Hér á eftir fara nokkrar fróðlegar tölur sem stóðu upp úr eftir þriðja leik úrslitaeinvígis Njarðvíkur og Tindastóls í Njarðvík á laugardag. Tindastóll vann leikinn [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2001/00001200/12000903.htm[v-]93-96[slod-] og framlengdi úrslitaeinvígið en auk þess má benda á tölfræði [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2001/00001200/12000901.htm[v-] 1. leiksins [slod-] og [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2001/00001200/12000902.htm[v-]2. leiksins[slod-] en þeir koma einnig nokkuð við sögu í þessarri samantekt um einvígið. 6 Sigurleikir Njarðvíkinga í röð í úrslitakeppninni voru orðnir sex í röð fyrir þriðja leik liðanna á laugardag, 1 gegn Skallagrími, 3 gegn KR og 2 gegn Tindastól. Metið í úrslitakeppninni eiga Njarðvíkingar sjálfir en þeir unnu 11 leiki í röð 1985 til 1988. 0-7, 0% Árangur Tindastólsmanna í leikjum sínum á Suðurnesjum í vetur fyrir leikinn á laugardag. Tindastóll tapaði öllum þremur deildarleikjum sínum þar sem og hafðio tapað þar fjórum leikjum sínum í úrslitakeppninni. 12/9 og 7:2 Adonis Pomones skipti um keppnisttreyju (fór úr 11 í 6) og var sem nýr maður. Pomones snéri bókstaflega skotnýtingu sinni við, nýtti 75% skota sinna í þriðja leiknum en aðeins 25% skota hans höfðu farið rétta leið í fyrstu tveimur leikjunum (5 af 20). Þá gaf Adonis Pomones sjö stoðsendingar á móti aðeins tveimur töpuðum boltum (báðum á lokamínútunni) en samskonar hlutfall var 12:9 hjá honum í fyrstu tveimur leikjunum. Pomones nýtti meðal annars fyrstu sjö skotin sín í leiknum og báðar þriggja stiga tilraunir sínar. 8 Shawn Myers hjá Tindastól tók 8 af 16 fráköstum sínum í fjórða leikhluta einu fleira en allt Njarðvíkurliðið til samans í þeim leikhluta. Myers tók sjö af þessum fráköstum í vörninni þar af 3 á síðustu mínútu leiksins. 12,5% Njarðvíkingar misnotuðu 7 af 8 þriggja stiga skotum sínum í fjórða leikhluta (12,5% þriggja stiga skotnýting) þar af þau fjögur síðustu á lokamínútu leiksins þegar Njarðvíkingar kepptust við að reyna að jafna leikinn en án árangurs. 16-13-6 Svavar Birgisson hefur leikið manna best fyrir Tindastóls í úrslitaeinvíginu og í þriðja leiknum skoraði hann 16 stig, tók 13 fráköst (7 í sókn) og gaf 6 stoðsendingar þar á meðal sigurstoðsendinguna í leiknum. Svavar skoraði 6 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í fjórða leikhluta og átti þátt í fjórum síðustu körfum Stólanna í leiknum. 13 fráköst og 6 stoðsendingar eru bæði persónuleg met hjá Svavari og það er ekki slæmt að ná því í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 15/0 Teitur Örlygsson og Logi Gunnarsson misnotuðu öll 15 þriggja stiga skotin sín í leiknum, Teitur 9 og Logi 6. Í leiknum á undan höfðu þeir félagar sett niður 9 þriggja stiga körfur úr 16 skotum. Teitur hafði einnig fyrir leikinn nýtt 9 af 15 þriggja stiga skotum sínum í einvíginu en gekk ekkert að hitta úr þessu vörumerki sínu í þessum leik. 40-23 Tindastólsmenn áttu fráköstin síðustu þrjá leikhlutanna eftir að Njarðvíkingar höfðu tekið 14 af 22 fráköstum í boði í fyrsta leikhluta. Tindastólsmenn tóku eftir það 63% frákasta sem buðust (40-23) og þar munaði miklu um að Shawn Myers sem var frákastalaus í fyrsta leikhluta tók 16 fráköst í síðustu þremur leikhlutum leiksins. 19(21) Tindastólsmenn tóku 19 sóknarfráköst í leiknum þar af 10 í seinni hálfleik. 21 af 96 stigum liðsins komu úr sóknum sem haldið var lífi í með sóknarfrákasti, þar af 13 í seinni hálfleik sem og sigurkarfa Friðriks Hreinssonar sem kom eftir sóknarfrákst og stoðsendingu Svavars Birgissonar. 39 Tindastólsmenn gerðu 39 stig úr þriggja stiga skotum, 30 fleiri en í fyrstu tveimur leikjunum samanlagt. Njarðvíkurliðið sem hafði skorað 66 stigum fleira úr skotum fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrstu tveimur leikjunum (75-9) fékk 18 stigum færra þaðan en Tindastólsliðið í þessum leik. 60-27 Stólarnir hafa fengið meira tvöfalt fleiri stig af bekknum í einvíginu til þessa en Njarvðíkingar. Tindastólbekkurinn hefur skorað fleiri stig í öllum þremur leikjunum, 12-5 í fyrsta, 25-14 í öðrum og að lokum 23-8 í þriðja leiknum. Samtals hafa Stólarnir fengið 60 stig inn af bekknum en Njarðvíkingar aðeins 27. 23% Skotnýting Myers og Michail Antropov inn í teig var aðeins 23% í leiknum því þeir félagar misnotuðu 10 af 13 tveggja stiga skotum sínum. Myers skoraði úr 1 af 6 tveggja stiga skotum sínum og Antropov úr 2 af 7 skotum sínum. Í fyrstu tveimur leikjunum höfðu þeir félagar nýtt 52% skota sinna inn í teig (26 af 50). 31 Frirðik Stefánsson, miðherji NJarðvíkurliðsins hefur tekið 31 frákast í síðustu tveimur leikjum þar af 12 þeirra í sókn. Auk þessa hefur Friðrik bætt við 16 stigum og 6 vörðum skotum en hann hafði betur undir körfunni í fyrsta sinn í einvíginu gegn Michail Antropov í bæði stigum (10-6) og fráköstum (15-9) í þriðja leiknum. 4/1 Jes Hansen misnotaði 3 af 4 vítaskotum sínum í fjórða leikhluta þar af tvö í röð þegar að hann gat komið Njarðvík yfir í stöðunni 89-89. Hansen hafði fyrir þennan umrædda leikhluta nýtt 10 af 12 vítum sínum í úrslitakeppninni sem gerir 83% vítanýtingu. 12 Svavar Birgisson hjá Tindastól hefur tekið 12 sóknarfráköst í síðustu tveimur leikjum liðanna auk þess að skora í þessum tveimur leikjum 35 stig eða 17,5 að meðaltali. Svavar hefur skorað 12 af stigum sínum beint í framhaldi af eigin sóknarfrákasti. 4 Þriggja stiga körfur Stólanna í fyrsta leikhluta urðu alls fjórar en Tindastólsliðið hafði misnotað öll tíu þriggja stiga skotin sín í fyrstu leikhlutum hinna leikjanna og í raun öll 14 þriggja stiga skot sín fyrir hlé í fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Njarðvík í úrslitunum. 2-8 Villurnar í fjórða leikhluta. Njarðvíkingar fengu tvær á meðan Stólarnir voru átta sinnum taldir vera brotlegir og misstu meðal annars bæði Axel Kárason og Michail Antropov út af með fimm villur í þessum fjórðungi. 23/12, 52% Þriggja stiga skotnýting Tindastólsliðsins í 1., 3. og 4. leikhluta var upp á 52% (23/12) en þeir nýttu reyndar aðeins 1 af 7 slíkum skotum í öðrum leikhluta. Í fyrstu tveimur leikjunum höfðu Stólarnir misnotað 31 af 34 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna en í þessum leik var allt annað upp á tengingnum og þeir urðu meðal annars fyrstir í sögu úrsliteinvígisins til að skora að minnsta kosti fjórar þriggja stiga körfur í þremur leikhlutum. 0% Sigurhlutfall Stólanna út úr leikhlutum fyrri hálfleiks í leikjunum til þessa er 0%. Njarðvík hefur nefnilega unnið alla sex leikhluta fyrir hálfleik. 3 Njarðvíkingar náðu þremur áhlaupum á Tindastólsliðið í fyrstu þremur leikhlutunum sem Stólarnir lifðu öll af. Álaupin voru þessi: 1. leikhluti: 12-18 í 25-21 N-T 13-3 (+10) 2. leikhluti: 33-37 í 48-39 N-T 15-2 (+13) 3. leikhluti: 52-52 í 62-52 N-T 10-0 (+10)
Grein
Hér á eftir fara nokkrar fróðlegar tölur sem stóðu upp úr eftir þriðja leik úrslitaeinvígis Njarðvíkur og Tindastóls í Njarðvík á laugardag. Tindastóll vann leikinn [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2001/00001200/12000903.htm[v-]93-96[slod-] og framlengdi úrslitaeinvígið en auk þess má benda á tölfræði [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2001/00001200/12000901.htm[v-] 1. leiksins [slod-] og [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2001/00001200/12000902.htm[v-]2. leiksins[slod-] en þeir koma einnig nokkuð við sögu í þessarri samantekt um einvígið. 6 Sigurleikir Njarðvíkinga í röð í úrslitakeppninni voru orðnir sex í röð fyrir þriðja leik liðanna á laugardag, 1 gegn Skallagrími, 3 gegn KR og 2 gegn Tindastól. Metið í úrslitakeppninni eiga Njarðvíkingar sjálfir en þeir unnu 11 leiki í röð 1985 til 1988. 0-7, 0% Árangur Tindastólsmanna í leikjum sínum á Suðurnesjum í vetur fyrir leikinn á laugardag. Tindastóll tapaði öllum þremur deildarleikjum sínum þar sem og hafðio tapað þar fjórum leikjum sínum í úrslitakeppninni. 12/9 og 7:2 Adonis Pomones skipti um keppnisttreyju (fór úr 11 í 6) og var sem nýr maður. Pomones snéri bókstaflega skotnýtingu sinni við, nýtti 75% skota sinna í þriðja leiknum en aðeins 25% skota hans höfðu farið rétta leið í fyrstu tveimur leikjunum (5 af 20). Þá gaf Adonis Pomones sjö stoðsendingar á móti aðeins tveimur töpuðum boltum (báðum á lokamínútunni) en samskonar hlutfall var 12:9 hjá honum í fyrstu tveimur leikjunum. Pomones nýtti meðal annars fyrstu sjö skotin sín í leiknum og báðar þriggja stiga tilraunir sínar. 8 Shawn Myers hjá Tindastól tók 8 af 16 fráköstum sínum í fjórða leikhluta einu fleira en allt Njarðvíkurliðið til samans í þeim leikhluta. Myers tók sjö af þessum fráköstum í vörninni þar af 3 á síðustu mínútu leiksins. 12,5% Njarðvíkingar misnotuðu 7 af 8 þriggja stiga skotum sínum í fjórða leikhluta (12,5% þriggja stiga skotnýting) þar af þau fjögur síðustu á lokamínútu leiksins þegar Njarðvíkingar kepptust við að reyna að jafna leikinn en án árangurs. 16-13-6 Svavar Birgisson hefur leikið manna best fyrir Tindastóls í úrslitaeinvíginu og í þriðja leiknum skoraði hann 16 stig, tók 13 fráköst (7 í sókn) og gaf 6 stoðsendingar þar á meðal sigurstoðsendinguna í leiknum. Svavar skoraði 6 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í fjórða leikhluta og átti þátt í fjórum síðustu körfum Stólanna í leiknum. 13 fráköst og 6 stoðsendingar eru bæði persónuleg met hjá Svavari og það er ekki slæmt að ná því í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 15/0 Teitur Örlygsson og Logi Gunnarsson misnotuðu öll 15 þriggja stiga skotin sín í leiknum, Teitur 9 og Logi 6. Í leiknum á undan höfðu þeir félagar sett niður 9 þriggja stiga körfur úr 16 skotum. Teitur hafði einnig fyrir leikinn nýtt 9 af 15 þriggja stiga skotum sínum í einvíginu en gekk ekkert að hitta úr þessu vörumerki sínu í þessum leik. 40-23 Tindastólsmenn áttu fráköstin síðustu þrjá leikhlutanna eftir að Njarðvíkingar höfðu tekið 14 af 22 fráköstum í boði í fyrsta leikhluta. Tindastólsmenn tóku eftir það 63% frákasta sem buðust (40-23) og þar munaði miklu um að Shawn Myers sem var frákastalaus í fyrsta leikhluta tók 16 fráköst í síðustu þremur leikhlutum leiksins. 19(21) Tindastólsmenn tóku 19 sóknarfráköst í leiknum þar af 10 í seinni hálfleik. 21 af 96 stigum liðsins komu úr sóknum sem haldið var lífi í með sóknarfrákasti, þar af 13 í seinni hálfleik sem og sigurkarfa Friðriks Hreinssonar sem kom eftir sóknarfrákst og stoðsendingu Svavars Birgissonar. 39 Tindastólsmenn gerðu 39 stig úr þriggja stiga skotum, 30 fleiri en í fyrstu tveimur leikjunum samanlagt. Njarðvíkurliðið sem hafði skorað 66 stigum fleira úr skotum fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrstu tveimur leikjunum (75-9) fékk 18 stigum færra þaðan en Tindastólsliðið í þessum leik. 60-27 Stólarnir hafa fengið meira tvöfalt fleiri stig af bekknum í einvíginu til þessa en Njarvðíkingar. Tindastólbekkurinn hefur skorað fleiri stig í öllum þremur leikjunum, 12-5 í fyrsta, 25-14 í öðrum og að lokum 23-8 í þriðja leiknum. Samtals hafa Stólarnir fengið 60 stig inn af bekknum en Njarðvíkingar aðeins 27. 23% Skotnýting Myers og Michail Antropov inn í teig var aðeins 23% í leiknum því þeir félagar misnotuðu 10 af 13 tveggja stiga skotum sínum. Myers skoraði úr 1 af 6 tveggja stiga skotum sínum og Antropov úr 2 af 7 skotum sínum. Í fyrstu tveimur leikjunum höfðu þeir félagar nýtt 52% skota sinna inn í teig (26 af 50). 31 Frirðik Stefánsson, miðherji NJarðvíkurliðsins hefur tekið 31 frákast í síðustu tveimur leikjum þar af 12 þeirra í sókn. Auk þessa hefur Friðrik bætt við 16 stigum og 6 vörðum skotum en hann hafði betur undir körfunni í fyrsta sinn í einvíginu gegn Michail Antropov í bæði stigum (10-6) og fráköstum (15-9) í þriðja leiknum. 4/1 Jes Hansen misnotaði 3 af 4 vítaskotum sínum í fjórða leikhluta þar af tvö í röð þegar að hann gat komið Njarðvík yfir í stöðunni 89-89. Hansen hafði fyrir þennan umrædda leikhluta nýtt 10 af 12 vítum sínum í úrslitakeppninni sem gerir 83% vítanýtingu. 12 Svavar Birgisson hjá Tindastól hefur tekið 12 sóknarfráköst í síðustu tveimur leikjum liðanna auk þess að skora í þessum tveimur leikjum 35 stig eða 17,5 að meðaltali. Svavar hefur skorað 12 af stigum sínum beint í framhaldi af eigin sóknarfrákasti. 4 Þriggja stiga körfur Stólanna í fyrsta leikhluta urðu alls fjórar en Tindastólsliðið hafði misnotað öll tíu þriggja stiga skotin sín í fyrstu leikhlutum hinna leikjanna og í raun öll 14 þriggja stiga skot sín fyrir hlé í fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Njarðvík í úrslitunum. 2-8 Villurnar í fjórða leikhluta. Njarðvíkingar fengu tvær á meðan Stólarnir voru átta sinnum taldir vera brotlegir og misstu meðal annars bæði Axel Kárason og Michail Antropov út af með fimm villur í þessum fjórðungi. 23/12, 52% Þriggja stiga skotnýting Tindastólsliðsins í 1., 3. og 4. leikhluta var upp á 52% (23/12) en þeir nýttu reyndar aðeins 1 af 7 slíkum skotum í öðrum leikhluta. Í fyrstu tveimur leikjunum höfðu Stólarnir misnotað 31 af 34 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna en í þessum leik var allt annað upp á tengingnum og þeir urðu meðal annars fyrstir í sögu úrsliteinvígisins til að skora að minnsta kosti fjórar þriggja stiga körfur í þremur leikhlutum. 0% Sigurhlutfall Stólanna út úr leikhlutum fyrri hálfleiks í leikjunum til þessa er 0%. Njarðvík hefur nefnilega unnið alla sex leikhluta fyrir hálfleik. 3 Njarðvíkingar náðu þremur áhlaupum á Tindastólsliðið í fyrstu þremur leikhlutunum sem Stólarnir lifðu öll af. Álaupin voru þessi: 1. leikhluti: 12-18 í 25-21 N-T 13-3 (+10) 2. leikhluti: 33-37 í 48-39 N-T 15-2 (+13) 3. leikhluti: 52-52 í 62-52 N-T 10-0 (+10)
Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira