Yngri landslið
Körfuknattleikssamband Íslands heldur úti öflugu og metnaðarfullu starfi yngri landsliða. Yfirþjálfari yngri landsliða er Finnur Freyr Stefánsson.
Árið 2019 verða átta yngri landslið í verkefnum á vegum sambandsins, U15 drengir og stúlkur, U16 drengir og stúlkur, U18 drengir og stúlkur og U20 karla og kvenna Alls eru sextán þjálfarar í þessum verkefnum auk átta sjúkraþjálfara.
U15 ára landsliðin fara á eitt mót í Kaupmannahöfn. U16 og U18 liðin fara á Norðurlandamót í Finnlandi og á Evrópumót FIBA. U20 ára liðin taka þátt í Evrópumóti FIBA.
Það er því viðburðarríkt ár framundan árið 2020 hjá yngri landsliðum KKÍ að venju.