22 okt. 2025

Stjórn KKÍ hefur gert breytingar á reglum um félagaskipti og taka breytingarnar strax gildi.

Gerðar voru breytingar á þriðju (3) grein reglugerðar um félagaskipti og á grein fjörutíu og fimm (45) í reglugerð um körfukattleiksmót þar sem fjallað eru um bikarkeppni.

 

Helstu breytingar eru:

-Leikmanni í tveimur efstu deildum karla og kvenna  er óheimilt að  skipta yfir í sama félagslið og viðkomandi hefur áður spilað með innan sama keppnistímabils. Viðkomdi getur skipt í það félag eftir 31. maí.

-Eingöngu er hægt að spila með einu félagsliði í bikarkeppninni meistaraflokka á sama keppnistímabili


Reglugerðirnar hafa báðar verið uppfærða hér á kki.is