
20 nóv. 2025
Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í sex agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.
Agamál 13/2025–2026
Með vísan til ákvæða a- og c-liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, sbr. f-lið sömu greinar, skal leikmaður Grindavíkur, nr. 7, sæta sekt að fjárhæð 80.000 kr. auk eins leiks banns vegna háttsemi sinnar í leik ÍR og Grindavíkur sem fram fór þann 13. nóvember 2025.
Agamál 14/2025-2026
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Hákon Örn Hjálmarsson, leikmaður ÍR, sæta 15.000 króna sektar vegna háttsemi sinnar í leik ÍR gegn Grindavík, sem fram fór þann 13 nóvember 2025.
Agamál 15/2025-2026
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Kristófer Acox, leikmaður Vals, sæta 15.000 króna sektar vegna háttsemi sinnar í leik Vals gegn Álftanes, sem fram fór þann 14 nóvember 2025.
17/2025–2026
Með vísan til ákvæða a- liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal leikmaður Stál-Úlfs, nr. 11, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Stál-Úlfs og ÍR b sem fram fór þann 16. nóvember 2025.
18/2025–2026
Með vísan til ákvæða a- liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal leikmaður Stál-Úlfs, nr. 12, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Stál-Úlfs og ÍR b sem fram fór þann 16. nóvember 2025.
19/2025–2026
Með vísan til ákvæða c- liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal leikmaður ÍR b, nr. 3, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Stál-Úlfs og ÍR b sem fram fór þann 16. nóvember 2025.


