10 jan. 2026

8 liða úrslit VÍS bikarsins hefjast í dag með þremur leikjum í VÍS bikarkeppni kvenna og eru tveir leikir í beinni útsendingu á RÚV,  Keflavík – Haukar kl.16:00 á RÚV og síðan kl.18:00 á RÚV2 hefst Tindastóll – KR.

Á morgun klárast 8 liða VÍS bikarúrslit kvenna með leik Ármanns og Hamars/Þórs. Einnig hefjast 8 liða VÍS bikarúrslit karla á sunnudeginum 11. janúar með tveimur leikjum og er leikur Stjörnunnar og Grindavíkur í beinni útsendingu á RÚV2 kl.19:30.

8 liða VÍS bikarúrslitum lýkur síðan á mánudeginum 12. janúar með tveimur leikjum og verður leikur Vals org Keflavíkur í beinni útsendingu á RÚV2 kl.19:30.

Hér fyrir neðan má sjá alla leiktíma í 8 liða VÍS bikarúrslitum.

VÍS bikar kvenna - leiktímar

VÍS bikar karla - leiktímar