Þinn styrkur - Þeirra styrkur
1.500 kr.
2.500 kr.
3.000 kr.
5.000 kr.
10.000 kr.
15.000 kr.
20.000 kr.
25.000 kr.
Um verkefnið „Þinn styrkur - okkar styrkur“
Viljir þú taka þátt í að styrkja ungmenni í yngri landsliðum Íslands í sumar þá er hægt að gera það hér fyrir neðan á fljótlegan hátt. Allt sem safnast fer beint til leikmanna landsliðanna til niðurgreiðslu á þátttökukostnaði sem kemur í þeirra hlut í sumar. Um er að ræða upphæðir sem hver og einn ákveður fyrir sig en fyrirtæki og einstaklingar geta nýtt styrki til skattaafslátt á næsta framtalsári.
Einstaklingar:
Einstaklingar sem hafa áhuga á að styrkja beint ungmenni í landsliðunum geta gert það hér fyrir neðan með öruggri greiðsluleið eða lagt inn með millifærslu beint ef það hentar betur og ef upphæðin á að vera önnur en í flýtivalhnöppum en margar upphæðir eru í boði hér að ofan:
Hvernig styrkir þú ungmenni í landsliðum Íslands í sumar?
1) Þú velur upphæð sem þú vilt styrkja einu sinni.
2) Þú skráir upplýsingar um þig.
3) Þú gengur frá greiðslu á greiðslusíðunni á öruggri greiðslusíðu með korti.
Fyrirtæki:
Við hvetjum fyrirtæki til að styrkja með hvaða upphæð sem er sem rennur til ungmenna í yngri landsliðum sumarsins 2023. Fyrirtæki geta fengið á móti samfélagsmiðla-mynd“ með sínu vörumerki eða lógói til að nota á sínum miðlum og auglýsa sína þátttöku (hægt er að senda á kki@kki.is og fá sent til baka tilbúið ásamt reikningi í bókhaldið). Sjá dæmi neðst af mynd sem fyrirtæki geta fengið og notað.
Millifærslur:
Hægt er að styrkja einnig beint með millifærslu og biðja um reikning á móti á bokhald@kki.is
Kennitala KKÍ: 710169-1369
Bankaupplýsingar: 0121-26-1369
Skýring: Styrkur yngri liða 2023
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Um verkefnið:
Fjárhagslegur stuðningur frá ríkisvaldinu til afreksstarfs sérsambanda þarf að verða enn meiri og þá sérstaklega til yngri landsliða. Einnig gerðist það í lok síðasta árs að KKÍ var sett niður um afreksflokk sem gerir það að verkum að sambandið fær enn minna úr afrekssjóði (sem fjármagnaður er af ríkinu). Mikil vinna er í gangi vegna þessa á vegum ríksvaldins, ÍSÍ og sérsambandanna en því miður þá mun engin breyting verða á þessu ári.
Eins og undanfarin ár heldur KKÍ úti 10 yngri landsliðum sem taka þátt í verkefnum erlendis, U15 drengja og stúllkna (æfingarmót), U16 drengja og stúlkna, U18 drengja og stúlkna og U20 karla og kvenna sem öll taka þátt í NM og EM. Heildarkostnaður við yngri landsliðsstarfið á þessu ári eru um 80 milljónir og af því þurfa leikmenn og fjölskyldur þeirra að greiða 45-50 milljónir í ferða- og fæðiskostnað, KKÍ þarf að fjárfmagna 30-35 milljónir. Flestir leikmenn munu fara bæði á NM og EM og verður heildarkostnaður samtals rúmlega 600.000 kr. á þann einstakling og fjölskyldu.
Því hefur KKÍ ákveðið að hefja átak sem snýr því að fá fyrirtæki til að styðja við bakið á yngri landsliðsleikmönnum okkar í sumar. Þannig fer það fjármagn sem safnast í þessu átaki beint til að niðurgreiða kostnað leikmanna og fjölskyldna þeirra. Við köllum átakið „Þinn styrkur – þeirra styrkur“. Við erum með ýmsar leiðir til að koma fyrirtækum, sem styðja bið bakið á okkur í þessu átaki, á framfæri bæði með almennum auglýsingum, samfélagsmiðlum og svo í kringum ferðirnar hjá öllum liðunum okkar. Ef þið hafið tengingar í fyrirtæki eða getið komið okkur í samband við fyrirtæki sem gæti haft áhuga á því að styðja við bakið á landsliðsfólkinu okkar þá væri frábært að heyra frá ykkur. Á kki.is er komin upp síða þar sem einstaklingum gefst jafnframt kostur á að styðja við verkefnið (sjá hér fyrir ofan).
Ef einhverjar spurningar vakna varðandi verkefnin í sumar eða átakið okkar þá hikið þið ekki við að hafa samband við Hannes framkvæmdastjóra KKÍ eða Kristinn afreksstjóra KKÍ.
Fyrir hönd KKÍ:
Hannes S. Jónsson · Framkvæmdastjóri KKÍ // hannes.jonsson@kki.is
Kristinn Geir Pálsson · Afreksstjóri KKÍ // kristinn@kki.is
Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira