1. grein - Skilgreiningar Engar breytingar 2. grein - Leikvöllurinn Hér er einungis verið að þurrka út og/eða einfalda texta. Teikningar koma í stað orða varðandi atriði eins og takmarkaða svæðið, körfuspjöld og hlífar á körfuspjöldum. Skilgreiningar á ritaraborði og varamannabekkjum/stólum er sett aftur inn í leikreglurnar úr Framkvæmd leiks. 3. grein - Búnaður Hver leiktafla skal innihalda: Leiktíma Stigaskor Leikhlutafjölda Notuð leikhlé Ef aðeins eru tvær skotklukkur og þær staðsettar á gólfinu skal önnur vera vinstra megin við ritaraborðið og vinstra megin við körfuna. Hin skal vera í gagnstæðu horni. 4. grein - Dómarar, starfsfólk ritaraborðs o.fl. Þriggja manna dómarakerfi er viðurkennt. Verður þó aðeins notað í meiriháttar keppnum á vegum FIBA. Það kerfi sem notað er kallast NCAA kerfið. 5. grein - Skyldur dómara Aðaldómari leiks skal taka lokaákvörðun þegar dómarar eru ekki sammála. 6. grein - Dómarar: Staður og stund til ákvarðanatöku Taki annað liðið þá ákvörðun að kæra úrslit leiks skal dómari eða eftirlitsmaður koma skýrslu um það rakleiðis til mótshaldara innan við einni klst. frá lokum leiks. 7. grein - Dómarar: þegar leikbrot á sér stað Þegar leikbrot eða villa eiga sér stað skal dómari blása í flautu sína og gefa merki um að stöðva skuli leikklukkuna. 8. grein - Meiðsli dómara Greinarnar um meiðsli dómara og meiðsli leikmanna hafa verið aðskildar ( 8 og 14). 9. grein - Ritari og aðstoðarritari: hlutverk Þurrkuð hafa verið út atvik sem sjaldan eða aldrei eiga sér stað í körfuboltaleik. T.d. eins og þegar leikmaður með 5 villur kemur aftur inná leikvöll eða heldur áfram leik. 10. grein - Skyldur tímavarðar Allar skyldur tímavarðar finnast nú í einni grein í stað tveggja áður. 11. grein - Skotklukkuvörður 11.1. 24 sekúndna skotklukkan skal gangsett þegar leikmaður á leikvelli nær valdi á knettinum. 11.2. Skotklukkan skal stöðvuð og endursett með enga sjánlega tölu þegar: Dómari blæs í flautu sína til merkis um villu, dómarakast eða leikbrot, en ekki fyrir innkast þegar liðið sem vald hafði á knettinum fær innkastið. Körfuskot hafnar í körfunni. Körfuskot hafnar í hringnum. Leikurinn er stöðvaður vegna ástæðna er snerta það lið sem ekki hafði vald á knettinum. 11.3. Skotklukkan er endursett í 24 sek. og sett af stað um leið og andstæðingur nær valdi á knettinum. Lítilsháttar snerting við knött hjá andstæðingi verður ekki þess valdandi að klukkan skuli endursett ef sama liðið heldur valdi á knettinum. 11.4. Stöðvuð en ekki endursett í 24 sek. þegar sama lið og vald hafði á knettinum fær innkast vegna: Knötturinn fór út fyrir hliðarlínu. Tvívilla átti sér stað. Leikurinn er stöðvaður vegna ástæðna er snerta það lið sem vald hefur á knettinum. 11.5. Skotklukkan skal stöðvuð og ekki gangsett þegar lið nær valdi á knettinum og minna en 24 sek. eru eftir af leiktíma leikhluta eða framlenginga. 12. grein - Réttur til leiks Leikmaður á rétt á að leika þegar nafn hans hefur verið ritað á leikskýrslu fyrir upphaf leiks og hann ekki verið útilokaður eða framið fimm villur. Gerður er munur á eligible to play og entitled to play. Þar er átt við það að vera löglegur almennt eða löglegur til að leika tiltekinn leik. 13. grein - Leikmenn og leikmannaskipti Engar breytingar 14. grein - Leikmenn: meiðsli Ef leikmaður sem hefja átti leik meiðist í upphitun má skipta honum út áður en leikur hefst. Breytingin hér er sú að ef þetta gerist mega andstæðingarnir einnig skipta um EINN leikmann. 15. grein - Fyrirliði: skyldur og völd Fyrirliði skal tilkynna dómara strax að leik loknum að lið hans hyggist kæra úrslit leiksins. 16. grein - Þjálfarar: skyldur og völd Þjálfari og aðstoðarþjálfari eru einu fulltrúar á varamannabekk sem mega eiga samskipti við starfsmenn á ritaraborði meðan á leik stendur, til að fá leikfræðilegar upplýsingar. Annað hvort þjálfari eða aðstoðarþjálfari, en aldrei báðir í einu, mega standa á meðan leik stendur. Nöfn þeirra verða þó að sjálfsögðu að vera rituð á leikskýrslu. Þetta á líka við fyrirliða ef hann kemur í stað þjálfara. Mikilvægt hér að athuga: Aðeins einn má standa í einu. 17. grein - Leiktími og framlengingar Leiktími skal vera fjórir leikhlutar , 10 mínútur hver. Tveggja mínútna hlé er milli 1. og 2. Leikhluta og 3. og 4. Leikhluta. Hálfleikur er nú alltaf 15 mínútur. 18. grein - Upphaf leiks Upphaf leiks er nú skilgreint á annan hátt, þ.e. þegar knettinum er löglega blakað af öðrum leikmanninum í dómarakastinu í miðjuhring. 19. grein - Staða knattar Í dómarakasti verður knöttur í leik þegar honum er löglega blakað af öðrum leikmanninum í dómarakastinu. 20. grein - Staða leikmanns og dómara Engar breytingar 21. grein - Dómarakast Dómarakast milli tveggja leikmanna sem hlut eiga að máli á sér aðeins stað þegar tvívilla á sér stað og þegar báðir halda um knött. Í öllum öðrum tilvikum má hver sem er fara í dómarakastið svo framarlega sem þeir voru innan vallar þegar dómarakastið var dæmt. 22. grein - Knetti leikið Nú er leikbrot þegar knötturinn er leikin eða stöðvaður viljandi með einhverjum hluta fótar. 23. grein - Vald á knetti Engar breytingar 24. grein - Leikmaður í skottilraun Leikmaður sem blakar knettinum í átt að körfu úr dómarakasti telst nú einnig vera í skottilraun. Þetta frávik hefur verið tekið út. 25. grein - Karfa: Hvenær gild Munur á viljandi eða óviljandi þegar knötturinn fer upp í gegnum körfuna hefur verið þurrkaður út. Bæði skiptin leikbrot. 26. grein - Innkast Í innkasti er nú löglegt að kasta knettinum yfir körfuspjaldið. 27. grein - Leikhlé Leikhlé er nú ávallt ein mínúta. Ekki er lengur hægt að setja leik af stað þó svo að liðið sem bað um leikhléið sé tilbúið að leika fyrr. Hvort lið á eitt leikhlé í fyrstu þremur leikhlutunum en tvö í þeim fjórða. Þá á hvort lið rétt á einu leikhléi í hverri framlengingu. Tækifæri til leikhlés byrjar þegar karfa er skoruð gegn því liði sem bað um leikhléið. Tækifæri til leikhlés endar þegar knötturinn er hjá leikmanni til innkasts. Ávallt þegar dómari stöðvar leik er tækifæri til leikhlés. 28. grein - Leikmannaskipti Nýtt tækifæri til leikmannaskipta hefst þegar karfa er skoruð á síðustu tveim mínútum fjórða leikhluta eða framlengingar hjá því liði sem bað um leikmannaskipti. Tækifærið endar þegar knötturinn er hjá leikmanni til innkasts. Ef þetta lið skiptir um leikmann má hitt að sjálfsögðu skipta líka. Ávallt þegar dómari stöðvar leik er tækifæri til leikmannaskipta. Leikmaður skal sitja á skiptimannabekk/stól þar til tækifæri til leikmannaskipta hefst. 29. grein - Lok leikhluta eða leiks Engar breytingar 30. grein - Leik fyrirgert Hægt að fyrirgera “best of three”. 31. grein Engar breytingar 32. grein - Leikbrot Fjallað um að dómarar verði að taka meira mið en áður af skynsemi, hæfileikum leikmanna, hugarfari þeirra og hegðun. Finna þurfi hin gullna meðalveg milli leikflæðis og leikstjórnunar og hafa tilfinningu fyrir því sem leikmenn eru að reyna að gera. 33. grein - Leikmaður/knöttur út af Engar breytingar 34. grein - Knattrak Engar breytingar 35. grein - Skref Engar breytingar 36. grein - Þrjár sekúndur Engar breytingar 37. grein - Leikmanns vel gætt Leikmanns er vel gætt ef hann er minna en einn meter frá leikmanni og í “ákafri” varnarstöðu. Þ.e. hann er að reyna að ná til knattarins, stendur ekki bara og borar í nefið. 38. grein - Átta sekúndur Lið þarf að koma knetti af varnarvelli á sóknarvöll innan 8 sekúndna. 39. grein - 24 sekúndur Sá tími sem lið hefur til að reyna körfuskot hefur verið minnkaður í 24 sekúndur. Skotklukkan skal aðeins endursett þegar knötturinn hittir hringinn eða fer ofan í körfuna. Þegar andstæðingur nær valdi á knettinum skal hún endursett þegar í stað. Sérstök tilvik þegar knötturinn er í loftinu og skotklukkan hringir: Þegar knötturinn fer beint ofan í körfuna eða skoppar í hringinn og fer svo ofan í þá gildir karfan. Þegar knötturinn er í loftinu og er löglega snertur af leikmanni (á uppleið eða eftir að hann snertir hringinn) verður hann þegar úr leik og 24 sek. leikbrot hefur átt sér stað. Þegar knattruflun á sér stað eða goal tending þá verður refsingin samkvæmt þeim brotum. 40. grein - Knetti snúið til varnarvallar Engar breytingar 41. grein - Goal tending og knatttruflun Nýjar skilgreiningar hvað þetta varðar. Þegar varnarmaður verður þess valdandi, viljandi eða óviljandi, að körfuspjaldið eða hringur hristast þegar knöttur er á flugi í skottilraun og dómari metur að þetta hafi áhrif á það hvort knöttur fer í körfuna er það leikbrot. Karfan gildir, 2 eða 3 stig. Þetta er ekki lengur tæknivilla. Þegar knötturinn er á flugi í skottilraun og eftir að dómari flautar í flautu sína, leikklukkan eða skotklukkan hringja þá gilda öll skylirði varðandi knatttruflun og goal tending. Þetta þýðir að eftir flaut eða hljóðmerki höfumvið sömu regluna um hvað er löglegt og hvað er leikbrot og í venjulegum leiktíma. Eini munurinn er þegar knöttur er löglega snertur af leikmanni og hann verður úr leik þegar í stað. EF bæði liðin brjóta af sér verða engin stig skoruð og leikur heldur áfram með dómarakasti. 42. grein - Villur Engar breytingar 43. grein - Snertingar Engar breytingar 44. grein - Persónuvillur Cylinder leikstaða er kynnt til sögunnar. Einnig klippt út:……þegar leikmaður snertir andstæðing með höndum í tilraun sinni til að leika knettinum………. 45. grein - Tvívilla Hvenær sem tvívilla á sér stað og lið hefur ekki vald á knettinum en á rétt á því valdi,skal þetta lið fá knöttinn til innkasts. Lítið dæmi: A4 fær dæmd á sig skref. Áður en leikmaður B5 heldur á knettinum utan vallar til innkasts þá er dæmd tvivilla á B6 og A6. Við þessar aðstæður fær lið B knöttinn til innkasts þar sem þeir höfðu þegar áunnið sér þann rétt. 46. grein - Óíþróttamannsleg villa Engar breytingar 47. grein - Brottrekstrarvilla Engar breytingar 48. grein - Rules of conduct Engar breytingar 49. grein - Tæknivilla á leikmann Refsing fyrir tæknivillu á leikmann er nú eitt vítaskot og innkast. Óíþróttamannsleg tæknivilla er ekki lengur til. 50. grein - Tæknivilla á þjálfara o.fl. Engar breytingar 51. grein - Tæknivilla í hléum Engar breytingar 52. grein - Slagsmál Engar breytingar 53. grein - Grundvallaratriði Engar breytingar 54. grein - Fimm villur á leikmann Engar breytingar 55. grein - Liðsvillur: Refsingar Lið er komið með skotrétt eftir að andstæðingarnir hafa framið fjórar villur í leikhlutanum, þ.e. persónu- eða tæknivillur. Ef persónuvilla er framin af leikmanni liðs sem hefur vald á knettinum eða rétt til innkasts þá skal ekki refsa með tveimur vítaskotum. Sjá dæmi í enska ritinu. 56. grein - Sérstök tilvik Hér er aðallega fjallað um útstrikanir á refsingum sem eiga sér stað því sem næst á sama tíma eða þegar leikklukkan hefur verið stöðvuð. Sjá dæmi í enska ritinu. 57. grein - Vítaskot Fjallar um hristing körfuspjalds eða hrings við vítaskot. 58. grein - Leiðréttanleg mistök Eitt atriði fyrir leiðréttanleg mistök er þurrkað út: Framkvæmd vítaskota á ranga körfu. Einnig eru ný undantekningartilvik: Ef mistökin eru þau að rangur leikmaður framkvæmdi vítaskot eða að vítaskot voru ranglega ekki veitt og vald á knetti hefur ekki breyst eftir að mistökin áttu sér stað skal leik haldið áfram eftir leiðréttinguna eins og eftir venjulegt vítaskot. EF mistökin voru þau að vítaskot voru ranglega ekki veitt þá skal litið framhjá mistökunum skori það lið eftir að hafa ranglega fengið innkast. A – Dómaramerki Eitt nýtt merki = 8 sekúndur – 8 fingur Eitt merki þurrkast út = Óíþróttamannsleg tæknivilla. B. - Leikskýrslan Breytingar á leikskýrslunni og leikgreiningarblöðum óumflýjanlegar. Þetta hefur áhrif á leikhlé, liðsvillur og úrslit hvers leikhluta. E. - Sjónvarpsleikhlé Eitt sjónvarpsleikhlé er leyft í hverjum leikhluta. Taka verður leikhléið þegar 5 mínútur eða meira eru eftir af leikhlutanum.
Grein
1. grein - Skilgreiningar Engar breytingar 2. grein - Leikvöllurinn Hér er einungis verið að þurrka út og/eða einfalda texta. Teikningar koma í stað orða varðandi atriði eins og takmarkaða svæðið, körfuspjöld og hlífar á körfuspjöldum. Skilgreiningar á ritaraborði og varamannabekkjum/stólum er sett aftur inn í leikreglurnar úr Framkvæmd leiks. 3. grein - Búnaður Hver leiktafla skal innihalda: Leiktíma Stigaskor Leikhlutafjölda Notuð leikhlé Ef aðeins eru tvær skotklukkur og þær staðsettar á gólfinu skal önnur vera vinstra megin við ritaraborðið og vinstra megin við körfuna. Hin skal vera í gagnstæðu horni. 4. grein - Dómarar, starfsfólk ritaraborðs o.fl. Þriggja manna dómarakerfi er viðurkennt. Verður þó aðeins notað í meiriháttar keppnum á vegum FIBA. Það kerfi sem notað er kallast NCAA kerfið. 5. grein - Skyldur dómara Aðaldómari leiks skal taka lokaákvörðun þegar dómarar eru ekki sammála. 6. grein - Dómarar: Staður og stund til ákvarðanatöku Taki annað liðið þá ákvörðun að kæra úrslit leiks skal dómari eða eftirlitsmaður koma skýrslu um það rakleiðis til mótshaldara innan við einni klst. frá lokum leiks. 7. grein - Dómarar: þegar leikbrot á sér stað Þegar leikbrot eða villa eiga sér stað skal dómari blása í flautu sína og gefa merki um að stöðva skuli leikklukkuna. 8. grein - Meiðsli dómara Greinarnar um meiðsli dómara og meiðsli leikmanna hafa verið aðskildar ( 8 og 14). 9. grein - Ritari og aðstoðarritari: hlutverk Þurrkuð hafa verið út atvik sem sjaldan eða aldrei eiga sér stað í körfuboltaleik. T.d. eins og þegar leikmaður með 5 villur kemur aftur inná leikvöll eða heldur áfram leik. 10. grein - Skyldur tímavarðar Allar skyldur tímavarðar finnast nú í einni grein í stað tveggja áður. 11. grein - Skotklukkuvörður 11.1. 24 sekúndna skotklukkan skal gangsett þegar leikmaður á leikvelli nær valdi á knettinum. 11.2. Skotklukkan skal stöðvuð og endursett með enga sjánlega tölu þegar: Dómari blæs í flautu sína til merkis um villu, dómarakast eða leikbrot, en ekki fyrir innkast þegar liðið sem vald hafði á knettinum fær innkastið. Körfuskot hafnar í körfunni. Körfuskot hafnar í hringnum. Leikurinn er stöðvaður vegna ástæðna er snerta það lið sem ekki hafði vald á knettinum. 11.3. Skotklukkan er endursett í 24 sek. og sett af stað um leið og andstæðingur nær valdi á knettinum. Lítilsháttar snerting við knött hjá andstæðingi verður ekki þess valdandi að klukkan skuli endursett ef sama liðið heldur valdi á knettinum. 11.4. Stöðvuð en ekki endursett í 24 sek. þegar sama lið og vald hafði á knettinum fær innkast vegna: Knötturinn fór út fyrir hliðarlínu. Tvívilla átti sér stað. Leikurinn er stöðvaður vegna ástæðna er snerta það lið sem vald hefur á knettinum. 11.5. Skotklukkan skal stöðvuð og ekki gangsett þegar lið nær valdi á knettinum og minna en 24 sek. eru eftir af leiktíma leikhluta eða framlenginga. 12. grein - Réttur til leiks Leikmaður á rétt á að leika þegar nafn hans hefur verið ritað á leikskýrslu fyrir upphaf leiks og hann ekki verið útilokaður eða framið fimm villur. Gerður er munur á eligible to play og entitled to play. Þar er átt við það að vera löglegur almennt eða löglegur til að leika tiltekinn leik. 13. grein - Leikmenn og leikmannaskipti Engar breytingar 14. grein - Leikmenn: meiðsli Ef leikmaður sem hefja átti leik meiðist í upphitun má skipta honum út áður en leikur hefst. Breytingin hér er sú að ef þetta gerist mega andstæðingarnir einnig skipta um EINN leikmann. 15. grein - Fyrirliði: skyldur og völd Fyrirliði skal tilkynna dómara strax að leik loknum að lið hans hyggist kæra úrslit leiksins. 16. grein - Þjálfarar: skyldur og völd Þjálfari og aðstoðarþjálfari eru einu fulltrúar á varamannabekk sem mega eiga samskipti við starfsmenn á ritaraborði meðan á leik stendur, til að fá leikfræðilegar upplýsingar. Annað hvort þjálfari eða aðstoðarþjálfari, en aldrei báðir í einu, mega standa á meðan leik stendur. Nöfn þeirra verða þó að sjálfsögðu að vera rituð á leikskýrslu. Þetta á líka við fyrirliða ef hann kemur í stað þjálfara. Mikilvægt hér að athuga: Aðeins einn má standa í einu. 17. grein - Leiktími og framlengingar Leiktími skal vera fjórir leikhlutar , 10 mínútur hver. Tveggja mínútna hlé er milli 1. og 2. Leikhluta og 3. og 4. Leikhluta. Hálfleikur er nú alltaf 15 mínútur. 18. grein - Upphaf leiks Upphaf leiks er nú skilgreint á annan hátt, þ.e. þegar knettinum er löglega blakað af öðrum leikmanninum í dómarakastinu í miðjuhring. 19. grein - Staða knattar Í dómarakasti verður knöttur í leik þegar honum er löglega blakað af öðrum leikmanninum í dómarakastinu. 20. grein - Staða leikmanns og dómara Engar breytingar 21. grein - Dómarakast Dómarakast milli tveggja leikmanna sem hlut eiga að máli á sér aðeins stað þegar tvívilla á sér stað og þegar báðir halda um knött. Í öllum öðrum tilvikum má hver sem er fara í dómarakastið svo framarlega sem þeir voru innan vallar þegar dómarakastið var dæmt. 22. grein - Knetti leikið Nú er leikbrot þegar knötturinn er leikin eða stöðvaður viljandi með einhverjum hluta fótar. 23. grein - Vald á knetti Engar breytingar 24. grein - Leikmaður í skottilraun Leikmaður sem blakar knettinum í átt að körfu úr dómarakasti telst nú einnig vera í skottilraun. Þetta frávik hefur verið tekið út. 25. grein - Karfa: Hvenær gild Munur á viljandi eða óviljandi þegar knötturinn fer upp í gegnum körfuna hefur verið þurrkaður út. Bæði skiptin leikbrot. 26. grein - Innkast Í innkasti er nú löglegt að kasta knettinum yfir körfuspjaldið. 27. grein - Leikhlé Leikhlé er nú ávallt ein mínúta. Ekki er lengur hægt að setja leik af stað þó svo að liðið sem bað um leikhléið sé tilbúið að leika fyrr. Hvort lið á eitt leikhlé í fyrstu þremur leikhlutunum en tvö í þeim fjórða. Þá á hvort lið rétt á einu leikhléi í hverri framlengingu. Tækifæri til leikhlés byrjar þegar karfa er skoruð gegn því liði sem bað um leikhléið. Tækifæri til leikhlés endar þegar knötturinn er hjá leikmanni til innkasts. Ávallt þegar dómari stöðvar leik er tækifæri til leikhlés. 28. grein - Leikmannaskipti Nýtt tækifæri til leikmannaskipta hefst þegar karfa er skoruð á síðustu tveim mínútum fjórða leikhluta eða framlengingar hjá því liði sem bað um leikmannaskipti. Tækifærið endar þegar knötturinn er hjá leikmanni til innkasts. Ef þetta lið skiptir um leikmann má hitt að sjálfsögðu skipta líka. Ávallt þegar dómari stöðvar leik er tækifæri til leikmannaskipta. Leikmaður skal sitja á skiptimannabekk/stól þar til tækifæri til leikmannaskipta hefst. 29. grein - Lok leikhluta eða leiks Engar breytingar 30. grein - Leik fyrirgert Hægt að fyrirgera “best of three”. 31. grein Engar breytingar 32. grein - Leikbrot Fjallað um að dómarar verði að taka meira mið en áður af skynsemi, hæfileikum leikmanna, hugarfari þeirra og hegðun. Finna þurfi hin gullna meðalveg milli leikflæðis og leikstjórnunar og hafa tilfinningu fyrir því sem leikmenn eru að reyna að gera. 33. grein - Leikmaður/knöttur út af Engar breytingar 34. grein - Knattrak Engar breytingar 35. grein - Skref Engar breytingar 36. grein - Þrjár sekúndur Engar breytingar 37. grein - Leikmanns vel gætt Leikmanns er vel gætt ef hann er minna en einn meter frá leikmanni og í “ákafri” varnarstöðu. Þ.e. hann er að reyna að ná til knattarins, stendur ekki bara og borar í nefið. 38. grein - Átta sekúndur Lið þarf að koma knetti af varnarvelli á sóknarvöll innan 8 sekúndna. 39. grein - 24 sekúndur Sá tími sem lið hefur til að reyna körfuskot hefur verið minnkaður í 24 sekúndur. Skotklukkan skal aðeins endursett þegar knötturinn hittir hringinn eða fer ofan í körfuna. Þegar andstæðingur nær valdi á knettinum skal hún endursett þegar í stað. Sérstök tilvik þegar knötturinn er í loftinu og skotklukkan hringir: Þegar knötturinn fer beint ofan í körfuna eða skoppar í hringinn og fer svo ofan í þá gildir karfan. Þegar knötturinn er í loftinu og er löglega snertur af leikmanni (á uppleið eða eftir að hann snertir hringinn) verður hann þegar úr leik og 24 sek. leikbrot hefur átt sér stað. Þegar knattruflun á sér stað eða goal tending þá verður refsingin samkvæmt þeim brotum. 40. grein - Knetti snúið til varnarvallar Engar breytingar 41. grein - Goal tending og knatttruflun Nýjar skilgreiningar hvað þetta varðar. Þegar varnarmaður verður þess valdandi, viljandi eða óviljandi, að körfuspjaldið eða hringur hristast þegar knöttur er á flugi í skottilraun og dómari metur að þetta hafi áhrif á það hvort knöttur fer í körfuna er það leikbrot. Karfan gildir, 2 eða 3 stig. Þetta er ekki lengur tæknivilla. Þegar knötturinn er á flugi í skottilraun og eftir að dómari flautar í flautu sína, leikklukkan eða skotklukkan hringja þá gilda öll skylirði varðandi knatttruflun og goal tending. Þetta þýðir að eftir flaut eða hljóðmerki höfumvið sömu regluna um hvað er löglegt og hvað er leikbrot og í venjulegum leiktíma. Eini munurinn er þegar knöttur er löglega snertur af leikmanni og hann verður úr leik þegar í stað. EF bæði liðin brjóta af sér verða engin stig skoruð og leikur heldur áfram með dómarakasti. 42. grein - Villur Engar breytingar 43. grein - Snertingar Engar breytingar 44. grein - Persónuvillur Cylinder leikstaða er kynnt til sögunnar. Einnig klippt út:……þegar leikmaður snertir andstæðing með höndum í tilraun sinni til að leika knettinum………. 45. grein - Tvívilla Hvenær sem tvívilla á sér stað og lið hefur ekki vald á knettinum en á rétt á því valdi,skal þetta lið fá knöttinn til innkasts. Lítið dæmi: A4 fær dæmd á sig skref. Áður en leikmaður B5 heldur á knettinum utan vallar til innkasts þá er dæmd tvivilla á B6 og A6. Við þessar aðstæður fær lið B knöttinn til innkasts þar sem þeir höfðu þegar áunnið sér þann rétt. 46. grein - Óíþróttamannsleg villa Engar breytingar 47. grein - Brottrekstrarvilla Engar breytingar 48. grein - Rules of conduct Engar breytingar 49. grein - Tæknivilla á leikmann Refsing fyrir tæknivillu á leikmann er nú eitt vítaskot og innkast. Óíþróttamannsleg tæknivilla er ekki lengur til. 50. grein - Tæknivilla á þjálfara o.fl. Engar breytingar 51. grein - Tæknivilla í hléum Engar breytingar 52. grein - Slagsmál Engar breytingar 53. grein - Grundvallaratriði Engar breytingar 54. grein - Fimm villur á leikmann Engar breytingar 55. grein - Liðsvillur: Refsingar Lið er komið með skotrétt eftir að andstæðingarnir hafa framið fjórar villur í leikhlutanum, þ.e. persónu- eða tæknivillur. Ef persónuvilla er framin af leikmanni liðs sem hefur vald á knettinum eða rétt til innkasts þá skal ekki refsa með tveimur vítaskotum. Sjá dæmi í enska ritinu. 56. grein - Sérstök tilvik Hér er aðallega fjallað um útstrikanir á refsingum sem eiga sér stað því sem næst á sama tíma eða þegar leikklukkan hefur verið stöðvuð. Sjá dæmi í enska ritinu. 57. grein - Vítaskot Fjallar um hristing körfuspjalds eða hrings við vítaskot. 58. grein - Leiðréttanleg mistök Eitt atriði fyrir leiðréttanleg mistök er þurrkað út: Framkvæmd vítaskota á ranga körfu. Einnig eru ný undantekningartilvik: Ef mistökin eru þau að rangur leikmaður framkvæmdi vítaskot eða að vítaskot voru ranglega ekki veitt og vald á knetti hefur ekki breyst eftir að mistökin áttu sér stað skal leik haldið áfram eftir leiðréttinguna eins og eftir venjulegt vítaskot. EF mistökin voru þau að vítaskot voru ranglega ekki veitt þá skal litið framhjá mistökunum skori það lið eftir að hafa ranglega fengið innkast. A – Dómaramerki Eitt nýtt merki = 8 sekúndur – 8 fingur Eitt merki þurrkast út = Óíþróttamannsleg tæknivilla. B. - Leikskýrslan Breytingar á leikskýrslunni og leikgreiningarblöðum óumflýjanlegar. Þetta hefur áhrif á leikhlé, liðsvillur og úrslit hvers leikhluta. E. - Sjónvarpsleikhlé Eitt sjónvarpsleikhlé er leyft í hverjum leikhluta. Taka verður leikhléið þegar 5 mínútur eða meira eru eftir af leikhlutanum.
Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira