Úrvalsbúðir

Úrvalsbúðir 2025
KKÍ mun standa fyrir æfingabúðum fyrir úrvalshópa hvers árgangs líkt og gert hefur verið undanfarin ár og skilað góðum árangri. Úrvalshóparnir, sem eru undanfari yngri landsliða Íslands, munu æfa undir leiðsögn reyndra þjálfara ásamt vel völdum gestaþjálfurum. Þar verður farið yfir ýmis tækniatriði á stöðvaræfingum eins og skottækni, sendingatækni, boltameðferð, sóknarhreyfingar og varnarleik og svo verður einnig spilað í liðum.

Það eru þjálfarar félaganna sem tilnefna sína leikmenn í búðirnar en í sumar eru æfingabúðirnar fyrir drengi og stúlkur sem fædd eru árin 2012 og 2013. Eingöngu boðaðir leikmenn geta skráð sig til þátttöku.

Æfingahelgar:
Æfingabúðirnar verða haldnar yfir tvær helgar í sumar og fara þær fram laugardag og sunnudag, og er æft tvisvar á dag.

Foreldrar eru beðnir um að virða að áhorf inni í íþróttahúsi er ekki í boði á meðan æfingar fara fram. Í boði verða búningsklefar til að skipta í æfingaföt.

Skráning á mætingu, nánari æfingatímar, staðsetningar og greiðslur fara fram í gegnum ABLER hafa boð send þar í gegn tengt kennitölu ykkar barns.

Greiðslur:
Foreldri eða forráðamaður fær sendann greiðsluseðil í heimabanka.

Abler:
Við biðjum alla foreldra til að ná í íslenska snjallappið ABLER (sjá tengil hér fyrir neðan) í símann ykkar en meirihluti íþróttafélaga landsins notar það nú þegar í sínu starfi og eru góður líkur á að þið hafið það nú þegar. Það er til að halda utanum greiðslur, mætingu og veita upplýsingagjöf. Ef þið eruð að ná í appið í fyrsta skpti er nóg að setja það upp og skrá kennitölu ykkar foreldris og þá tengist boðun okkar við ykkur. Þá er hægt að senda skilaboð fram að æfingabúðunum ef þarf og þar inni verður einnig að finna allar upplýsingar um Úrvalsbúðirnar og staðsetningu/tíma æfinga fyrir hvern og einn.

 ->  
https://www.abler.io  <-

(Hægt er einnig að nota tölvu og fara inn á vefsíðu Abler þannig ef ekki er hægt að notast við appið í síma en við mælum eindregið með appinu).

Nýskráning í Abler:
Foreldrar geta farið inn á 
https://www.abler.io/shop/kki hér að ofan og nýskráð sig þar og stofnað aðgang. (þarf ekki að kaupa) neitt. Upplýsingar koma svo sjálfkrafa á næstu dögum þar í gegn til allra foreldra.

Þátttökugjald:
Þátttökugjald fyrir hvern leikmann í Úrvalsbúðum 2024 er 15.000 kr. samtals fyrir báðar helgarnar í sumar.


Allir þátttakendur fá Úrvalsbúðarbol. Sama þátttökugjald er fyrir sumarið hvort sem leikmenn mæta á eina eða tvær helgar. 

Skráning á mætingu:
Foreldrar eru beðnir um að skrá/merkja við MÆTINGU í ABLER svo við getum haldið utan um mætinguna eða MÆTIR EKKI ef ekki er mæting.


Styrktaræfingar - Myndbönd og æfingar
Leikmenn fá kynningu á styrktaræfingum til að nota í sumar og hér fyrir neðan eru bæði kennslumyndbönd sem og æfingaplan til að prenta út og hengja upp heima.
 
Æfingarnar - Kennslumyndbönd:

Sipp á marga vegu                           

Armbeygjur                                                                                                                                     

Náraplanki á stól                               

Aftan á læri slide                         

Afturstig með hnélyftu            

Planki

 

>> Word-skjal með tenglum á æfingar og til að prenta út og merkja við er hérna

>> .PDF útgáfa hér fyrir neðan (smellið á myndina til að opna)

 


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira