20 okt. 2025Um nýliðna helgi fór fram Norðurlandafundur körfuknattleikssambandanna í Reykjavík á Grand Hótel en það eru körfuknattleikssambönd, Íslands, Danmerkur, Eistands, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar sem mynda þetta norðurlandsamstarf.  

Samstarf Norðurlandanna er mikið allt árið um kring en áratuga hefð er fyrir því að formlegur fundur landanna sé haldinn í október á hverju ári og skipast þá aðildarþjóðirnar á að halda fundinn, nú var komið að KKÍ að vera gestgjafi fundarins.  

Á fundinn mæta formenn, framkvæmdastjórar, afreksstjórar og fulltúar Norðurlandanna í stjórn og nefndum FIBA og FIBA Europe. Fulltrúar KKÍ á fundinum voru; Kristinn Albertsson formaður, Hannes S.Jónsson framkvæmdastjóri og varaforseti FIBA Europe, Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir fv.formaður, í unglinganefnd og jafnréttisnefnd FIBA Europe, Sigrún Ragnarsdóttir skrifstofustjóri og Hörður Unnsteinsson afreksstjóri.