U14

 

ALMENNT UM U14 ÆFINGAHÓPA:

KKÍ mun standa fyrir æfingahópum í U14 (áður Afreksbúðir) í ár líkt og síðastliðin sumur. U14 eru undanfari að U15 ára landsliði Íslands sem kallað verður inn til æfinga milli jóla og nýárs 2023. Í U14 æfingahópum er það yfirþjálfari ásamt vel völdum gestaþjálfurum stjórna ýmsum tækniæfingum. 

U14 æfingahópur í ár eru fyrir ungmenni fædd 2009 og verða haldnar þrisvar yfir sumarið. Það eru yfirþjálfararnir sem boða leikmenn til æfinga, en um 50 leikmenn fá boð úr þessum eina árgangi um að mæta til æfinga.

Yfirþjálfarar Afreksbúða 2023 er Andrea Björt Ólafsdóttir hjá stúlkum og Borche Ilievski hjá drengjum. 

Athugið að eingöngu boðaðir leikmenn fengu bréf og eiga að mæta í búðirnar:

U14 æfingabúðirnar verða haldnar á þrem helgum í sumar. Æft verður tvisvar hvorn dag en hver helgi er haldin á nýjum æfingastað.

Fyrsta æfingahelgin fer fram 3.-4. júní verður tvískipt í húsum, laugardag í Dalhúsum Grafarvogi og svo sunnudag í Fjölnishöllinni í Grafarvogi. Helgi tvö verður haldin í íþróttahúsinu í Grindavík 19.-20. ágúst og þriðja helgin í lok ágúst fer fram 27.-28. ágúst og verður í Dalhúsum, Grafarvogi.

Sjá alla æfingatíma drengja og stúlkna hérna:

Stúlkur 19.-20. ágúst
Stúlkur · æfingahelgi 1  ·  Íþróttahúsið Grindavík
Laugardagur 19. ágúst · kl. 09:00-11:00 + 13:00-15:00
Sunnudagur  20. ágúst · kl. 09:00-11:00 + 13:00-15:00

Drengir 19.-20. ágúst
Drengir · æfingahelgi 1  ·  Íþróttahúsið Grindavík
Laugardagur 3. júní · kl. 10:30-13:00 + 15:00-17:00
Sunnudagur  4. júní · kl. 11:00-13:00 + 15:00-17:00


FYRIRKOMULAG OG FRAMKVÆMD:

1) Aðkoma iðkenda og foreldrar
Við biðjum foreldra um að virða að áhorf er ekki í boði á meðan æfingar fara fram.

2) Aðkoma næstu æfingahópa
Strákar og stelpur æfa til skiptis báða daga og því fínt að miða við að mæta í íþróttahúsið c.a 15-20 mínútum fyrir upphaf æfingu og verða að vera klárir tímanlega þegar æfingin hefst.

3) Lok æfinga / milli æfinga
Þegar æfingu lýkur fara iðkendur strax út úr íþróttasalnum og nýta annað rými til að nærast og bíða milli æfinga. Hægt er að rölta út í kjörbúðir í næsta nágrenni og/eða vera með nesti með sér.

5) Þátttökugjald og greiðsla
Boðaðir leikmenn greiða í gegnum SPORTABLER forritið. og merkja við mætingu. ATH! að ekki er greitt í appinu heldur beðið um greiðsluseðil í heimabanka og hann greiddur þar.

Þátttökugjald: 14.000 kr. (samtals allar þrjár æfingahelgarnar í sumar)

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira