3 júl. 2025

EuroBasket  eða EM í körfuknattleik karla 2025 fer fram í haust og munu strákarnir okkar spila  í Katowice í Póllandi. EuroBasket bikarinn er á ferð um Evrópu „trophy tour“ og stoppar hjá átta þjóðum af þeim tuttuguogfjórum sem komast á mótið. Það er þeim fjórum þjóðum þar sem lokakeppnin fer fram ásamt þeim fjórum  svokölluðum samstarfs þjóðum. Ísland og Pólland náðu samkomulagi um að Ísland spili í Póllandi á EuroBasket í haust og er Ísland því ein af þessum fjórum samstarfs þjóðum. EM bikarinn er kominn til landsins og mun fara á nokkra þekkta staði á Íslandi þar sem hann verður myndaður í íslenskri náttúru. Einnig mun bikarinn heimsæka eitt af þeim körfuboltanámskeiðum sem er í gangi þessa daganna.  Rúmlega 1000 Íslendingar hafa nú þegar tryggt sér miða á leiki á Íslands á mótinu.

Á laugardaginn frá klukkan 14:00 – 15:00 mæta landsliðsmenn í Kringluna með bikarinn þar sem í boði verður að fá árituð plaköt og  allskyns körfubolta glaðning frá EuorBasket á meðan birgðir endast. Lukkudýr EuroBasket verður einnig á svæðinu.

Hvetjum fólk til að mæta í Kringluna á laugardaginn kl 14:00