta innan okkar hreyfingar. Í vetur hafa fréttir af jákvæðum viðburðum vakið athygli. Hvort heldur um er að ræða lýsingar af leikmönnum sem róa æsta áhorfendur vegna óréttmætrar gagnrýni réttrar ákvörðunar dómara, einlægar hamingjuóskir þjálfara félaga þegar nýr dómari tók sín fyrstu skref, þegar sigur- og taplið úrslitaleiks kvenna sameinuðust eftir leikinn í afmælissöng með áhorfendum til heiðurs fertugum framkvæmdastjóra sambandsins, eða drengileg framkoma stuðningsmanna félaganna sem kepptu til úrslita um íslandsmeistaratitilinn á Sauðárkróki, þá hlýja slíkar sögur manni um hjartaræturnar og verða hvati til að halda áfram að starfa í slíkri hreyfingu. Ég vil nú vonast til þess að við komum til með að eiga hér saman málefnalegt og gagnlegt þing. Takk fyrir.
Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira