26 ágú. 2025

Opnað hefur verið fyrir skráningu í VÍS bikarkeppni KKÍ ásamt skráningu í 2. deild kvenna og 3. deild karla fyrir keppnistímabilið 2025-2026. Skráning er opin til kl. 23:59 fimmtudaginn 4. september 2025. Mikilvægt er að allar skráningar skili sér á réttum tíma. Fyrirhugað er að keppni þessara deilda hefjist um miðjan október og 32 liða úrslit í VÍS bikarkeppninni fara fram 18.- 20. október.

Fjöldi umferða og fyrirkomulag í 2. deild kvenna og 3. deild karla ræðst af fjölda þátttökuliða.

Stefnt er að því að leikið verður frá miðjum október og fram til loka mars.

Miðað er við að deildarkeppni ljúki eigi síður en 22. mars og fyrirhugað er að tvö efstu liðin í deildunum spili úrslitaleik helgina 27.- 29. mars á heimavelli þess liðs sem endar í efsta sæti að deildarkeppni lokinni.

 

Skráning þátttökuliða fer fram hér.

 

Vinsamlegast hafið samband á kki@kki.is ef þið lendið í vandræðum með að skrá lið til leiks.