28 jan. 2026

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.

Agamál 125/2025-2026

Með vísan til ákvæðis q. liðar 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur, sæta 20 þúsund króna sekt vegna 4 tæknivilla sem hann hefur hlotið á tímabilinu.

Agamál 126/2025-2026

Með vísan til ákvæðis q. liðar 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Keflavíkur, sæta 30 þúsund króna sekt vegna 6 tæknivilla sem hann hefur hlotið á tímabilinu.