26 sep. 2025

SPÁ BÓNUS DEILDA OG 1. DEILDA | TÍMABILIÐ 2025-2026 

Spá fyrir Bónus og 1. deildir var kynnt núna í hádeginu á Grand Hótel. Forsvarsmenn liða í 1. deild kvenna gera ráð fyrir að Fjölni  vinni sér sæti í Bónus deild kvenna og í 1. deild karla tryggir Höttur sér aftur sæti á meðal þeirra bestu í Bónus deildinni. Silfurliðum frá síðasta tímabili Tindastól og Njarðvík er spáð Íslandsmeistaratitlinum vorið 2026.

BÓNUS DEILD KVENNA

Fjölmiðlaspá

Samkvæmt spá fjölmiðla verður það lið Njarðvíkur sem hampar Íslandsmeistaratitlinum á komandi vori og lið Keflavíkur og Hauka fylgja ekki langt á eftir. Það verður hlutskipti nýliða Ármanns að falla niður í 1. deild kvenna.

Spá formanna, þjálfara og fyrirliða

Það verður Njarðvík sem hampar þeim stóra næsta vor, gangi spá félaganna. Það mun verða hlutskipti Ármanns að falla niður í 1. deild kvenna.

BÓNUS DEILD KARLA

Fjölmiðlaspá

Samkvæmt spá fjölmiðla verður það lið Tindastóls sem hampar Íslandsmeistaratitlinum næsta vor, þó ekki muni miklu í spánni á þeim og Stjörnunni. Það verður hlutskipti nýliðanna, ÍA og Ármanns að falla niður í 1. deild karla.

Spá formanna, þjálfara og fyrirliða

Það verður Tindastóll sem hampar þeim stóra næsta vor, gangi spá félaganna eftir og Stjarnan fylgir þeim ekki svo langt á eftir. Það mun verða hlutskipti ÍA og Ármanns að falla niður í 1. deild

1. DEILD KVENNA

Það verður hörð barátta á toppi 1. deildar kvenna og telja félögin að Fjölnir og Þór Ak. séu líklegust að berjast um sæti í Bónus deild kvenna.

1. DEILD KARLA

Í 1. deild karla má búast við harðri baráttu á toppnum, en þó telja félögin að Höttur sé sigur stranglegast og muni endurheimta sæti sitt í Bónus deild karla. Það verða liðin í 2.-9. sæti sem munu berjast um hitt lausa sætið í Bónus deildinni.